Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 11
 ■ ACHTUNG! M Sie verlnssen jet/t j WEST-BERLIN i „Sérhver frjáls maðnr er borgari Berlínar“ Sá sem staddur var í Berlín miðvikudaginn 26. júní 1963, daginn sem John F. Kennedy for- seti Bandaríkja Norður-Ameríku heimsótti borg- ina, gleymir aldrei þeirri stóru stund, er tvær milljónir Berlínarbúa þyrptust út á götur, upp á húsþök og út í glugga, til þess að fagna fremsta leiðtoga hins frjálsa heims. Móttökurnar, sem forsetinn fékk voru slík- ar, að þeim verður ekki með orðum lýst og fékk engum dulizt, að hrifning Berlínarbúa var sönn og einlæg, hún kom beint frá hjartanu. Svipmyndirnar líða fram í hugann — for- setinn ávarpar gífurlegan mannfjölda á Ráð- hústorginu í Berlín og er hann endar ræðu sína með orðunum „Sérhver frjáls maður er borg- ari Berlínar, Ich bin ein Berliner“, ætlar allt um koll að keyra — forsetinn þögull og alvar- legur á svip við Smánarmúrinn hjá Branden- borgarhliðinu, þar sem leppar Ulbrichts hafa sett upp rauðar dulur daginn áður, til þess að varna honum sýn yfir í Austur-Berlín og Aust- ur-Berlínarbúum að sjá hann — forsetinn 1 Freie Universitet í Berlín, þar sem hann flytur sköruglega og þróttmikla ræðu og segir, að sú stund muni nær en margan gruni að hinar kúg- uðu þjóðir Austur-Evrópu öðlist frelsi á ný — forsetinn í Kongresshalle í Berlín, þar sem leið- togar verkalýðshreyfingarinnar afhenda honum FRJÁLSVERZLUN 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.