Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 21
hafa sérstakt ráðuneyti vísinda, skiptir sér ekkert
af daglegri starfsemi stofnana, en fylgist vel með
og hefur ])á vitanlega öll þau áhrif, scm því sýnist
i gegnum þann fjárstyrk, scm veittur er. Hins vegar
rekur ráðuneytið eigin rannsóknastofnanir, einkum
á þeim sviðum, sem ríkisvaldið verður sjálft að ann-
ast framkvæmdir á, eins og t. d. á sviði vegagerð-
ar o. fl.
Um undirstöðurannsóknir gildir nokkuð öðru
máli. Verkefni þcirra eru ekki eins nátengd þörfum
atvinnuveganna í dag, og þurfa þær því að geta
starfað sjálfstætt og án of mikilla áhrifa þaðan.
Slíkar rannsóknastofnanir eru vel og eðlilega stað-
settar innan vébanda háskólanna.
Noklcux undirstöðuatriði
Það er sjálfsagt að þakka það, sem vel hefur
verið gert á undanförnum árum og áunnizt hefur á
sviði vísinda og rannsókna. Skilningur á þörf vís-
indanna fyrir efnahagslíf landsins fer stöðugt. vax-
andi, bæði meðal ráðamanna og þjóðarinnar allrar.
En ekki má þar við sitja. Um heim allan er stöð-
ugt krafizt aukinnar framleiðni, nvrrar tækni og
vísinda. Vísindastarfsemi okkar verður að tengjast
atvinnulífi landsins og hagþróun þess miklu meir
en verið hefur. Eg tel vafalaust, að það frumvarp,
sem nú liggur fyrir Alþingi, sé ágætt spor i þá átt,
þó það megi eflaust bæta að fenginni reynslu kom-
andi ára. En að ýmsu öðru ber að gæta. Auka verð-
ur fjármagn lil rannsóknastarfseminnar og ekki
eingöngu frá ríkisvaldinu, heldur einnig frá atvinnu-
vegunum sjálfum, enda ætti slíkt að verða auð-
veldara þegar atvinnuvegirnir fá vaxandi áhrif inn-
an vísindastarfseminnar og tengsl þar á milli eflast.
Ótalinn er þó sá þáttur, sem ég hvgg að mikil-
vægastur muni reynast i sjálfstæðisbaráttu þessarar
þjóðar um langa framtíð. Vissulega verðum við að
nýta náttúruauðæfi okkar, bæði til lands og sjávar,
til hins ýtrasta, en það mun duga skammt, ef ekki
eru nýttir mannkostir þjóðarinnar sjálfrar. A þessu
hefur orðið nokkur brestur á undanförnum árum.
Tugir Iækna og mjög margir verkfræðingar vinna
nú erlendis, og hafa þar ráðið lögmálin um fram-
boð og eftirspurn, því vinna þessara manna er
gjaldgeng hvar sem er. Aðrar þjóðir hafa gert sér
grein f.vrir nauðsyn og þörf þjóðfélagsins fyrir slíka
einstaklinga, ef til vill nokkru fyrr en við höfum
gerl hér heima. Eftirspurnin hefur því aukizt og
launin hækkað. Þó að vísinda- og tæknimenntaðir
menn verði að stilla kröfum sínum í hóf, er ekki
að efa, að hér þarf að verða á mikil brevting og
vonandi er þess ekki langt að bíða.
Jafnframt ætti nú þegar að hefjast handa og
endurskoða allt skólakerfi ])essa lands; gefa verður
unglingum þegar í barnaskólum kost á að kynn-
ast undirstöðuatriðum raunvísindamenntunar; gjör-
breyta verður iðnnámi og koma verður upp góðum
tækniskóla, auk endurbættrar raunvisindamennt-
unar við háskólann.
Við íslendingar eignm ef til vill enn meira en
aðrar þjóðir, að minnsta kosti í Vestur-Evrópu, í
stöðugri sjálfstæðisbaráttu. Einkenni þeirrar baráttu
hefur að vísu breytzt nokkuð. Um aldamótin var
hún fyrst og fremst háð á sviði stjórnmála, en nú
á sviði efnahagslífsins. Þetta á ekki sízt við í dag
fyrir smáþjóðina, sem vill varðveita sitt unga sjálf-
stæði á tímum, þegar jafnvel stórþjóðirnar sam-
einast og vilja verða ennþá stærri. Eg óttast, að
einna erfiðast muni okkur ])á reynast að fylgjast
með á sviði tækni og vísinda, sem segja má að sé að
verða allsráðandi í hinum tæknilega hraðvaxandi
umheimi okkar. Því er okkur lífsnauðsyn að byggja
upp góðan kjarna tækni- og vísindamanna, sem
geta skilið og lagað að íslenzkum staðháttum þá
tækniþróun, sem verður í kringum okkur, og að
tryggja samstarf þeirra og stjórnmálamanna, at-
vinnurekenda, hagfræðinga og annarra, sem miklu
munu ráða um hagþróun ])cssa lands og þar með
um sjálfstæði þess.
Margir stjórnmálamenn eru eins og ungbörn —
þeir halda, að þeir fái allt, cf þeir bara orga nógu
hátt. (Lafði Astor.)
★
Sjálfslýsing? Til þess að verða vinsæll í hernum,
verður maður að vera algert núll. (Montgomery
marskálkur.)
★
Smábær er staður, þar sem maður með glóðar-
auga þarf ekki að gefa ncina skýringu á því. Allir
vita ástæðuna þegar.
■k
Sá, sem drekkur vatn, þegar aðrir bergja á víni,
hefir einhverju að leyna. (Beaudelaire.)
FR.IÁLS VERZLUN
21