Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 5
Nokkru seinna bættust við íslenzk eimskip og bílar og mikil vélvæðing. Samfara þessu færð- ist nýtt líf í bókmenntir og fræði, komu ný fræðslulög og söfn, og ný myndlist og tónlist. Milli efnahagslífs og andlegs lífs liggja marg- ir þræðir. Það er ekki mitt verkefni hér að reyna að rekja neina verzlunar og menningarsögu, heldur blátt áfram að segja frá uppruna heild- verzlunarinnar, eins og ég hef gert. Rétt eftir aldamótin var gefið hér út mynda- spjald, sem átti að sýna framfarir íslands frá 1885 til 1902. Magn útfluttrar vöru hafði aukizt úr 5% í 10x/2 millj. kr., gufuskipaferðum milli Danmerkur og íslands fjölgaði úr 20 í 70 ferðir á ári og tekjur landssjóðs vaxið úr 960 þús. kr. í rúmar 2 milljónir. Þrjátíu árum áður hafði Einar í Nesi skrifað sínar frægu framfarahug- leiðingar. Þrátt fyrir þetta framfaratal — sem Benedikt Gröndal skáld dró oft dár að — var það mála sannast, sem Indriði Einarsson sagði, að sparnaðurinn var aldarandans einasti guð. Það hafði ekki einlægt verið eintómt erlent of- ríki, sem olli íslenzku verzlunarólagi, heldur líka íslenzkt framtaksleysi og trúleysi. íslend- ingar sátu við borð sömu verzlunarpólitíkur og áþekks harðræðis og ýmsir aðrir. Það var sem sagt ný stórútgerð og ný heild- verzlun, sem helzt breytti þessu öllu. Mönnum óx nýtt áræði og ímyndunarafl, fengu nýjan skilning á möguleikum lands síns og nýja út- sýn til umheimsins. Því skyldi samt ekki gleymt, að fyrir hið eig- inlega upphaf íslenzkrar heildverzlunar uppúr aldamótum höfðu verið gerðar ýmsar skemmti- legar tilraunir. Auglýsingar stækkuðu og juk- ust. Þorlákur O. Johnson hafði ensk verzlunar- sambönd og kom með nýja, fríska verzlunar- hætti. Björn Kristjánsson hafði þýzka umboðs- sölu í Reykjavík um 1896, kaupfélögin höfðu sambönd við enska heildsala og einnig Ásgeir Sigurðsson og Kristján Jónasarson. Seinna kom t. d. Andrés Guðmundsson og ýmsir fóru sölu- ferðir um landið, Páll Stefánsson, Chr. B. Eyj- ólfsson o. fl. og nokkrir íslendingar ráku heild- sölu erlendis og verzluðu hér, s. s. Jakob Gunn- laugsson og Guðm. Scheving Thorsteinsson. Ás- geirsverzlun var umfangsmikið verzlunar- og útgerðarfyrirtæki í Kaupmannahöfn og á Vest- fjörðum. Sumir öfiugustu gömlu kaupmennirn- ir á nítjándu öld höfðu að vissu leyti verið sínir eigin heildsalar og áttu sjálfir skip í förum til útlanda, allt suður á Spán. Það var stórt í ýms- um þessum körlum og stíll yfir þeim. Þeir gátu verið harðir fjáraflamenn, en líka örlátir og mildir. Þegar danskt gjaldeyrishrun kom að þeim óvörum, kveiktu þeir í pípum sínum með bankaseðlunum, en gullið, sem þeir fengu fyrir Spánarfiskinn, reiddu þeir undir sér í tösku. Einn þeirra lét sig hafa það að gefa hálfa tunnu silfurs í viðreisnarsjóð, einn verzlaði hér á 5 höfnum og réð 30 skipum og annar lét eftir sig 7 jarðir, alls 100 þús. ríkisdali, einn var sagn- fræðingur, veiðimaður og siglingamaður og hafði í skrifstofu sinni stórt bókasafn og 8 byss- ur og mörg sverð. Upphaf íslenzkrar heildverzlunar féll saman við mikið og frjósamt menningartímabil, eins og ég sagði. Um sumt hefði samband þar mátt vera meira en var. Samt lögðu kaupmenn ýmis- legt af mörkum, einn hélt hér uppi merkilegri menningarlegri félagsstarfsemi, annar reisti hér leikhús, einn kom upp stærsta einkabóka- safni samtíma síns og fleiri áttu stór blaða- og bókasöfn. Það varð líka fljótt á orði, að heild- salar væru tekjuháir og studdu hagfræðingar það. Sú skoðun kom þó einnig fram á þessum árum, m. a. hjá einu höfuðskáldi þjóðarinnar, að „afarfjölmenn stétt í landi voru (er) alls- endis óþörf, en það er kaupmannastéttin“. Kaupmenn hafa samt í ýmsu formi fram- kvæmda sinna komið mikið við íslenzka sögu frá upphafi og „til kaupmennsku veljast oft hinir beztu menn“ segir Konungsskuggsjá. í sögu þeirra sjálfra og í íslenzkri hagsögu hófst nýr þáttur með upphafi íslenzku heildverzl- unarinnar. Efir aldalanga verzlunarerfiðleika og erlend yfirráð eða beina kúgun, flutti íslenzk heild- verzlun miðstöð viðskiptalífsins alveg inn í land- ið, gerði verzlunina þjóðlega, arðvænlega fyrir íslenzkt þjóðarbú, fjölbreytta fyrir einstakling- ana svo að hún stuðlaði mikið að bættum lífs- kjörum í samvinnu við aðra kaupmenn. Hún opnaði ný innflutningssambönd og nýja mark- aði fyrir útflutninginn. Upphaf íslenzkrar heildverzlunar var einn heizti hyrningarsteinn nýs efnahags- og framkvæmdalífs í landinu. & FRJÁLS VERZLUN 5

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.