Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 15
náðir frelsis. Þeir voru skotnir 1 bakið af leigu- morðingjum Ulbrichts. Einn þeirra hét Peter Feuchter. Þeir létu honum blæða út í marga klukkutíma milli gaddavírsgirðinga og skrið- drekavarna, áður en hann var fluttur brott. Hvers konar fólk er bað sem hingað kemur, sér þetta og lætur ekki sannfærast? Við leggjum leið okkar að Checkpoint Charlie og inn í A-Berlín. Alls staðar hermenn og byssu- stingir. Þennan sama dag hafði Walter Ulbricht gefið út nýja tilskipun: Vegna árásarfyrirætl- ana heimsvaldasinna og kapítalista er 100 metra svæoi frá Múrnum inn í Austur-Berlín lokað af með gaddavír og skriðdrekavörnum. Innan þessa svæðis er öllum verzlunum, kvikmynda- húsum og veitingahúsum lokað. Fólkið, sem inn- an þessa svæðis býr verður að bera sérstakan passa til þess að komast heim til sín og heim- an. Vegna árásarfyrirætlana heimsvaldasinna og kapítalista. A-þýzki landamæravörðurinn verður þungur á brún, þegar hann sér vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna í passanum mínum. En tæplega verð- ur hún þýzka Alþýðulýðveldinu að falli og við göngum inn í A-Berlín. Neðanjarðarlest er ekki hægt að taka, það er búið að múra upp í inn- ganginn að þeim. Leigubílar sjást ekki og lítið um aðra bíla. Þetta er eins og að koma inn í dauðs manns gröf, engir bílar, ekkert fólk, ekk- ert líf. En mikið af gömlum húsum og rústum frá stríðsárunum. Þegar nær dregur miðborginni sjáum við ný hús í byggingu á stangli, en það er ekki unnið Kongresshalle í Berlín við þau og hefur ekki verið lengi, a. m. k. við sum þeirra. Við spyrjum fremur illa klæddan verkamann til vegar. Hann er greinilega ánægð- ur með að tala við okkur og er hinn hjálpleg- asti. Um leið og við þökkum honum aðstoðina hvíslar hann að mér hvort ég eigi sígarettur. Ég átti sígarettur og laumaði þeim í lófa manns- ins, sem gekk broshýr á brott. Inni í veitinga- húsi einu bið ég um Coca Cola. Það er ekki til. Afgreiðslustúlkunum finnst það greinilega mjög hlægilegt að beðið skuli vera um Coca Cola, þær eru sífellt flissandi og gefa mér auga með- an við stöndum við. í blaðaturni einum biðjum við um póstkort með mynd af Walter Ulbricht. Það er ekki til og gamla konan sem afgreiðir okkur gefur okk- ur illt auga. Hún er sjáanlega ekkert hrifin af Ulbricht. Við höldum áfram ferðinni og loks komum við inn í miðborgina. Þar eru seld dagblöð, sem skýra frá því, að ofsalegt blóðbað standi yfir í Bandaríkjunum vegna kynþáttaóeirða. Á Alexander Platz göngum við inn i bóka- búð og biðjum um póstkort með mynd af Ul- bricht. Það er ekki til og við erum greinilega ekki vinsælir viðskiptavinir. Nú erum við komnir á Frankfurter Allee og Karl Marx Allee, sem áður var kennt við Jósef Stalín. Hér hafa mikil hús verið byggð beggja vegna breiðrar götu. Þetta átti að vera sýn- ingargluggi kommúnismans í vestur. Húsin eru ljót, byggð í rússneskum tertustíl. Inn á milli þeirra sjáum við í rústir frá stríðinu, sem lauk fyrir 18 árum. Það gengur erfiðlegar að þurrka út minjar þess í austur-hluta borgarinnar en í hinum vestari. Þótt við séum komnir í hjarta borgarinnar er enn sömu sögu að segja. Engir bílar, ekkert fólk, ekkert líf. í A-Berlín búa rúmlega 1 milljón manna. Á þessum sólbjarta sumardegi var færra fólk á götum þessarar milljónaborgar en dag hvern í Austurstræti Reykjavíkur. Enn göngum við að blaðaturni og biðjum um póstkort með mynd af Walter Ulbricht. Kerl- ingin í turninum hnussar og segir það ekki vera til. Við föi'um inn í nokkrar búðir, utan af- greiðslufólksins eru þar engir. Ebki mikil við- skipti þann dag. Margir þeirra, sem komið hafa til annarra kommúnistaríkja hafa sömu sögu að segja af FRjAkS VERZMJN 15

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.