Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 8
innréttuð var eftír andlát Ásgríms. Megnið af
myndlistargjöf hans stóð í bunkum upp við
veggi í vinnustofunni, og var orðið æði þröngt
um Ásgrím þar. Allar voru myndir þessar á
blindrömmum, og mikill fjöldi líka í römmum.
f kjallarageymslu fannst bunki af óinnrömm-
uðum olíumálverkum, og kom í ljós er hann
var athugaður, að í honum voru margar full-
gerðar dýrindis myndir. Þessi kjallari var ekki
nógu góð geymsla fyrir málverk. Húsið er gam-
alt, byggt 1928—29, og byggðu þeir það saman
Ásgrímur og Jón Stefánsson, höfðu sinn helm-
inginn hvor. Sigurður Guðmundsson arkitekt
teiknaði húsið, en Jónas Jónsson fyrrv. ráðherra
átti frumkvæðið að þessari byggingu, en Ás-
grímur hafði verið á hálfgerðum hrakhólum
með húsnæði. Var það því ómetanlegt fyrir
báða málarana að fá þarna góðan og fastan
samastað, bæði heimili og vinnustofu. Mun hvor
helmingur hafa kostað um 15 þúsund krónur,
og greiddi Ásgrímur lánið með málverkum. Á
þessum árum var lítið um peninga, og þá ekki
siður að eyða af litlu fé til vandaðra innrétt-
inga í kjallarageymslum. Engin hitalögn var í
kjallaranum, veggir án einangrunar og loftræst-
ing léleg. Eftir lát Ásgríms teiknaði Guðmund-
ur Guðmundsson arkitekt hiá húsameistara rík-
isins innréttingu að væntanlegri málverka-
geymslu í kjallaranum. Má segja að allt hafi
þar verið vísindalega gert, svo að sem bezt
mætti fara þar um listaverkin, og fékkst þar
ótrúlega mikið rúm fyrir myndir í ekki stærri
húsakynnum. Komið var fyrir hitalögn og öllu
því sem með þurfti til þess að geymslan yrði
sem öruggastur geymslustaður. En 1 gjafabréfi
Ásgríms er það tekið fram að listaverkin eigi
að varðveita og sýna í húsi hans þar til að
byggt verður nýtt listasafn yfir íslenzka list,
og gjöf Ásgríms verði veitt þar rúm sem henni
hæfir.
Myndahreinsun og kortaútgáfa
— En hvernig voru þessar myndir útlítandi,
sem þið funduð í kjallaranum?
— Flestar þeirra voru mjög óhreinar og sum-
ar skemmdar. Þetta voru myndir frá ýmsum
tímabilum, allt frá 1910. Skömmu eftir að Ás-
grímur andaðist, kom hingað til íslands á veg-
um Listasafns ríkisins konservator Poul Lunöe,
en hann starfar við Statens Museum for Kunst
Úr málverkageymslunni í kjallaranum
í Kaupmannahöfn. Fékk Ásgrímssafn hann um
leið til þess að skoða þessar myndir, og álit hans
var það, að þeim mætti bjarga. Og síðan þá hef-
ur Ásgrímssafn átt mikið og gott samstarf við
listasafnið danska. Undir handleiðslu þessa við-
gerða-snillings hefur margri perlu í safninu ver-
ið bjargað frá algerðri eyðileggingu.
— Kostar það ekki mikið fé að láta hreinsa
og gera við málverk, og hvernig fer safnið að
standa undir slíkum kostnaði?
— Jú, auðvitað kostar þetta mikið fé. En um
slíkt má ekki hugsa, þegar bjarga þarf lista-
verki frá tortímingu. Björgun dýrmæts lista-
verks verður ekki of dýru verði keypt.
Með gjöf Ásgríms fylgdi líka fjárupphæð er
notuð skyldi til styrktar safninu, en Ásgrími
var mjög umhugað að gjöf hans yrði ekki
baggi á ríkinu. Fyrir hluta þessa fjár var greidd-
ur allur kostnaður við innréttingu á málverka-
8
FRJAL8 VERZLUN