Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1964, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.04.1964, Qupperneq 14
íbúðar- og verzlunarhús Böðvars Þorvaldssona íbúðarhúsið nær, þar sem Haraldur ólst upp. Fjær er elzta verzlunarhús á Akranesi, þar sem Böðvar verzlaði í meira en hálfa öld. að þeir þurftu alltaf að vera að lesa sig til, voru ekkert annað en loddarar. Við gáfumst upp á þeiri útgerð, en hún kostaði víst milljón. Nú, svo höfum við verið að gutla við niðursuðu, seld- um talsvert af kavíar, eða niðursoðnum þorsk- hrognum til Grikklands og Englands og gerum enn. Margar tilraunir gerðm við til að niður- sjóða síld til útflutnings, en það hefur ekki enn blessazt, reynzt of dýrt. Þótt varan sé niðursoð- in og reynist samkepnisfær hvað gæði snertir, er sagan ekki nema hálfsögð. Það þarf ekki að ætla sér að setja vöruna á heimsmarkað nema verja öðru eins fiármagni í auglýsingar og kost- ar að framleiða vöruna. En við byrjuðum að vinna karfa hér, og það liðu tvö ár þangað til aðrir létu sér til hugar koma að hefja karfa- vinnslu. Þetta atvikaðist nú þannig, að til okk- ar kom Ameríkumaður, sem hér var á ferð. Hann gekk í gegnum húsin hjá okkur og sá fáeina karfa liggjandi á gólfinu og varð að orði. „Hvað, ég get ekki betur séð en þarna liggi „Ocean perth“, og það er nú ein eftirsóttasta fisktegund hjá okkur í Bandaríkjunum. Þetta ættuð þið að verka og senda okkur vestur.“ Það var nú byrj- unin. Líkt var það um humarinn, sem til einskis þótti nýtur til skamms tíma. Það var einstöku íslendingur, sem komizt hafði á bragðið í út- löndum og vissi, hvílíkur herramannsmatur humarinn er. Ég man t. d. eftir þegar ég var í Sandgerði, þá var Kristín Thoroddsen hjúkr- unarkona að starfa þar á vegum Rauða kross- ins. Hún komst að því að þeir veiddu stundum humar og fleygðu honum jafnóðum fyrir borð því að hann þótti ekki mannamatur. Og Kristín fór að biðja þá að gefa sér einn og einn í soðið, sem þeir gerðu, þó að þeir botnuðu ekki í slíkri matarlyst. Nú er þetta ein verðmætasta útflutn- ingsfisktegund okkar. Svona gætum við haldið áfram endalaust. Það eru miklir framtíðarmögu- leikar, sem þetta land á og margir ónotaðir til þessa dags. — Hverju teljið þér helzt að þakka velgengn- ina í atvinnurekstri yðar? — Það eru aðstæðurnar og tíminn, sem skapa þetta, sagði Haraldur rétt til si svona, þessi út- gerðarsnillingur, sem tæpast á sína líka í land- inu. G. B. 14 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.