Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1961, Síða 35

Frjáls verslun - 01.11.1961, Síða 35
hundraði. Næsta framfarasporið verður að nota gufuskip til fisk- veiða eins og altítt er með öðr- um þjóðum. Og upp úr því fara íslendingar að vciða sína livali sjálfir í stað þcss að láta Norð- menn gjöra það og stinga miljón- um í vasa sinn. Kvartað er yfir því allmikið, að þilskipaveiðin sé ekki eins notadrjúg fyrir fátæk- lingana og smábátaveiðin áður var. Þá átti hver sína kænu og lagði út að morgni, en kom aftur að kvöldi með ofurlít-inn afla; var bátseigandinn sjálfur sinn eiginn húsbóndi, en galt hásetum sínum hlut. En þilskipin eiga einstakir efnamenn. Þeir ráða menn á skip sín og borga þeim ákveðið kauj), sem auðvitað er liaft í lægsta lagi, þar sem nógir bjóðast. En sumir segja, að þetta kaup hrökkvi ckki nærri því eins vel til framfærslsu fyrir heimili fátækra fiskimanna og afiinn á smábátunum áður gjörði. Aumast er nú með yfirgang ensku botnvörpuskipanna. Við Faxaflóa, þar sem áður hefir veiðst langmest af þorski og verið hefir aðalveiðistöð Iandsins, hefir verið nærri fiskilaust. nú um nokkur ár. Kenna menn það botnvörpuskip- unum, sem með eins konar vél- um skafa mararbotninn, svo fisk- urinn leitar annarra bústaða. En bæði er nú ef til vill of mikið úr þessu gjört, og svo er vonandi, að einhver bót verði á þeim ófögn- uði ráðin áður langt um líður með einhverju móti. Annars horl'ir Jietta til vandræða. Að öðru leyti er lífið undur-likt því, scm Jaið var fyrir 25 árum og hefír svo sem engum stakka- skiftum tekið. Ef Islendingur, sem verið hefir í Ameríku eða ein- hverstaðar ella erlendis 25 ár, kæmi heim aftur og settist Jjar að, mundi honum finnast hann byrja nákvæmlega sama lífið upp aftur og það, sem hann þekti svo vel fyrir 25 árum. Þótt ekki sé nú raunar hægt :ið segja, að framfarirnar í einstakl- ingsbúskapnum hafi verið eins miklar og æskilegt hefði verið á þessu tímabili, hafa ])ær verið þeim mun meiri í búskap þjóðar- innar í hcild sinni. Samgöngumál- in verða þar fyrst fyrir oss. Þau mega nú heita komin í býsna-gott horf og verður þó sjálfsagt hald- ið áfram að greiða enn betur fram úr þeim á ókomnum tíma. Gufu- skipaferðirnar milli íslands og annarra landa cru nú orðnar tíð- ar. Póstskipin dönsku fara einar 18 ferðir til landsins á hverju ári. Tvö önnur félög hafa smærri gufu- skip stöðugt í förum eftir ákveð- inni ferðaáætlun. Strandferðabát- arnir eru jafnt og |)étt á ferðinni kringum landið og koma nú inn á hverja vík og hvern fjörð, og jafnvel þar, sem engin vík og eng- inn fjörður er til. Langferðir eru menn því hér um bil hættir að fara á landi, heldur nota gufu- skipin til þeirra. Ferðalög eru miklu tíðari nú en áður og hljóta því landsmenn að verða hver öðr- uin betur kunnugir. Á vegina nýju, sem lagðir hafa verið og miklu fé kostað til, hefir þegar verið minst. Ekkert af því, sem gjört hefir verið til umbóta, setur annað cins menningarmót á land- ið og Jjeir. Sú vegalagning má ekki heita ncma í byrjun, því hér cr slíkt ógurlegt verkefni fyrir hendi, að ekki sér högg á vatni fyrst um sinn, Jjótt mikið sé unnið. Hið sama er að segja um brýrnar, sem gerðar hafa verið vfir smærri og stærri vatnsföll. Að þeim er hin stórkostlegasta framför. Ef haldið verður áfram næstu öld með öðr- um eins áhuga eða enn þá meiri, verða ágætar akbrautir komnar urn alt land og brýr yfir hvcrja sprænu áður en hún er hálfnuð. Áður en til nokkurs er að hugsa um járnbrautir, þarf fólksfjöldinn að margfaldast í landinu og flutn- ingsmagnið um leið. En J)á koma J)ær svo að sjálfsögðu. Lakast er, að eftir því sem meiri rækt hefir verið lögð við aðalvegina, hafa hreppavegirnir komist í enn J)á meirí afturför; þeim er nú víða ekkert sint, og er slíkt ótækt. Fyr- ir ])að, sem svo fjarska-mikið hef- ir verið að vegum gjört af hálfu landstjórnarinnar á skömmum tíma, hefir sú spilling smeygt sér inn í hugsunarhátt fólks, að bezt væri að láta landssjóð kosta alt saman. Garðrækt töluverð er byrjuð í Reykjavík, og er vonandi, að hún færist þaðan út um landið. Berja- runnar ])rífast þar ágætlega og er fengin nægileg sönnun fyrir því, að hver maður gæti haft á heimili sínu heilmikla berjarækt, og cr það álitið mikilsvert í útlöndum. Úr berjunum búa konurnar til alls konar sælgæti og er munur að geta veitt sér það sjálfur, en að kaupa slíkt dýrum dómum og miklu Iak- ara í verzlununum. Ýmislegir skrautviðir þrífast J>ar cinnig og er reynirinn, ef til vill, hinn helzti þeirra. Hafa menn lengi vitað. hve ótrauður hann er að vaxa, því til eru af honum nokkur gömul og prýðisfalleg tré norður í Eyjafirði. Er ósköp til þess að vita, að menn skuli ekki hafa kepst við að gróð- ursetja hann á heimilum sínum og kringum bæina. Ekkert væri unt að gjöra til fegurðarauka ann- að eins og það. Tilfinningin fyrir J)essu er nú ofurlítið að vaxa og alþingi gjörir sitt til að glæða hana. Trjáræktartilraunir er nú verið að gjöra á nokkrum stöðum á landinu, nálægt Þingvöllum og við Reykjavík og norður í Eyja- FRJÁLS VEHZLUN 35

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.