Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 3
Vilhjálmur Þ. Gíslason: Upphaf íslenzkrar heildverzlunar Kæða flutt að Hótel Sögu 21. maí 1963 Það er ekki hversdagslega að maður sér á einum stað svo glæsilegt úrval úr niðurjöfn- unarskránni eins og hér í dag. Þegar ég lít yfir hópinn, minnist ég líka með mikilli ánægju þeirra mörgu ára, þegar ég var daglega sam- vistum í Verzlunarskólanum við marga gestina hér, sem síðan hafa gegnt hlutverki sínu í þjóð- félaginu með dugnaði og heiðri. Ég hef verið beðinn að tala hér um upphaf heildverzlunar á íslandi. Ég ætla að reyna það á þeim tíma, sem mér er settur. Annars er af þessu mikil saga. Tilefnið í dag er auðvitað 35 ára afmæli Félags íslenzkra stórkaupmanna. En íslenzk heildsala er mun eldri — frá því um og eftir seinustu aldamót. Það er næstum því furðulegt, að í þessum félagslynda bæ skuli hafa liðið um aldarfjórðungur áður en þessi stétt batzt félagsböndum, ekki sízt af því að félags- andi, bæði til hagsbóta og glaðværðar, var gam- all í hópi kaupsýslumanna, og af því að hin nýja stétt heildverzlunarinnar kom þangað með nýjar athafnir og átti innan vébanda sinna dug- mikla hugsjónamenn. Það var 7. febrúar 1927, að 15 stórsöluverzl- anir ákváðu fyrst að stofna með sér félag. Undir- búninginn önnuðust John Fenger, Arent Claes- sen og Björn Ólafsson. Eftir rúmt ár var form- lega gengið frá stofnun félagsins, 21. maí 1928. Þá voru 20 stórkaupmenn skráðir í félagið. For- maður varð Arent Claessen og með honum í stjórninni: Björn Ólafsson, ritari, Hallgrímur Benediktsson varaformaður, Ingimar Brynjólfs- son gjaldkeri og Magnús Th. S. Blöndahl, en í varastjórn John Fenger og Kristján Ó. Skag- fjörð. Endurskoðendur Eyjólfur Jóhannsson og Gísli Guðmundsson. Ekki virðist hafa farið sérlega mikið fyrir þessari félagsstofnun í bæjarlífinu og umtali manna. Ég held hennar sé ekki getið með einu orði í Verzlunartíðindum. í bæjarfréttum Morg- unblaðsins er lítil klausa 23. m.aí: Félag ís- lenzkra stórkaupmanna var stofnað hér í bæn- um í fyrradag. Aftur á móti er þar þessa dag- ana allstór grein með þessari fyrirsögn: Nýtt kaupmannafélag stofnað til þess að uppræta hverskonar óráðvendni í viðskiptum, óskilvísi og óheilbrigða samkeppni. Þetta var Félag mat- vörukaupmanna. Það er oft bæði skrítið og skemmtilegt að sjá eftir á hvað samtímanum hefur þótt athyglis- vert og fréttnæmt, það er ekki einlægt það sama, sem síðar reynist frjósamast. Annars er þetta allt undir hælinn lagt og virðist ekki ein- lægt háð neinu algildu verðmætislögmáli, held- ur einnig mati þeirrar sagnaritunar, sem um það fjallar og bjargar því frá gleymsku. Þann- ig lifa jafnvel smáatriði skemmtilegu lífi í sög- unni, líka í verzlunarsögunni. Snorri Sturluson var einu sinni verðlagsstjóri í Borgarfirði og deildi við kaupmenn, eins og slíkra er siður. Biskuparnir Ögmundur og Guð- brandur ráku heildverzlun, höfðu skip í förum. Jón Sigurðsson forseti afgreiddi í æsku sinni ný- lenduvörur niðri í Austurstræti, Matthías Joch- umson var innanbúðar vestur í Flatey. Slíkt gleymist auðvitað fyrir öðru meiru. En hvað munum við raunverulega nú frá upp- hafsárum íslenzkrar heildverzlunar? Þetta var um þær mundir, þegar Ingvar og Emilía fórust hér í ofviðri og Iðunn brann, verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað og síminn opnaður og bíósýningar byrjuðu. Á ár- unum, þegar íslenzk heildverzlun er að hefjast, er haldið fyrsta alþjóða verzlunarþingið í Lut- FBJÁLS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.