Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Síða 12

Frjáls verslun - 01.04.1964, Síða 12
Haraldur Böðvarsson í skrifstofu sinni. Á veggimm myndir af fiskibátaflota hans. & Co. Síðar keypti ég upp hluti hinna norsku félaga minna. Á þessum árum voru mikil við- skipti milli Noregs og íslands, þá og lengi síðan sigldu norsk vöru og farþegaskip milli landanna, Lyra og Nova. En á árunum fyrir og eftir 1920 keyptu Norðmenn svo að segja allt það magn, sem út var flutt af lýsi og hrognum, en þaðan var flutt inn hingað allt sem þurfti af timbri og fleiri vörum. Eimskipafélag íslands hafði áætl- un milli landanna, og við önnuðumst afgreiðslu þess í Noregi. Þessi viðskipti rak ég í átta ár, 1916—24, og á þeim árum bjuggum við hjónin í Reykjavík. Ég hafði keypt húsið að Suðurgötu 4, sem Halldór Jónsson bankagjaldkeri átti, en síðan seldi ég það Jóhannesi Jóhannessyni bæjar- fógeta. Og fyrsta veturinn okkar í Reykjavík, 1716—17, byggðum við Hallgrímur Benediktsson í sameiningu vörugeymsluhús við höfnina, þar sem Hafnarhúsið stendur nú og þó nær hafnar- bakkanum. En þegar við fluttumst aftur hing- að, seldi ég Hallgrími minn hluta í þeim bygg- ingum. Þó áttum við hjónin aðeins sumarbústað hér þangað til við fluttum hingað 1924. Ég byrj- aði ekki að verzla hér fyrr en 1932, þegar faðir minn hætti við sína verzlun og tengdafaðir minn Sveinn Guðmundsson, sem verið hafði hrepp- stjóri og veitt forsöðu Kaupfélagi Borgfirðinga. Ég kærði mig ekki um að hefja samkeppni við þá í verzluninni á staðnum. — En hvers vegna hófuð þér útgerð suður með sjó fremur en hér? — Það var mest vegna hafnarskilyrðanna, sem lengi fram eftir árum voru svo ákaflega slæm hér og því freistuðust menn til að búa sér aðstöðu á Suðurnesjum, og voru Akranes- bátar á vetrarvertíð í Sandgerði og Vogunum. En þegar kom fram undir 1930, fór þetta að breytast hér á Skaganum. Árið 1929 byggði ég fyrsta hraðfrystihúsið hér. Og síðan jukust bygg- ingar mínar jafnt og þétt eftir því sem nauðsyn krafðist. Það er svo um útgerð, að svo margt hleðst utan á þann atvinnuveg. Það eru viðgerð- ir af ýmsu tagi, trésmiðir, járnsmiðir og vélsmið- ir, nótahnýtingar og viðgerðir og sitthvað fleira. Ef þetta er ekki allt fyrir hendi á einum stað, má alveg búast við því að þetta fari meira eða minna í handaskolum og upp hlaðist tap á rekstr- inum. Það þarf ekki að taka nema eitt dæmi, 12 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.