Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Side 7

Frjáls verslun - 01.04.1964, Side 7
og vog á landinu, sem skip get urlagzt á, verk- in sýna merkin um það, að slíkur kaupstaða- fjöldi getur eigi staðizt, enda hafa meðnefndar- menn mínir ljóslega tekið það fram. Eg verð því að ráða hinu heiðraða Alþingi, eigi að rita konungi neina bænarskrá um þetta efni, að þessu sinni“. í sögu Akraness segir ennfremur: afstaða Halldórs Kr. Friðrkssonar var ekki ný í þessu máli. Hann virðist fyrst og fremst hafa skoðað sig sem fulltrúa kaupmanna í Reykjavík, sem auðvitað hafi talið þetta sitt síðasta vígi, sem verja þyrfti með öllum tiltækum ráðum. Framvinda þessa máls verður síðan sú, að á 26. fundi Alþingis hinn 7. ágúst 1863 er svo samþykkt álit meirihlutans. Aðaltillagan með 15 atkv. gegn 5, en varatillagan með 18 atkv. gegn 3. Er svo bænaskráin samin, og er megin- kjarni hennar, það sem fram kom í nefndaráliti meirihlutans. Segja má, að hér endi hin langa og erfiða bar- átta fyrir löggildingu verzlunarstaðar á Akra- nesi, og með opnu bréfi, hinn 16. júní 1864, er löggiltur verzlunarstaður á Akranesi, og Lamb- hússund ákveðin höfn fyrir kauptúnið, en ekki Krossvík, þótt þangað hafi bæði fyrr og síðar verið siglt flestum þeim stærri skipum, sem til Akraness hafa komið. Eg hefi hér að framan rakið nokkuð aðdrag- anda þessa máls, af honum verður séð, hin þrot- lausa barátta fólksins, og trú þess á holl áhrif frjálsrar verzlunar, hér er þó aðeins um að ræða, eina af mörgum myndum sögunnar, sem geymd- ar eru af baráttu þjóðarinnar fyrir auknu frelsi og sjálfstæði. Ósjálfstæð verzlun íslenzku þjóðarinnar er talin hafa átt mikinn þátt í falli þjóðveldisins á sínum tíma. Enda var það svo, að eitt helzta mál forystumanna í sjálfstæðisbaráttunni, þegar frá er talið pólitískt sjálfstæði, var frjáls verzl- un. Þeirra rök voru þau, að þjóðinni hefði vegn- að betur eða verr, eftir því sem slakað eða hert var á verzlunarf jötrunum. En þegar að því kom, seint á 18. öld, að einokunarfjötrunum var létt af þjóðini, var svo komið, að segja má að lausn- in hafi komið á óheppilegasta tíma, þjóðin var þá vanmegnug og stórlömuð eftir eldgos og harðinda ár, reyndin varð og sú, að íslendingar reyndust vanmegnugir að taka að sér verzlun- ina, og það er ekki fyrr en að sex árum liðnum, eftir að verzlunin hafði verið gefin frjáls, að fyrsti íslenzki kaupmaðurinn stofnsetur verzlun í Reykjavík. Sama sagan endurtekur sig á Akra- nesi, það er fyrst að átta árum liðnum, frá því að kauptúnið var stofnsett, sem fyrsti fasta- kaupmaðurinn sezt þar að, er það Þorsteinn Guð- mundsson, og ritar Ólafur B. Björnsson, all ítar- lega um hann í sögu Akraness. Áður en Þorsteinn Guðmundsson fluttist til akraness, mun hann hafa starfað eitthvað að verzlunarstörfum í Keflavík, en á Akranesi byggir hann stórt verzlunarhús, þegar á öðru ári, var það staðsett á Bakkalóð við Lambhús- sund. Þessu næst eru það bræðurnir Snæbjörn og Böðvar Þorvaldssynir, sem setja á stofn fasta verzlun, Snæbjörn 1875. Verzlunarhús hans stóð þar sem húsið Hofteigur stendur nú, og Böðvar byrjar verzlun sína 1881. Fyrstu tvö árin er verzlunin til húsa í íbúðarhúsi hans, sem enn stendur við Bakkatún, og tveim árum síðar, byggir hann sitt eiginlega verzlunarhús, það er á næstu byggingarlóð fyrir vestan íbúðarhúsið, stendur það hús einnig ennþá. Eru þetta einu verzlunarhúsin, sem enn eru við líði, og reist voru á fyrstu árunum eftir að Akranes var lög- giltur verzlunarstaður. Böðvar Þorvaldsson var sá þeirra fyrstu kaup- manna, sem rak verzlun sína um lengst árabil, eða rúmlega hálfa öld, hann hætti verzlun 1932, þá háaldraður. Allir miðaldra Akurnesingar muna Böðvar Þorvaldsson vel. Hann var talinn traustur og hygginn kaupmaður, sérstaklega reglusamur. Böðvar var svo bóngóður og óbág- Byggðasafn Akraness í Görðum. FRJÁLS VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.