Frjáls verslun - 01.01.1963, Síða 7
við. Eftir það var liægt að afferma 15 þús. tonna
skip á 65 klst., en áður hafði tekið 10—12 daga
að afferma 10 þús. tonna skip, á meðan allt var
flutt í sekkjum.
Rétt við hafnarbakkann er mikið geymsluhús og
turnar (silos), sem taka samtals 60 þús. tonn af
alumina, er mun samsvara 3—4 mánaða notkun.
Ennfremur er þar anóðuverksmiðja, sem framleiðir
anóðublokkir fyrir Ardal II, vegna nýrrar fram-
leiðsluaðferðar þar í annarri samstæðunni, og kat-
óðublokkir fyrir allar ofngerðir, svo og massaverk-
srniðja, sem framleiðir elektróðumassa bæði fyrir
verksmiðjurnar í Efri-Ardal og Sunndalsöra. Er
framleiðslugeta hennar 100 þús. tonn á ári. Aðal-
skrifstofu verksmiðjunnar er einnig að finna þarna í
nágrenninu.
Frá hafnarbakkanum á Árdals-tanganum og að
vei’ksmiðjunni í Efri-Árdal er um 14 km langur
vegur. Hann hefur verið malbikaður og lagfxerður
verulega að öðru leyti, frá því senr var á stríðsár-
unum. Þannig hefur jarðgiingum verið fjixlgað vegna
hættu á skriðum. Á þessum stutta vegi eru 5 jarð-
göng; ein nær 800 m löng, önnur 660 m löng, en
hin mun styttri. Á þessum einstæða vegi ekur fjöldi
vörubíla, sem flytur alumina í tönkum á pallinum,
og taka þeir 7 tonn hver. I bakaleiðinni eru yfir-
leitt fluttar aluminíum-blokkir, sem raðað hefur
verið fyrir framan og aftan tóman tankinn. En
einnig eru allmargir sérstaklega gerðir stórir tank-
bílar í aluminía-flutningum á þessaiá leið. Alls
munu um 50 bílar notaðir til flutninganna.
Víðtækt kerfi hefur verið sett upp í verksmiðj-
unni í Efri-Árdal til að Ioftræsta vinnustaðina og
fjai'lægja eiturefni, sem koma frá brennsluofnun-
um. Er fullyrt, að reykhreinsunin nái 96% af heild-
ar fluor-mynduninni, allt að 99,5% af fluor-gasinu
og hlutfallslega nokkru rninna magni af brenni-
steins-dioxydi og tjöru, sem myndast. Þrátt fyrir
þennan árangur virðast þessi mál nokkuð viðkvæm
fyrir þeim Árdals-búum. Sannleikurinn er sá, að
þeir munu hafa átt í einhverjum erfiðleikum með
hina fáu hundraðshluta af hættulegum lofttegund-
um, sem sleppa út. Að sjálfsögðu er fyrst og fremst
því um að kenna hve verksmiðjan er staðsett í
þröngum dal milli hárra fjalla.
Vegna framkvæmda og áætlana um enn meiri
framkvæmdir hafði íbúafjöldinn í Árdal vaxið upp
í nær 1700 manns fyrir stríð, og árið 1946 voru um
2200 rnanns búsettir í dalnum, en nú (árið 1962)
eru þar 6200 íbúar og þar af býr nieirihlutinn \
Efri-Árdal. Flest öll íbúðarhúsin eru að sjálfsögðu
ný og hefur verksmiðjan veitt húsbyggjenduin ým-
iss konar aðstoð, og einnig hefur á hennar vegum
verið reistur fjöldi liúsa, sem leigð eru út. Þarna
hefur einnig verið gert margt til að setja hreinlætis-
og menningarsvip á byggðarlagið, en er stybtra
komið eix í Höyanger enda um mun yngra fyrir-
tæki að ræða.
Sunndalsöra
Á miðju ári 1951 ákvað noi’ska Stórþingið að
reisa skyldi 40 þús. tonna aluminíumverksmiðju á
Sunndalsöra, sem er innst í hinum 30 km langa
Sunndalsfii’ði, austan Kristiansunds. Þessi ákvörð-
un stóð í sambandi við byggingu stæi’sta orkuvers
í Noregi, Aura-Kraftverk, á sama stað, en þar
voru virkjunaraðstæður mjög hagstæðar, cf virkjað
var stórt. Til þess að svo mætti verða þurfti ein-
mitt að koma upp orkufrekum iðnaði, og nú (1962)
notar aluminíum-verksmiðjan um % hluta af raf-
magninu frá Aura-orkuverinu, sem hefur 240 þús.
k\v. uppsett vélarafl.
Ákveðið var, að ríkisfyrirtækið í Árdal skyldi
koma verksmiðjunni upp, og var ])á nafni þess
breytt í A/S Árdal og Sunndal Verk. Fjármagn
var fengið með því að hækka hlutaféð um 80 millj.
norskra króna og síðan endurlánaði ríkið fyrirtæk-
inu 170 millj. n. kr., sem svaraði til láns, er fengið
hafði vcrið í þessu sambandi hjá Economic Co-
operation Adnrinistration í Bandaríkjunum.
Þó að Sunndalseyri sé aðeins 2—3 km breið á
milli fjalla, og þar sé hæsta fjall Evrópu (nær 1800
m), sem rís upp frá sjávarmáli, þá er þarna samt
mun rýmra en í Árdal. Og vegir eru opnir allt áiáð
lil Molde, Kristiansunds og Þrándheims (2 vegir).
í marzbyi’jun 1952 var hafizt handa um að reisa
verksmiðjuna, og þótti það vel af sér vikið, að
tveimur árum síðar, eða 2. apríl 1954, voru fyrstu
aluminíum-blokkirnar steyptar á Sunndalseyri. Þá
var búið að byggja tvo skála, 41X467 m stóra, fyrir
rafgreiningarsamstæður, og nær allar aðrar nauð-
synlegar byggingar voru fullbúnar til verksnriðju-
rekstursins. Á árinu 1959 var verksmiðjan stækkuð
um rúm 25%, svo að nú framleiðir hún yfir 50 þús.
t.onn af aluminíum á ári. Jafnframt hefur skipu-
lagningu verksmiðjusvæðisins verið hagað þannig,
að hægt er að auka ársafköstin upp í unr 100 þús.
tonn i tveimur áföngum, þegar séð liefur verið fyrir
rneiri raforku.
Eins og í Árdal er fx-amleiðslan á Sunndalseyri
FR.jÁLS VEHZLUN
7