Frjáls verslun - 01.04.1964, Qupperneq 1
FRJALS VERZLUN
Vlg.: Frjáls Verzlun Útgáfufélag h/f
f \ Ritstjórur:
Giiiumr Hergmann
Stvrinir Guunarssoii
Ritnejnd:
Hirgir Kjiiran. loinmður
(iiiiiuar Magnússon
I'orvarúur J Júlíussnn
í ÞESSU HEFTI:
Islenzk útflutningssamtök
★
Viðtal við dr. Gylfa Þ. Gíslason
★
100 ára verzlunarafmæli Akraness
★
Viðtal við Harald Böðvarsson
★
Athafnamenn og frjálst framtak :
Þórður Þ. Þórðarson
★
Erlent yfirlit
★
Flugfélag Islands
almenningshlutafélag ?
★
O. FL.
★
Stjóm útgáfufélags
FRJÁLSRAR VF^RZLUNAR
Birgir Kjaran, formaður
Gunnar Magnússon
Sigurliði Kristjánsson
Þorvarður Alfonssou
Þorvarður J. Júlíusson
Pósthólf 1108
Víkingsprent hf.
Prentmót hf.
FRJALS
VERZLUN
23. ÁRGANGUR — 2. HEFTI — 1964
Islenzk útflutningssamtök
Nokkur eru pau félagssamtök hér á landi, sem starfa sér-
staklega að ýmsum greinum íslenzkrar útflutningsverzlunar.
Samtök þessi eru yfirleitt fyrst og fremst sölufélagsska-pur fram-
leiðenda. Slik sölusamtök hafa t. d. framleiðendur hraðfrysts
fiskjar, saltfisks og skreiðar stofnað með sér. Um kosti og ann-
marka þessara samtaka verður ekki rœtt hér að þessu sinni. —
Þá hefur hið opinbera og mikil áhrif á útflutningsverzlunina
með veitingu útflutningsleyfa, starfi opinhcrra nefnda, svo sem
útflutningsnefndar, síldarútflutningsnefndar og annarra verzl-
unar og viðskiptanefnda, sem skipaðar eru á vegum ríkisstjórn-
ar og ráðuneyta til sölusamningagerðar. Ekki skal heldur ótalið
það margháttaða starf, sem utanríkisþjónustan vinnur viða um
heim i þágu íslenzkra framleiðenda og útflytjenda. — Oll lýt-
ur þessi starfsemi beint að afurðasölunni sjálfri.
Aðrar þjóðir hafa skipulagt fyrirgreiðslu sina til handa út-
flutningsverzluninni á breiðari og almennari grundvelli, — þ. e.
a. s. ekki einskorðað skipulagsstarfið við söluna eina saman og
einstakar greinar útflutningsframleiðslunnar, heldur myndað al-
menn útflutningssamtök, sem öllum framleiðslugreinum, félög-
um og einstaklingum hefur verið heimill aðgangur að. Tilgang-
ur þessara útflutningssamtaka hefur ekki verið afurðasala, held-
ur leit nýrra markaða, kynning afurða landsmanna, þátttaka í
vörusýningum, útgáfa tímarita á erlendum málum og erind-
rekstur sem víðast um lönd, jafnframt sem fullkomnastri upp-
lýsingaþjónustu um innlenda framleiðslu erlendum kaupendum
til handa.