Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 16
Ernst-Reuter Platz
því hve fátt fólk sé jafnan á ferli, á hvaða tíma
dags sem er. Að ganga um A-Berlín er eins og
að vera í einhverjum óraunverulegum heimi.
Þetta er eins og illur draumur, sem því miður
er bláköld staðreynd.
Eftir að hafa loksins náð í póstkort með mynd
af Walter Ulbricht og sent bau kunningjum í
kommúnistahópi á íslandi, eyddum við einum
og hálfum kluk'kutíma í að ná í leigubifreið.
Hún var af árgerð, sem framleidd var í Þýzka-
landi fyrir stríð. Við biðjum bílstjórann að aka
okkur að Brandenborgarhliðinu. Þar er verið
að hengja upp rauðar dulur og við getum okk-
ur strax til um ástæðuna.
Meðan við ókum aftur að Checkpoint Charlie
virti ég fyrir mér bílstiórann okkar. Hann hef-
ur verið rúmlega fimmtugur að aldri. Búinn
að lifa tvær heimsstyrjaldir, nazisma og komm-
únisma. Svipur hans bar vott um vonleysi —
algjört vonleysi.
Fyrir okkur, sem búum svo fjarri fremstu
víglínu kalda stríðsins og við tiltölulegt ör-
yggi er lærdómsríkt að koma til Berlínar. Ef
okkur hættir kannski til að taka mark á frið-
mælum Nikíta Krússjoffs og finnst samkomu-
lag um takmarkað tilraunabann benda til
þess, að bjartari tímar séu framundan, þá verð-
ur Berlínarborg — báðir hlutar hennar — til
þess að opna augu okkar á ný. Það getur ekk-
ert lát orðið á kalda stríðinu, fyrr en fólkið í
A-Berlín og öðrum hlutum A-Evrópu hefur öðl-
ast frelsi sitt á ný. Við megum aldrei gleyma
því að þar búa tugmilljónir manna, sem neitað
er um sjálfsögð mannréttindi.
Við getum kannski ekki mikið gert þeim til
hjálpar í dag.
En það kemur dagur eftir þennan dag og ein-
hvern tíma, fyrr en seinna, kemur tækifærið.
SG
16
FRJÁLS VERZLUN