Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 22
Skipting kommúnistaflokkanna milli Rússa og Kínverja Hlynntir Sovétríkjunum Hlynntir Kína Klofnir Austur-Evrópa 7 1 (Albanía) Vestur-Evrópu 15 3 (Svíþjóð, Belgía, Ítalía) Asía 3 (Neapel, Mongolía, 8 (Japan, Malaya, 4 (Burma, Laos, Fillipseyjar) N- og S-Vietnam Ceylon, Indland) Austurlönd nær 8 N- og S-Kórea, Indó- Afríka 7 nesía, Cambodia) Mið- og Suður-Ameríka 18 2 (Brasilía, Mexikó) Önnur lönd 3 1 (Nýja Sjáland) Samtals 61 10 9 leppríkjum þeirra í Austur-Evrópu, (í þessari tölu eru meðtaldir 1.7 milljón júgóslavneskra kommúnista). Eftir eru þá um tvær milljónir flokksbund- inna kommúnista í öðrum heimshlutum. Telja má víst að Rússar njóti stuðnings flestra skráðra kommúnista í Vestur-Evrópu en beir eru um 1.8 milljónir og ennfremur er álitið að góður hluti þeirra sem kommúnista styðja í Mið- og Suður-Ameríku, en beir eru um 2.2 milljónir séu Rússum hlynntir í þessari deilu. í öðrum löndum heims eru um 50.000 flokks- bundnir kommúnistar og eru þeir að megninu til taldir styðja Rússa, a. m. k. sem stendur. Gefur ekki rétta mynd. Af þessum tölum er auðvitað ljóst hvers vegna Kínverjar vilja heldur hafa þennan hátt á þeg- ar metin eru styrkleikahlutföll flokkanna. En einnig þessi aðferð gefur ekki fullkomlega rétta mynd. í fyrsta lagi er ákaflega erfitt og stundum gjörsamlega ómögulegt að vita hvað sá hópur manna er stór í einum ákveðnum kommúnista- flokki, sem er Kínverjum hlynntur, þótt flokk- urinn að öðru leyti standi með Rússum. Þessi tala er sífelldum breytingum háð og oft bland- ast saman við þessi mál persónulegar deilur og flokkadrættir. Þeir sem með þessum málum fylgjast verða því að meta þetta eftir hinum mismunandi greinum sem um þessi mál birtast 1 málgögnum kommúnistaflokkanna. Önnur ástæða fyrir því hve erfitt er að meta þessi styrkleikahlutföll er sú, að þeir flokkar sem raunverulega fylgja Kínverjum að málum reyna samt sem áður að sigla milli skers og báru vegna þess að þeir gera sér grein fyrir því að hernaðarleg og efnahagsleg aðstoð til þeirra hlýtur fyrst og fremst að koma frá Rússum. Þannig eru þessu t. d. háttað með flokkana í Indónesíu, Norður-Kóreu og N-Vietnam. Flokkaskipting eftir litarhætti. Eitt ákaflega mikilsvert atriði í þessu sam- bandi er sú staðreynd að flokkaskiptingin fer í megindráttum eftir landfræðilegum línum. Kínverjar eru nefnilega að reyna að egna hina hörundslituðu kommúnista í Asíu og Afríku gegn hvítu mönnunum í Kreml. Þetta veldur forystu sovézka kommúnistaflokksins miklum áhyggjum. í hinu Opna bréfi miðstjórnar sov- ézka kommúnistaflokksins voru Kínverjar sak- aðir um að reyna að afla sér fylgis meðal fólks- ins í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku ,,á auð- veldasta hugsanlegan hátt“. Þessi viðleitni Kín- verja til þess að notfæra sér kynþáttavanda- málin í þessu sambandi er sérstaklega auðveld vegna þess að þessar hörundslituðu þjóðir búa yfirleitt við slæm lífskjör alveg eins og Kínverj- ar sjálfir. Rússar eru mjög hörundssárir fyrir þessari hlið mála og þetta er vestrænum þjóðum held- ur ekkert fagnaðarefni, því að Sovétríkin vilja umfram allt ekki láta það líta svo út að þau séu að reyna að ná samkomulagi við Vesturveldin af þessum sökum. Ekkert gæti orðið þeim til jafn mikils tjóns innan hinnar alþjóðlegu komm- únistahreyfingar. Rússar munu að sjálfsögðu gera allt sem þeir geta til þess að bera kommún- ismann á borð, sem framtíðina fyrir allar þjóð- ir, af hvaða kynþætti sem þær eru. Aðal yígvöllurinn í þessum efnum eru hin 1% FHJÁLS VEBZPUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.