Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1963, Blaðsíða 6
Mynd af sumarsýningunni í vinnustofu Ásgríms Heimsókn i Ásgrimssain Rcztt við safnvörðinn, Bjarnveigu Bjarnadóttur Við brugðum okkur suður í Ásgrímssafn að Berg- staðastræti 74 til að hitta að máli safnvörðinn, frú Bjarnveigu Bjamadóttur, og leggja fyrir hana nokkr- ar spumingar um uppbyggingu safnsins, kortaútgáfu safnsins, sem mikla athygli hefur vakið, og gestagang- inn í sumar. Frú Bjarnveig hefur frá byrjun annazt vörzlu safnsins og látið sér einstaklega annt um, að þessari ómetanlegu gjöf, sem frændi hennar, Ásgrím- ur listmálari Jónsson, gaf þjóðinni eftir sinn dag, verði fullur sómi sýndur. Fer hér á eftir spjall okkar. Gjöf til þjóðarinnar — Hefur þjóðin metið það að verðleikum að Ásgrímur Jónssqn gaf henni hús sitt og heimili ásamt hinum mikla fjölda listaverka? — Þessari spurningu er vandsvarað til hlít- ar. En benda má á það, að þegar ríkið hélt sýn- ingu á listaverkagjöf hans í Listasafni ríkisins, að Ásgrími látnum, var aðsókn að sýningunni meiri en dæmi eru til hér. Skoðuðu sýninguna milli 20 og 30 þúsund manns. Virðist það benda til þess að sýningunni og gjöfinni hafi verið fagn- að. í sambandi við sýningar í húsi Ásgríms vil ég segja þetta: Mér hefir virzt að fólk hafi mikla ánægju af að koma í hið litla hús Ásgríms Jóns- sonar og skoða listaverkin, sem þar eru sýnd. Ásgrímur bjó einn 1 húsi sínu, og honum var kyrrðin og hið einfalda líf mikil nauðsyn. Heim- 6 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.