Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 19
indastefnan sé rétt mörkuð. Ákvarðanir í þessum efnum verða að vera teknar sameiginlega af stjórn- málamönnum, hagfræðingum og atvinnurekendum annars vegar, sem skilja þörfina, og vísindamönn- um hins vegar, sem skilja möguleikana. Þannig á slíkur ráðgjafahópur að vera skipaður og mcðlimir hans eiga að veljast eingöngu með tilliti til fram- Úrskarandi starfa á ofangreindum sviðum og áhrifa í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt er, að vísindamenn sitji allmargir í ráðinu, en þar þurfa einnig að vera góðir hagfræðingar, atvinnurekendur, menntamenn og op- inberir starfsmenn. Einnig er lögð á það áherzla í ofangreindri skýrslu, að slíkur hópur ætti að vera ábyrgur gagnvart ríkisstjórn allri, eða forsætisráðu- neyti, til þess að samþykktir hans hafi sem víðtæk- ust áhrif, þó að hann sé aðeins ráðgefandi. llétt er að undirstrika, að ráði sem þessu er alls ekki ætlað að annast beina yfirstjórn rannsókna- eða vísindastofnana. Það á aðeins að vera ráðgef- andi, en hins vegar er nauðsynlegt, að það geti fylgt eftir samþykktum sínum, t. d. með einhverj- um fjárveitingum úr sjóðum og þannig beint rann- sóknastarfseminni inn á þær brautir, sem nauðsyn- legar teljast hverju sinni. 1 fyrrnefndri skýrslu er lögð á það áherzla, að slík ráðgjafanefnd um vísindastefnu á að fjalla um allt, sem vísindum viðkemur, eins og t. d. fjármagn til vísinda og hvernig því beri að verja, á hvaða greinar vísinda ber að lcggja höfuðáherzlu, skipu- lagningu þeirra, mat og þörf landsins fyrir tækni- menntað fólk og þörf þess fyrir vísindi um langa framtíð. Og loks verður slíkur hópur að beita sér fyrir sem beztu sambandi vísindastarfseminnar og atvinnuveganna, þannig að niðurstöður nýtist sem skjótast í atvinnulífi landsins. Lögð er á það áherzla, að ráðið verður að hafa aðgang að ríkisstjórninni allri, þ. e. forsætisráð- lierra, fjármálaráðherra, hverjum þeim ráðherra, sem um einhver vísindamál fjallar og nefndin þarf að geta leiðbeint menntamálaráðherra um þörf landsins fyrir tæknimenntað fólk, því ekki verða vísindin byggð upp án þeirra. Einnig þarf nefndin að hafa gott samband við háskóla landsins, at- vinnuvegi þess, vísindastofnanir o. fl. Þess er að vísu ekki að vænta í frjálsu þjóð- félagði, að sett verði á stofn ráð, eins og það sem hér hefur verið rætt um, og það fullnægi strax öll- um kröfum, sem þarna eru til þess gerðar. Raunar er ef til vill eðlilegra og æskilegra, að þetta þróist smám saman og er þá mikilvægast, að kjarninn sé myndaður úr góðum hópi vísindamanna, atvinnu- rekenda, hagfræðinga og opinberra starfsmanna, sem kynna sér hin mörgu vandamál af alúð og smám saman grípa yfir hið víðtæka svið, sem hér er um að ræða. I næstum öllum löndum, bæði í vestri og austri, hafa slíkir hópar, rannsóknaráð eða ráðuneyti, ver- ið sett upp og þeim gert að sinna að einhverju ieyti þeim verkefnum, sem talin hafa verið hér að framan. Það er t. d. athyglisvert, að sum af hinum yngstu sjálfstæðu löndum Afríku og Asíu hafa lát- ið það vera eitt af sínum fyrstu verkum að setja á stofn rannsóknaráð með það fyrir augum að nýta sem bezt vísindaþekkingu hcimsins við uppbygg- ingu atvinnuvega sinna og efnahagskerfis. Þannig er það t. d. í Ghana og Nígeríu og einnig í Ind- landi, þar sem forsætisráðherra er formaður rann- sóknaráðsins. Vitanlega eru verkefni slíkra rann- sóknaráða mjög breytileg, en þau þróast stöðugt meira og meira í þá átt að verða ráðgefandi í al- (lOZ^" f 103) a FRJALS VERZLUN 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.