Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.01.1963, Qupperneq 29
og jafnframt er búizt við, að erlendu fjármagni, sérstaklega bandarísku, hefði verið veitt inn í land- ið í stórum stíl. Það fjármagn liefði væntanlega farið til þess að byggja upp nýjan iðnað í norður- héruðum landsins, þar sem atvinnuleysi er mest. Afleiðing þess, að Bretar gerast ekki aðilar að EBE verður hins vegar sú, að því erlenda fjár- magni, sem veitt hefði verið inn í brezkt atvinnulíf, verður nú beint til landanna innan EBE, þar sem vaxtamöguleikar atvinnuveganna eru meiri. Þar við bætist, að augljóst er, að brezkur iðnaður verður einnig að leggja fé í atvinnufyrirtæki á meginland- inu, til þess að ná þar einhverri fótfestu og varð- veita samkeppnisaðstöðu sína. Enn sem komið er verður ekki séð hvað ISIac- millan tekur til bragðs til þess að örva uppbygg- ingu í atvinnulífi landsins og draga úr atvinnu- leysinu. Á sl. sumri gerði hann miklar breytingar á stjórn sinni og tók þá við embætti fjármálaráð- herra Reginald Maudling. Frá því að hann tók við starfi sínu hefur hann smátt og smátt gripið til ýmissa aðgerða til þess að örva atvinnulífið, lækk- að söluskatt á bifreiðum og mörgum nauðsynjavör- um, lækkað bankavexti og dregið lir skattabyrði fyrirtækja. Jafnframt var einum hinna efnilegri í hópi yngri manna brezka íhaldsflokksins, Sir Keith Joseph, falin umsjá húsabyggingu og mun ætlunin að miklar húsabyggingar fari fram á vegurn hins opinbera. Þessar ráðstafanir hafa enn ekki haft neinar stór- kostlegar breytingar í för með sér og er ekki búizt við að stefna stjórnarinnar í þessum málum skýrist að ráði, fyrr en Maudling leggur fram fyrsta fjár- lagafrumvarp sitt í byrjun aprílmánaðar. Það er þó ljóst, að hverjar svo sem þær ráðstafanir verða, munu ekki felast í þeim nein frambúðarlausn á efnahagsvandamálum Breta. Eftir að viðræðum um aðild þeirra að EBE lauk, hafa menn velt því fyrir sér, hvort brezka ríkisstjórnin muni nú beita sér fyrir eflingu fríverzlunarsvæðisins, ef til vill með þátttöku Bandaríkjanna og Kanada. Ef marka má ummæli talsmanna stjórnarinnar í London og skrif brezkra blaða virðist ólíklegt að Bretar taki þá stefnu, Fremur virðist líkur benda til þess, að þeir muni nú einbeita sér að því inn á við að endur- byggja og endurnýja atvinnuvegi sína og örva efnahagslífið með þeim ráðum sem þeim eru tiltæk, jafnframt ])ví sein þeir leitast við að halda opinni leiðinni inn í Evrópu og grípa fyrsta tækifæri sem gefst til þess að ná aðild að EBE. Fer Macmillan írá? Þau vandamál, sem Macmillan hefur átt við að stríða hafa óhjákvæmilega leitt til umræðna um það, að hann muni segja af sér fyrir næstu kosn- ingar, sem ekki þurfa að fara fram fyrr en á árinu 1904. Þær raddir hafa einnig heyrzt að ef ráðandi öfl í lhaldsflokknum sjái fram á það, að flokkur- inn geti ekki unnið sigur í næstu kosningum undir forystu Macnrillans, þá muni einhver leið verða fundin til þess að hann fari frá og færist upp í lávarðadeildina. Liklegasti eftirmaður Macmillans nú er án alls efa Richard A. Butler, sem verið hef- ur einn af höfuðleiðtogum flokksins um langt skeið og hafði forystu fyrir þeirn ungu íhaldsmönnum, sem blésu nýjum anda og nýjum krafti inn í stefnu flokksins og starf eftir kosningaósigurinn mikla 1945. Onnur líkleg forsætisráðherraefni eru Ian Macleod, leiðtogi flokksins í þinginu, Reginald Maudling, fjármálaráðherra og Edward Ileath, að- stoðarutanríkisráðherra. Þessir þrír eru hins vegar allir svo ungir, að ólíklegt er, að röðin komi að þeim fyrr en síðar. Möguleikar íhaldsflokksins til þess að halda þingmeirihluta sínum í næstu kosn- ingum hafa óneitanlega aukizt töluvert við lát Hugli Gaitskells, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem bii- inn var að vinna sér slíkt álit innan flokks síns og utan, að talið var orðið næstum víst að hann mundi sigra í næstu kosningum. Nú hefur viðhorfið hins vegar gjörbreytzt og alls ekki ólíklegt að íhaldsflokknum takist að vinna fjórða kosningasigur sinn í röð, ef ríkisstjórninni tekst að hleypa einhverjum krafti í atvinnulíf lands- manna á næstu mánuðum. Að minnsta kosti skyldi enginn gera ráð fyrir því fyrirfram, að það verði ekki Harold Macmillan, sem myndar ríkisstjórn Hennar hátignar að loknum næstu kosningum. Undrabarnið: „Mamma, hvaðan komu öll þessi leikföng?“ Móðirin: „Elskan mín, jólasveinninn kom með þau.“ Undrabarnið: „Kom hann með allt? Ivom hann með rafmagnsjárnbrautina, fótboltaskóna, skaut- ana . . . ?“ Móðirin: „Já, elsku hjartað mitt. Hann kom með það allt.“ Undrabarnið: „Nú, en má ég bara spvrja, mamma, hverjir í ósköpunum kaupa þá allt það, sem fæst í búðunum?“ FIIJÁLS verzlun 29

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.