Frjáls verslun - 01.01.1964, Page 10
VERÐUR ÞETTA
SÍÐASTA HEIMS-
SÝNINGIN AF
ÞESSU TAGI?
Njáll Símonarson forstjóri Ferðaskrifstofunnar
Sögu er nýkominn heim úr Ameríkuferð, og var
ferðinni aðallega heitið til að skoða heimssýning-
una í New York, sem opnuð verður seinni partinn
í apríl. Báðum við Njál um að segja lesendum
Frjálsrar verzlunar sitthvað frá þessari stærstu
heimssýningu, sem haldin hefur verið til þessa, og
varð Njáll vel við þeirri beiðni.
— Hver voru tildrög að ferð þinni vestur um haf?
— Þannig var mál með vexti, að ég fékk boð
frá Pan American, American Express og Hótelsam-
bandi Bandaríkjanna um að koma vestur, heim-
sækja sýningarsvæði heimssýningarinnar og fleiri
staði á austurströnd landsins, sem hópferðir úr
öðrum löndum á sýninguna munu eiga kost á að
skoða. Þetta boð um að heimsækja sýningarsvæðið
áður en sjálf sýningin verður opnuð fengu ferða-
skrifstofumenn í öllum heimsálfum, alls nokkuð á
þriðja hundrað talsins, og vorum við þar vestra um
sama leyti. En ég var eini íslendingurinn í þessum
hópi. Tilgangurinn var að vekja athygli á heims-
sýningunni og benda okkur, sem vorum ýmist
stjórnendur ferðaskrifstofa eða aðrir framámenn í
ferðamálum, á sitthvað, sem vel kæmi fyrir okkur
að sjá með eigin augum áður en við sendum ferða-
hópa vestur eftir að sýningin verður opnuð. Þótt
flestir fari til að sjá sýninguna sjálfa, eru samt
líkur til, að margir, sem komnir eru langt að, vilji
nota tækifærið til að skoða fleira og ferðast nokk-
uð um landið áður en haldið er heim aftur, svo
sem að skreppa niður til Washington eða Florida,
jafnvel sumir alla leið vestur á Kvrrahafsströnd,
til Kaliforníu og víðar.
— Svo hefur verið farið með ykkur um sýningar-
svæðið þvert og endilangt. Hvar er það annars í
borginni?
— Þessi sýning er haldin á sama stað og heims-
sýningin 1939, úti á Long Island. En allar bygg-
ingar þeirrar sýningar voru þó löngu horfnar nema
sýningarhöll New York-borgar, sem verður notuð
aftur nú, að vísu eru einhverjar breytingar gerðar
á henni.
— En er þetta ekki feiknastórt svæði, eða hvað
hefur tekið langan tíma að koma þessu í kring?
— Undirbúningur hófst fyrir fjórum árum. Síðan
hefur ekkert smáverk verið unnið þarna á þessu
646 dagslátta svæði, þar sem búið er að reisa 175
sýningarhallir, skála og önnur mannvirki. Þarna
hafa unnið að staðaldri um átta þúsund manns, en
þegar við lituðumst þarna um, virtist geysilegt
verk enn óunnið, þótt allar byggingar væru komn-
ar undir þak. Enda voru sumir þar svartsýnir á,
að hægt yrði að ljúka verkinu áður en opnað yrði
22. apríl. Um miðjan janúar gerði feiknarlegt óveð-
ur á þessum slóðum, og það tafði framkvæmdir
um nærri hálfan mánuð. Fyrstu tvo dagana okkar
í New York var kafaldsslydda og ekki beint glæsi-
legt um að litast á sýningarsvæðinu, þar er mýrlent
og við óðum víða drullu upp fyrir ökla. En framá-
menn sýningarinnar töldu okkur ferðaskrifstofu-
mönnum trú um, að þar yrði allt tilbúið — hvað
sem það kostaði — þegar sýningin yrði opnuð
klukkan tíu árdegis sunnudaginn 22. apríl, þar yrðu
þá grænar flatir með útsprungnum blómum, sem
við óðum leðjuna í ökla.
— Iívað vakti helzt athygli eða hrifningu ykk-
ar á svæðinu?
— Þar er margt að sjá, sem er ævintýri líkast.
Við gengum t. d. í gegnum sýningarhöll General
Motors. Þar inni er svokallað „Futurrama“, eins
konar framtíðarsjá, því að þar er skyggnzt inn í
framtíðina, eins og þeir gera sér í hugarlund að
verði umhorfs í heiminum eftir mannsaldur, eða
Rætt við Njál Símonarson
forstjóra ferðaskrifst. Sögu
upp úr aldamótunum næstu. Við settumst upp
í vagna, sem ganga eftir teinum, og eftir að lagt er
af stað, ökum við framhjá þessum myndum, sem
þeir spá að verði hlutar af framtíðinni. Við förum
framhjá Suðurheimskautslandinu og sjáum, hvern-
ig þeir hugsa sér að koma upp mannabústöðum á
því Iítt fýsilega svæði, einnig hvernig græða megi
10
FáJÁÞS VERZPtTN