Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 29
og jafnframt er búizt við, að erlendu fjármagni, sérstaklega bandarísku, hefði verið veitt inn í land- ið í stórum stíl. Það fjármagn hefði væntanlega farið til þess að byggja upp nýjan iðnað í norður- héruðum landsins, þar sem atvinnuleysi er mest. Afleiðing þess, að Bretar gerast ekki aðilar að EBE verður hins vegar sú, að því erlenda fjár- magni, sem veitt hefði verið inn í brezkt atvinnulíf, verður nú beint til landanna innan EBE, þar sem vaxtamöguleikar atvinnuveganna eru meiri. Þar við bætist, að augljóst er, að brezkur iðnaður verður einnig að leggja fé í atvinnufyrirtæki á meginland- inu, til þess að ná þar einhverri fótfestu og varð- veita samkeppnisaðstöðu sína. Enn sem komið er verður ekki séð hvað Mae- miUan tekur til bragðs til þess að örva uppbygg- ingu í atvinnulífi landsins og draga úr atvinnu- lcysinu. A sl. sumri gerði hann miklar breytingar á stjórn sinni og tók þá við embætti fjármálaráð- herra K-eginald Maudling. Frá því að hann tók við starfi sínu hefur hann smátt og smátt gripið til ýmissa aðgerða til þess að örva atvinnulífið, lækk- að söluskatt á bifreiðum og mörgum nauðsynjavör- um, lækkað bankavexti og dregið lír skattabyrði fyrirtækja. Jafnframt var einum hinna efnilegri í hópi yngri manna brezka íhaldsflokksins, Sir Keith Joseph, falin umsjá húsabyggingu og mun ætlunin að miklar húsabyggingar fari fram á vegum hins opinbera. Þessar ráðstafanir hafa enn ekki liafL neinar stór- kostlegar breytingar í för með sér og er ekki búizt við að stefna stjórnarinnar í þessum málum skýrist að ráði, fyrr en Maudling Icggur fram fyrsta fjár- lagafrumvarp sitt í byrjun aprílmánaðar. Það er þó ljóst, að hvcrjar svo sem þær ráðstafanir verða, munu ekki felast í þeim nein frambúðarlausn á efnahagsvandamálum Breta. Eftir að viðræðum um aðild þeirra að EBE Iauk, hafa mcnn vclt því fyrir sér, hvort brczka ríkisstjórnin muni nú beita sér fyrir eflingu fríverzlunarsvæðisins, ef til vill með þátttöku Bandaríkjanna og Kanada. Ef marka má ummæli talsmanna stjórnarinnar í London og skrif brezkra blaða virðist ólíklegt að Bretar taki þá stefnu, Fremur virðist líkur benda til þcss, að þeir muni nú einbeita sér að því inn á við að endur- byggja og endurnýja atvinnuvegi sína og örva efnahagslífið mcð þeim ráðum sem þeim eru tiltæk, jafnframt því sem þeir leitast við að halda opinni leiðinni inn í Evrópu og grípa fyrsta tækifæri sem gefst til þess að ná aðild að EBE. Fer Macmillan írá? Þau vandamál, sem Macmillan hefur átt við að stríða hafa óhjákvæmilega leitt til umræðna um það, að hann muni segja af sér fyrir næstu kosn- ingar, sem ekki þurfa að fara fram fyrr en á árinu 1904. Þær raddir hafa einnig heyrzt að ef ráðandi öfl í íhaldsflokknum sjái fram á það, að flokkur- inn geti ekki unnið sigur í næstu kosningum undir forystu Macmillans, þá muni einhver leið verða fundin til þess að hann fari frá og færist upp í lávarðadeildina. Líklegasti eftirmaður Macmillans nú er án alls efa Richard A. Butler, sem verið hef- ur einn af höfuðleiðtogum flokksins um langt skeið og hafði forystu fyrir þeim ungu íhaldsmönnum, sem blésu nýjum anda og nýjum krafti inn í stefnu flokksins og starf eftir kosningaósigurinn mikla 1945. Onnur líkleg forsætisráðherraefni eru Ian Macleod, lciðtogi flokksins í þinginu, Reginald Maudling, fjármálaráðherra og Edward Heath, að- stoðarutanríkisráðherra. Þessir þrír eru hins vegar allir svo ungir, að ólíklegt er, að röðin komi að þeim fyrr en síðar. Mögulcikar íhaldsflokksins til þess að halda þingmeirihluta sínum í næstu kosn- ingum hafa óneitanlega aukizt töluvert við lát Hugh Gaitskells, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem bú- inn var að vinna sér slíkt álit innan flokks síns og utan, að talið var orðið næstum víst að hann mundi sigra í næstu kosningum. Nú hefur viðhorfið hins vcgar gjörbreytzt og alls ekki (Slíklegt að íhaldsflokknum takist að vinna fjórða kosningasigur sinn í röð, ef ríkisstjórninni tekst að hleypa einhverjum krafti í atvinnuh'f lands- manna á næstu mánuðum. Að minnsta kosti skyldi cnginn gera ráð fyrir því fyrirfram, að það vcrði ekki Harold Macmillan, sem myndar ríkisstjórn Hcnnar hátignar að loknum næstu kosningum. Undrabarnið: „Mamma, hvaðan komu öll þessi lcikföng?" Móðirin: „Elskan mín, jólasveinninn kom mcð þau." Undrabarnið: „Kom hann mcð allt? Kom hann með rafmagnsjárnbrautina, fótboltaskóna, skaut- ana . . . ?" Móðirin: „Já, elsku hjartað mitt. Hann kom með það allt." Undrabarnið: „Nú, en má ég bara spyrja, mamma, hverjir í ósköpuuum kaupa þá allt það, sem fæst í búðunum?" FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.