Frjáls verslun - 01.05.1965, Blaðsíða 9
Merkilegt
brautr yðj endastarf
útgefenda
Iceland Review
í síðasta hefti tímaritsins „Iceland Review,, ritar
Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra, stutt ávarp sem
hann nefnir „Brcaking the Isolation“ — einangrun-
in rofin. Á ráðherrann þar við brautryðjendastarf
íslenzku flugfélaganna, — en þessi orð hans eiga
að vissu leyti erindi við tímaritið sjálft, sem nú
hefur verið gefið út í tvö ár samfellt. Iceland
Review hefur á sínu sviði unnið merkilegt braut-
ryðjendastarf og vissulega orðið til þess að rjúfa
einangrun landsins á sviði aðgengilegra upplýsinga
um það, fólkið sem það byggir og atvinnuhætti
þess. Er „Iceland Review“ hóf göngu sína má segja
að um langt skeið hafi ríkt algjört ófremdarástand
í þessum efnum, og má segja að raunar einu að-
gengilegu upplýsingarnar um land og þjóð liafi
verið að finna í bæklingum flugfélaganna, auk nokk-
urra annarra bæklinga svo sem „Facts About Ice-
land“. Um beina og óbeina kynningu á viðskiptum
íslands almennt var þó alls ekki að ræða fyrr en
útgáfa Iceland Review hófst, en að henni standa
tveir ungir rnenn, áður skólafélagar, síðar sam-
starfsmenn í blaðamennsku, þótt sinn væri á hvoru
blaðinu, Morgunblaðinu og Tímanum. Þeir eru Har-
aldur J. Hamar, blaðamaður á Morgunblaðinu, og
Haraldur J. Hamar og Hexmir Hannesson
Heimir Hannesson, nú lögfræðingur hjá Seðlabank-
anum. Þótt tímarit þeirra sé enn ungt að árum,
hefur það þegar sannað ágæti sitt og þá þörf, sem
á útgáfu þess er, og að öðrum tímaritum hérlend-
um ólöstuðum, má ugglaust telja það hið vandað-
asta að gerð og öllum frágangi.
Við hittum fyrir skömmu Ilarald og Heimi að
máli og ræddum við þá um stund um Iceland
Review.
— Hvað kom til að þið félagar réðust í þessa
útgáfu?
— Það var fyrst og fremst það, að við höfðum
orðið þess varir á ferðalögum okkar erlendis — sem
straumsins á þjóðarbúskapinn, hvaða áhrif hann
hefur á atvinnustigið og víxlverkanir hans við aðr-
ar atvinnugreinar. Hver er arðsemi af móttöku og
fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn borið saman
við arðsemi annarra atvinnugreina? Fyrirgreiðslu
við erlenda ferðamenn á því aðeins að annast að
að því sé hagur. Að fenginni jákvæðri niðurstöðu
ber síðan að leita að hagkvæmustu leiðinni til að
hagnýta þennan markað, byggja á ráðin um hag-
kvæmustu fjárfestingu og staðsetningu hennar.
Þannig gæti hún orðið liður í byggðaáætlunum, og
aukinni velferð.
FRJÁI/S VKRZLTJN
9