Frjáls verslun - 01.04.1964, Blaðsíða 8
Höfnin á Akranesi
ur á að lána, svo að segja hverjum sem var,
að einstakt mátti telja.
Um þetta leyti byggja verzlunarhús á Nýja-
bæjarlóð, þeir félagarnir, Þórður Guðmundsson
á Háteig og Þorbjörn Jónasson frá Arnarholts-
koti í Stafholtstungum, það var ekki stór bygg-
ing, en þeir munu hafa rekið verzlun um nokk-
urra ára skeið.
Aðrir sem settu á stofn verzlun fyrir aldamót,
og ráku um nokkurt skeið, voru m. a. Thor Jen-
sen, Jón Guðnason, bræðurnir Oddgeir og Guð-
mundur Ottesen, en auk þess voru hér útibú
frá stórverzlunum í Reykjavík, Thomsenverzl-
un, og Edinborgarverzlun, en hvorugar þeirra
stóðu um langan tíma.
Síðan um aldamótin, hafa margir bæzt í hóp-
inn, yrði það of langt mál að fara nánar út í
þá sögu, en það má öllum ljóst vera, að með til-
komu hinna fyrstu fastakaupmanna á Akranesi,
eru vissulega þáttaskil í sögu byggðarlagsins.
Með tilkomu þeirra batnar hagur almennings,
þá skapast auknir möguleikar um sanngjarna
sölu afurðanna, og þá skapast aukið öryggi um
alla aðdrætti á þörfum íbúanna.
Um leið rísa myndarlegar byggingar af grunni,
og voru þau hús sízt minni, en hús sem reist
voru í Reykavík á þeim árum.
Það, sem mest hefur háð Akranesi, og því að
þar gæti talizt góð verstöð, eru hinir miklu erf-
iðleikar á að byggja örugga höfn. Um alllangt
árabil, leiddi það til þess, að mest öll útgerð
Akurnesinga, lagðist í burtu, og voru þá allir
hinir stærri bátar, gerðir út frá Sandgerði, yfir
vetrarvertíðina. Það voru Akurnesingarnir, Loft-
ur Loftson og Þórður Ásmundsson, annarsvegar,
og Haraldur Böðvarsson, hinsvegar, sem áttu og
ráku hinar miklu verstöðvar í Sandgerði á þeim
árum. Er það tímabil sérstakur kapítuli í sög-
unni, og hafði ótrúleg áhrif á alla útgerð hér
við Faxaflóa, og víðar um land. Enda var svo
8
F K J A L S V E K Z L U N