Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 14

Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 14
arfleiðsluskrá eða dánargjörningi ráðstafa eignum þeim, er það fær samkvæmt þessari arfleiðsluskrá, og ekki getur heldur annað okkar breytt ákvæðum hennar í lifanda lífa okkar beggja nema með sam- þykki hins. Reykjavík, 6. maí 1!)42.“ Æviágrip Páls Stefánssonar Ég er fæddur 18. maí 1869 að Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Alinn upp hjá Jóni hrepp- stjóra Jóakimssyni Dbrm. og bónda þar og föður- systur minni Bergljótu Guttormsdóttur. Föðurætt mín er úr Múlasýslum, fjölmenn ætt þar. Ég er 38. maður frá Miðfjarðar-Skeggja. Móðurætt mín er einnig úr Múlasýslum. Þó ekki geti talizt fjölmenn þar. Standa að henni Icngra fram bæði þingeyskar og Rangæingaættir. Gætir þar fyrst ættar Eyjólfs Ásmundssonar ísfeld, sem fædd- ur var 1763 á Kollabæ í Fljótshlíð, og Guðmundar Magnússonar hreppstjóra á Bessastöðum í Fljóts- dal. Guðmundur var svo gott skáld, að hann laug ættina hreina um marga ættliði. Guðmundur var faðir Jóns föður móður Þorbjargar móður Jóns Ólafssonar ritstjóra og skálds. Uppeldi mitt í æsku varð undirstaðan undir öllu lífi mínu. Það var blátt áfram vinnumanns og bónda uppeldi. Heimilið var eitt af beztu heimilum á Norðurlandi og þó lengra væri leitað. En í þá daga voru góð heimili nokkurs konar bændaskólar. eins og sagan sannar. Vinnumenn útskrifaðir af slíkum heimilum urðu áhugasamir fyrirmyndar bændur, sem þola fullkominn samanburð við þá, sem nú út- skrifast úr hinum meira og minna pólitískum bún- aðar- og íþróttaskólum, sem þcir með styrkveiting- um eru keyptir til að fara á. t æsku naut ég lítillar bóklegrar fræðslu, anna- arrar en hinnar löglskipuðu barnafræðslu í reikn- ingi og barnalærdómskveri (H.H.), sem ég þó aldrei lauk við. Komst með litlum áhuga yfir 30 tima í dönskunámsbók Þorsteins Egilssonar — var þá 12 ára. Ekki stóð á því, að mér hefði verið veitt meiri fræðsla ef ég hefði látið einhverja löngun í ljós til þess, en sjálfur stóð ég í þeirri meiningu að ég hefði engan tíma til þess fyrir öðrum störfum sem ég hafði áhuga á. Allur hugur minn frá því ég var 10 ára og ég byrjaði fyrst á fjárgæzlu snerist um bú- skapinn, en sérstaklega um sauðfjárrækt og hey- skapinn. Ég vann við búið þangað til ég var 25 ára að aldri — án kaups, en hafði allt sem ég þurfti. En þegar fóstri minn dó og búinu var skipt, fékk ég kr. 270,00 sem kaupgreiðslu. Leysti ég þá lausa- mennskuleyfi sem svo var kallað, til þess að geta óátalið verið frjáls allra minna ferða. í fastri vinnumennsku var ég aldrei eftir það, þó mér byðist það. Tvo síðustu veturna sem ég var í sveit var ég vinnumaður hjá hinum ágæta manni Torfa í Ólafsdal, sem var mér bæði til gagns og ánægju. Var ég þá orðinn 30 ára. Ég hafði alla tíð verið ákveðinn í því að verða bóndi, en helzt ekki úr Þingeyjarsýslu fara. En þar sem ég eygði ekkert jarðnæði fáanlegt, sem fullnægði fordildarfullum kröfum mínum, þá breytti ég að nokkru um stefnu og fór í óvissu til Reykja- víkur 1901, þó áyveðinn í því að snúa mér að al- mennum kaupsýslustörfum, sem er náskyldust allra starfa búsýslustörfum, því enginn bóndi getur orð- ið góður bóndi utan hann sé jafnframt góður kaup- sýslumaður. Þegar ég kom til Reykjavíkur var ég svo láns- samur að komast strax að sem starfsmaður við stærstu verzlun landsins sem þá var H. Th. A. Thomsen verzlun, og var Ditlev Thomsen, hinn mesti ágætismaður, þá eigandi hennar. Við þá verzl- un starfaði ég í 4 ár, eða þar til ég gerðist umferða- sali fyrir enskt bómullarvöru-firma, í Manchester á Englandi. Tók ég við því starfi af Kristjáni Jón- assyni, sem var fyrsti farand- og umboðssali á landinu. Fyrir þetta enska félag starfaði ég til árs- ins 1914, en þá urðu af ófriðar ástæðum nokkrir erfiðleikar á því að halda uppi þessum viðskiptum, og byrjaði ég þá sjálfstæða verzlun, f\Tst með bóm- ullarvörur, en jafnframt verzlun með bíla, en hætti bómullarvöru-verzluninni 1920 og hefi síðustu 25 árin eingöngu rekið verzlun með bíla og hluta til þeirra. I dag er ég 76 ára. Reykjavík, 18 maí 1945. R. Stefánsson (sign.)“ Það var greinilega um mjög alvarlega umkvörtun að ræða. Verzlunarstjórinn fékk i heimsókn eldri konu með arnarnef, sem þusaði látlaust og reiði- lega í 20 mínútur áður en hann komst að. Loks sagði verzlunarstjórinn þreytulega: — Gerið þér yður ánægðar með að við greiðum yður peningana aftur, skjótum afgreiðslustúlkuna og gefum yður nýja blússu? 14 FHJÁL8 VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.