Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 21
AF ERLENDUM VETTVANGI Afstaða kommúnistaflokkanna til deilu Rússa og Kínverja (Deilur Rússa og Kínverja hafa vakið mikla at- hygli um heim allan að undanförnu. Hér fer á eftir grein, sem birtist í brezka stórblaðinu Sunday Times, en í henni er fjallað um afstöðu annarra kommúnista- flokka til þessara deilna.) Deilur Rússa og Kínverja jukust enn fyrir nokkru, þegar miðstjórn sovézka kommúnista- flokksins birti lista með nöfnum landa, þar sem Kínverjar hafa rekið undirróðursstarfsemi gegn Sovétríkjunum. Og ekki bætti það úr skák, þegar Krúsjoff lýsti Kínverjum sem „ofstækis- fullum stríðsæsingamönnum11 og aðvaraði þá um að hætta hinum „árangurslausu tilraunum“ til þess að koma fram breytingum á forystu sovézka kommúnistaflokksins. Fundirnir á Lenin-hæðum í Moskvu, sem haldnir voru til þess að reyna að jafna hinn hugmyndafræðilega ágreining flokkanna, hafa að flestra áliti aðeins orðið til þess að gera mönnum það ljósara en áður að deilur flokk- anna séu nú orðnar það hatrammar, að sættir muni ekki takast. Birting hinna „opnu bréfa“, sem miðstjórnir sovézka og kínverska kommún- istaflokksins sendu hvor annarri, bendir til þess að þess muni langt að bíða að haldinn verði fundur allra kommúnistaflokka heimsins á borð við Moskvu-fundinn 1960 en hann sátu fulltrú- ar frá 81 kommúnistaflokki. Slíkur fundur nú mundi aðeins verða til þess að gera klofninginn enn greinilegri og mundi jafnframt verða til þess að Kínverjar fengju tækifæri til að afla sér enn aukins stuðnings meðal annarra komúnistaflokka. Greinilegt er að grundvallarbreytingar eru að verða á hinni alþjóðlegu kommúnistahreyfingu. Þær stafa ekki aðeins af deilum Rússa og Kínverja. Árás Krúsjoffs á sovézka listamenn fyrr á árinu hef- ur valdið deilum innan kommúnistaflokkanna í Vestur-Evrópu. Þá er einnig tilhneiging til þess hjá sumum kommúnistaflokkunum að taka upp þjóðlegri stefnu en áður, svo er t. d. um flokk- ana í Indónesíu, ítalíu og Júgóslavíu. Taflan á næstu síðu gefur nokkra hugmynd um styrkleikahlutföll hinna stríðandi afla með- al kommúnistaflokka heimsins. í fljótu bragði virðist sem sovézki komúnistaflokkurinn standi þar með pálmann í höndunum. En Mao Tse Tung mundi aldrei fallast á, að styrkleikahlut- föll flokkanna væru metin á þennan veg, hann mundi með réttu segja að þessi tafla gefi ekki sanna mynd af hinu raunverulega ástandi. Kínverjar telja sér til fylgis helming flokks- bundinna kommúnista í heiminum. Önnur leið til þess að meta styrk þessara tveggja flokka innan hinnar alþjóðlegu komm- únistahreyfingar er sú að leggja saman fjölda þeirra flokksmeðlima, sem styðja hvorn aðilann um sig. Ef það væri gert fengjum við fram allt aðra mynd og Kínverjar mundi segja að hún væri hin eina og rétta. Skráðir meðlimir í hinum 87 kommúnista- flokkum sem starfandi eru í heiminum eru tald- ir vera um 42.500.000, sem er ekki há tala. Þegar það svo liggur fyrir að meðlimir kín- verska kommúnistaflokksins eru um 17 milljón- ir, hins indóneska um tvær milljónir, norður- kóreanska flokksins um 10 milljónir og flokksins í Norður Vietnam um hálf milljón, sjáum við að Kínverjar telja sér til fylgis um helming allra flokksbundinna kommúnista í heiminum, jafn- vel þótt ekki sé tekið tillit til stuðnings, sem þeir njóta í kommúnistaflokkum annarra Asíu- landa. Aðalstuðningur Rússa kemur frá hinum ellefu milljónum flokksbundinna komúnista í sjálfum Sovétríkjunum ásamt rúmlega átta milljónum meðlima kommúnistaflokkanna í FHJALS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.