Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 12
Sfeingrímur Hermannsson. verkíræðingur, framkvæmdasfióri Rannsóknaróðs ríkisins: Raunvísindi í nútíma þjóðíélagi Skömmu f'yrir áramótin var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna. Frumvarp þetta var ítarlega undirbúið af þingkjörinni nefnd, Atvinnumálancfnd ríkisins, sem starfaði að því í tvö ár og síðan endurskoðað á vegum menntamálaráðhcrra. Þingskjalið er 66 blaðsíður að stærð með greinargerð og er gert ráð fyrir mjög verulegri breytingu á því skipulagi, sem rannsóknir í þágu atvinnuveganna búa við í dag. Það er ekki ætlun mín að rekja efni þessa frum- varps nú, þó að ég muni minnast á það lítillega í lok greinarinnar. Hins vegar er frumvarpið nokkurt tákn um þá miklu breytingu, sem orðið hefur á þætti og þýðingu raunvísinda í nútíma þjóðfélagi frá því að gömlu lögin voru sett árið 1940. Þau lög heita Jög um náttúrurannsóknir, en nú nefnist frumvarpið, frumvarp til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Þannig verða með degi hverj- um augljósari áhrif vísinda á hagþróun alla og nauðsynleg tengsl þeirra við atvinnulíf landsins. Og raunar virðist undarlcgt, þegar litið er til baka þó að ekki sé nema örfá ár, að hagfræðingar hafa veitt áhrifum vísinda á hagkerfi þjóða mjög litla athygli þar til loks m'i á allra síðustu árum. Aður fyrr var næstum eingöngu talað um jafnvægi í fjár- hagskerfum landa, þjóðartekjur, fjárfestingu o. s. frv., en lítil áherzla lögð á að kanna, hvaða þættir það væru, sem fyrst og fremst orsökuðu vöxt þjóð- arframleiðslunnar og stuðluðu þannig að batnandi lífskjörum. Þegar rætt var um vísindi, virtist venju- lega álitið, að vísindalegar rannsóknir væru ein- göngu framkvæmdar vegna áhrifa og þarfa þjóð- féJagsins og þróunar þess, en hins vegar lítill gaum- ur gefinn þeim áhrifum, sem vísindalegar rann- sóknir og niðurstöður hafa á þróun þjóðfélagsins sjálfs. Vitanlega er það rétt, að þörf myndast og vísindin eru til kvödd til þess að leysa vandann. Hins vegar opna vísindin þá mjög oft nýjar brautir, sem stórkostleg og ómetanleg áhrif geta haft á þjóð- félagsþróun alla. Þessi þáttur vísindanna cr nú viðurkenndur orð- inn sem ein megindriffjöður nútíma þjóðfélags. Vísindi og hagþróun Það er því ekki að furða, að hagfræðingar ýmissa þjóða hafa á undanförnum árum reynt að meta áhrif tækni og vísinda á hagþróun almennt. T. d. gerði norski hagfræðingurinn Odd Aukrust fyrir fáum árum mjög athyglisverða könnun á uppbygg- ingu þjóðarframleiðslu Norðmanna frá því í stríðs- lok. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að auknar þjóðartekjur megi fyrst og fremst rekja til breyt- inga á vinnuafli, fjármagni og tækni. Hann leitast cinnig við að meta mikilvægi hvers þessara atriða út af fyrir sig á þjóðarframleiðshma og kcmst að eftirfarandi niðurstöðu: 1. Ef engin breyting hefði orðið á vinnuafli og skipulagi, hefði 1% aukning í raunverulcgri fjárfestingu atvinnuveganna aðeins leitt til 0,2% aukningar í þjóðarframleiðslu Norð- manna. 2. Ef fjármagn og tækni hefði haldizt óbreytt, hefði 1% aukning í vinnuafli aðeins leitt til 0,76% aukningar í þjóðarframleiðslu þeirra. 12 FR.TALS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.