Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 12
Sfórhöföingleg gjöf til Yerzlunarráðs íslands
Páll Stefánsson frá Þverá og kona hans ánafna því öllum eignum sínum
Þann 26. ágúst 1952 lézt í Reykjavík Páll Stefáns-
son, stórkaupmaður frá Þverá. Áður en hann lézt,
hafði Páll og kona hans, frú Hallfríður Stefánsson,
fædd Proppé, skýrt Verzlunarráði íslands svo frá,
að þau hjónin myndu ánafna Verzlunarráðinu öll-
um eignum þeirra, að því hjónanna, sem lengur
lifði, gengnu. Páll lézt eins og fyrr getur í ágúst
1952, en á sl. vori andaðist frú Fríða Stefánsson.
Kom þá í Ijós erfðaskrá þeirra hjóna, dagsett 6.
maí 1942, þar sem þau ánafna Verzlunarráðinu
eignum sínum, og skulu þær renna til stofnunar
sérstaks sjóðs, sem styrkja á unga verzlunarmenn
til náms í verzlunarfræðum erlendis.
Á aðalfundi Verzlunarráðs Islands 28. maí 1953,
skýrði þáverandi formaður þess, Eggert Kristjáns-
son, stórkaupmaður, frá hinni höfðinglegu gjöf
þeirra hjóna, og sagði þá m. a.: „Ég hygg, að flestir
okkar, sem hér eru saman komnir, höfum þekkt
Pál heitinn Stefánsson og þann brennandi áhuga,
sem hann hafði fyrir málefnum verzlunarstéttar-
innar og þá fyrst og fremst fyrir því að frjáls verzl-
un mætti jafnan ríkja hér á landi. Hann var einnig
mjög áhugasamur um velferð og hag Verzlunar-
skóla íslands og fór eigi dult með þá skoðun sína,
að vel menntuð verzlunarstétt væri metnaðarmál
hverrar þjóðar og góð verzlunarmenntun væri
undirstöðuatriði þess, að stéttin gæti leyst starf sitt
af hendi í þágu alþjóðar á þann hátt, sem bezt
verður á kosið, en eins og ég sagði áðan var algert
frelsi í verzlun og viðskiptum hans hjartans mál.“
Páll Stefánsson var fæddur 18. maí 1869 að Þverá
í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann starfaði
m. a. við Thomsensverzlun í Reykjavík, var um
tíma umferðarsali, en sneri sér síðan að verzlun með
bíla og bílahluti, og var sú verzlun fyrsta og elzta
sérverzlun landsins í sinni grein.
Frú Fríða Proppé Stefánsson var fædd 7. marz
1881, dóttir Claus E. D. Proppé, fyrsta bnkara-
meistarans í Hafnarfirði.
Hér er á eftir birt erfðaskrá þeirra hjón óstytt,
svo og stutt æviferilságrip Páls Stefánssonar, sem
hann tók sjálfur saman á 76. afmælisdegi sínum
1942.
Erfðaskráiii
„Við undirrituð hjón, ég P. Stefánsson frá Þverá
og ég Hallfríður Stefánsson, fædd Proppé, sem eig-
um enga afkomendur, gjörum hérmeð svofellda
ARFLEIÐSLUSKRÁ:
Hvort okkar sem lengur lifir skal erfa Jiað, sem
fyrr deyr, að öllum eignum þess, föstum og lausum.
Eftir lát þess okkar, sem lengur lifir, skulu allar
skuldlausar eignir dánarbúsins ganga til Verzlunar-
ráðs íslands. Skal Verzlunarráðið stofna sjóð af
erðafjármununum, sem nefnist Sjóður Fríðu Proppé
og P. Stefánssonar frá Þverá.
Fjárhagsár sjóðsins skal teljast frá 7. marz ár
hvert til jafnlengdar næsta ár, og stjórnar Verzl-
unarráðið sjóðnum og annast um ávöxtun fjármuna
hans, á sem tryggilegastan hátt. Verði fjármunir
dánarbús arfleiðanda þess, er lengur lifir, að ein-
hverju leyti fasteignir eða verzlun í rekstri, skal
Verzlunarráðið annað hvort sjá um að ná sem mest-
um arði af fasteigninni og reka verzlunina áfram á
sem haganlegastan hátt, eða selja þessar eignir
þannig,, að sem bezt verð fáist fyrir þær, allt eftir
því sem vænlegast má telja fyrir sjóðinn. Þó má
hvorki verzlun né fasteignir búsins komast í hendur
neinnar einkasölu né samvinnufélags til eignar né
umráða.
Verzlunarráðið annast um styrkveitingar úr
12
FRJÁLS VBRZIjTTN