Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.01.1963, Blaðsíða 23
150 bílar af þessari gerð. Þegar hér cr komið sögu eru vinsældir bílsins farnar að aukast og fjórum árum síðar ,þ. e. á árinu 1959 voru komnar hingað til landsins um 600 Volkswagen bifreiðar og var nú salan orðin mjög ör, miðað við það að innflutn- ingur á bílum var þá enn mjög takmarkaður. Samt sem áður taldi Sigfús þá einsýnt, að gcra yrði ráð- stafanir til þess að mæta síauknum innflutningi þessara bíla og bæta þjónustuna við Volkswagen- eigendur, og á því ári var hafin bygging stórhýsis þess, sem Hekla er nú flutt í. Þegar innflutningur bifreiða var gefinn frjáls fór salan upp úr öllu valdi, ekki aðeins á Volkswagen- bifreiðum, heldur einnig Land-llover biírciðum, sem Hekla hefur umboð fyrir, og á árinu 1962 seldi Hekla 1100—1200 bíla. Svo ör vöxtur, sem Heildverzlunin Hekla hf. hefur orðið fyrir á stuttum tíma skapar að sjálf- sögðu margvísleg vandamál, en þau hafa verið yfir- unnin með góðri samvinnu forstjóra og samstarfs- fólks hans. Hin nýju húsakYnni Gólfflötur hinna nýju húsakynna Heklu er um 4200 mS í um 18.400 rúmmetra byggingu. Það sem byggt hefur verið er þó ekki nema hluti þess, sem áætlað er, því að ætlunin er að byggja þrjár hæðir ofan á álmuna, er liggur við Laugaveg, nýja álmu austast á lóðinni og hækka elztu bygginguna. Með þessum viðbótum bætast við um 18.000 rúmmetrar. Það vekur sérstaka athygli og er til fyrirmyndar, að allar aðkeyrslur að húsinu eru úr járnbentri steinsteypu og sömuleiðis bifreiðastæði Laugavegs- megin og milli álmanna en milli brautanna verða gróðurreitir. Húsnæði bifreiðaverkstæðis Heklu er alls um 16.000 fermetrar. Verkstæðið annast eingöngu við- gerðir á Volkswagen bifreiðum, Land-Rover og Porsche. Er því skipti í deildir, sem eru: þvottur, kvoðun, smurstöð, mælingar, skyndiviðgcrðír, að- alviðgerðir, vélaviðgerðir og réttingar. Auk þess eru þar húsakynni fyrir móttöku- og biðstofu viðskipta- vina, sem er um 40 fermetrar, skrifstofu og verk- stjóra, og fatageymslu og kaffistofu verkstæðis- manna. Ur biðstofu sinni getur viðskiptavinurinn haft samband við móttökumann verkstæðisins, skrifstofu þess og varahlutaverzlun. Þar er sérstakur fulltrúi verkstæðisins, sem annast alla fyrirgreiðslu við- 9kiptavina. Allt fyrirkomulag verkstæðisins er í fullu samræmi við Volkswagen og Land-Rover við- gerðakerfin eins og þau eru skipulögð í Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Lýsing verkstæðisins er eins og bczt gerist á Norðurlöndum, og meiri en þekkzt hefur á verkstæðum hér áður. Loftræstikerfi verkstæðisins er athyglisvert og gert samkvæmt ströngustu kröfum, sem gerðar eru í Þýzkalandi. Sjálfstætt kerfi er í gólfi fyrir afgas frá vclum, sem kcyrðar eru á vinnustaðnum, og flytur kerfið útblástursgasið út úr verkstæðinu. Annað loftræstikerfi er væntanlegt á næstunni, og er hlutverk þess að endurnýja loftið á verkstæðinu og flytja þangað hreint loft, hæfilega heitt og með réttu rakastigi. Geislahitun cr í gólfi, sem heldur jafnframt gólfinu þurrara en ella. Sjálfvirkir hita- og rakastillar cru alls staðar í verkstæðinu. Verkstæðið er búið mjög góðum tækjum til starf- seminnar. Helztu tækin eru þessi: 1 þvottadeild eru tæki til þess að þvo bílana, bæði nýja bíla og þá, sem koma til viðgerðar. Þvottatækið er þrýstiúðari, sem heldur þvottaleg- inum hæfilega heitum, og að loknum þvotti er bíllinn þurrkaður. í kvoðunardeild er undirvagn- inn kvoðaður til ryðvarnar og hljóðeinangrunar. Tækið, sem þar er notað, er einnig þrýstiúðari. Smurstöð hefur lyftur og annan útbúnað fyrir þrjá bíla, sérstaka biðstofu fyrir viðskiptamenn og skrif- stofu. Mælingarstöðin rúmar tvo bíla. Þar fer fram gagnger athugun á rafkerfi og raftækjum bílsins. Einnig er gerð athugun á starfsemi hinna einstöku Bifreiðaverkstæði Heklu er búið' fullkomnustu tækjum, sem völ er ó, Hér getur að líta eina fullkomnustu prófunarvél mótpra, sem til er, FRJALS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.