Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 15
Síld lcmdaS á AusttjörSum með nýjum tækjum betri. Allir bændur þekkja merkar tilraunir og ár- angursríkar, sem gerðar hafa verið á litareiginleik- um gærunnar. Þessar framfarir má þakka íslenzkum vísindamönnum, sem unnið hafa að ræktunartil- raunum íslenzks sauðfjár árum saman með svo ágætum árangri, að störf þeirra eru þekkt jafnvel langt út fyrir landsteinana. Jarðvegsrannsóknir und- anfarinna ára eru einnig farnar að sýna góðan ár- angur. Byrjað er að leiðbeina bændum með notkun áburðar á tún, og eru þeim þannig spöruð mikil útgjöld og tryggður bættur árangur af áburðarnotk- un. Það er mjög ánægjulegt, þegar árangur vísinda cr viðurkenndur eins og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga gerði á síðastliðnu ári með sinni höfð- inglegu gjöf til jarðvegsrannsókna að uþphæð 1 milljón króna. Lagður er grundvöllur að beitilandarannsóknum og svipað má segja um ræktunartilraunir, korn- rannsóknir og margt fleira. Það er ekki sízt að þakka íslenzkum vísinda- mönnum, að landbúnaðurinn stendur á tiltölulega öruggum grunni þrátt fyrir að ýmsu leyti erfiðar aðstæður frá náttúrunnar hendi. íslenzkur iðnaður hefur því miður ekki notið innlendrar vísindastarfsemi cins og skyldj hingað til. Að vísu byggist hver ný iðngrein á nýrri tækni, sem á rætur sínar að rekja til vísindastarfsemi er- lendis. Þó má ekki gleyma því, að iðnaðarrann- sóknir okkar íslendinga hafa gegnt mikilvægu hlut- verki, þótt fyrst og fremst hafi enn verið um þjón- ustustarfsemi að ræða. Kanna þarf þau hráefni, sem flytjast til landsins og meta verður gæði fram- leiðslunnar. Ávallt hefur þó verið unnið nokkuð að sjálfstæðum iðnaðarrannsóknum og þær aukast stöðugt. Jarðefni hafa verið könnuð og grundvöllur lagður að nýjum iðngreinum. T. d. þekkja flestir þær allýtarlegu rannsóknir, sem fram hafa farið á framleiðslu á kísilleir úr Mývatni. Gætu þær vel orðið undirstaða að álitlegum iðnaði. Atvinnuveqirnir uppbyggjctst á vísindum og tækni Það væri fróðlegt að geta skyggnzt nokkuð inn í framtíðina og hugleitt, hver þörf okkar fyrir vís- indi verður þá. Ég tel vafalaust, að við þurfum cigin vísindastarfsemi í mjög vaxandi mæli eins og aðrar þjóðir. Þetta sést strax, þegar við lítum á lágmarksþörf okkar á næstu árum. En við skulum ekki aðeins líta fram um 5 eða 10 ár, heldur skul- ujU við reyna að skyggnast t, d, fram til næstu FR.TALS VERZLUN J5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.