Frjáls verslun - 01.04.1964, Síða 4
er fullkomlega frjáls. En vegna þess að ekki er
hægt að fá öll afbrigði þeirra vörutegunda sem
keypt eru frá þessum löndum, þaðan, er nauð-
synlegt að heimila einnig nokkurn innflutning á
þeim frá öðrum löndum, en hann verður að vera
takmarkaður, vegna þess að annars er hætt við
að innflutningur frá Austur-Evrópu mundi
minnka of mikið. í raun og veru er það einung-
is innflutningur þessara vörutegunda, sem er
nú takmarkaðar með opinberum aðgerðum, að
því frátöldu að innflutningur landbúnaðaraf-
urða, sem framleiddar eru hér á landi er óheim-
ill. Er hér um að ræða þær vörur, sem eru á svo-
kölluðum glóbalkvóta og leyfi eru veitt fyrir,
en þær eru um 12% innflutningsins. Ef ekki
væri um að ræða útflutningshagsmuni okkar í
þessum löndum, hefði innflutningurinn eflaust
verið gefinn svo til alveg frjáls.
Þær gagngeru breytingar, sem orðið hafa á
innflutningsverzluninni hafa tvímælalaust orðið
neytendum til mikilla hagsbóta, ekki aðeins
vegna fjölbreyttara vöruúrvals og aukinna vöru-
gæða heldur hafa þær einnig haft mikil áhrif til
lækkunar á raunverulegu verðlagi, þótt ekki
komi allar slíkar verðlækkanir fram 1 vísitölu-
reikningi. Og það eru líka sannarlega kjarabæt-
ur fyrir almenning, þegar vöruúrval eykst og
vörugæði batna.
— Þess hefur orðið vart að undanfömu, að
Austur-Evrópulöndin hafa í síauknum mæli tek-
ið upp frjáls gjaldeyrisviðskipti við vestrænar
þjóðir. Hafa íslenzk stjómarvöld gert tilraunir
til þess að fá þann hátt upp tekinn í viðskiptum
okkar við þessar þjóðir? —
— Það er viðskiptum okkar við Austur-
Evrópulöndin sýnilega til trafala, að þau eru
á tvíhliða greiðslugrundvelli. Hitt væri án efa
heppilegra fyrir báða aðila, að viðskiptin gætu
í auknum mæli orðið á grundvelli gagnkvæmra
greiðslna í frjálsum gjaldeyri. Þá yrði verðlag
af beggja hálfu sem líkast heimsmarkaðsverði.
Sum Austur-Evrópulöndin hafa á undanförnum
árum í vaxandi mæli tekið upp slíka viðskipta-
hætti og teldi ég það mjög æskilegt að slíkt gæti
einnig gerzt í viðskiptum okkar við þessi lönd
en hljómgrunnur hefur enn ekki reynzt vera
fyrir þv. —
— Er verðlag á vörum sem við kaupum frá
Austur-Evrópu mun hærra en á sambærilegum
vörum vestan jámtjalds? —
— Ýmsar mjög mikilvægar vörur, sem við
fáum frá Austur-Evrópu og þá fyrst og fremst
frá Sovétríkjunum kaupum við beinlínis á heims-
markaðsverði, svo sem olíu og benzín. Um aðrar
vörur, sem ekki eru „standard”-vörur en boðn-
ar eru fram í fjölmörgum tegundum er auðvit-
að erfitt að segja. Almennt mun þó vera talið,
að verðlag á slíkum vörum, svo sem vefnaðar-
vöru, búsáhöldum og byggingarvöru, sé heldur
hærra frá Austur-Evrópulöndunum en frjáls-
gjaldeyrislöndunum ef miðað er við sambæri-
lega gerð og gæði.
Þess er þó einnig að gæta, að í þessum lönd-
um hefur verið hægt að fá nokkru hærra verð-
lag fyrir a. m. k. ýmsar útfluttar afurðir. Ein-
mitt þessi staðreynd, að bæði innflutningsverð
og útflutningsverð er nokkru hærra í viðskiptum
okkar við Austur-Evrópu en frjáls-gjaldeyris-
lönd, veldur því, að mjög erfitt er að bera þjóð-
hagslegt gildi þessara viðskipta saman við hlið-
stæð viðskipti við frjáls-gjaldeyrislöndin. Og
það er einmitt af þessum sökum, sem ég teldi
tvimælalaust heppilegra bæði fyrir okkur og
Austur-Evrópulöndin sjálf, að viðskiptin fari í
vaxandi mæli fram á frjáls-gjaldeyrisgrundvelli
einmitt til þess, að verðsamanburður og gæða-
samanburður yrði auðveldari frá báðum hlið-
um. —
—Hafa orðið miklar breytingar á aðalvið-
skiptalöndum okkar sl. áratug? —
— Fyrir 10 árum var útflutningur til Austur-
Evrópu stærri hluti af heildarútflutningnum en
í dag. Hann komst mest upp í um rúmlega þriðj-
ung af heildarútflutningnum, en er nú tæplega
fimmtungur. Hins vegar hefir orðið tilsvarandi
aukning á útflutningi til Bandaríkjanna og á
síðustu árum sérstaklega til Bretlands og Þýzka-
lands. Útflutningur til Afríku hefur og farið
vaxandi sl. áratug og er enginn efi á því, að
þangað er hægt að auka útflutninginn verulega.
Höfuðmarkaður íslendinga fyrir verðmestu
útflutningsvörur þeirra, hraðfrystan fisk í neyt-
endaumbúðum er nú og mun í framtíðinni án
efa vera í þeim löndum Norður-Ameríku og
Vestur-Evrópu, sem hafa eða eru að koma sér
upp fullkomnu kælikerfi og er nauðsynlegt að
íslenzkir útflytjendur sýni sem mesta árvekni á
þeim mörkuðum. —
— Erlendar þjóðir, sem byggja afkomu sína
(Frh. bls. 16)
4
FRJÁLS VERZLUN