Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 17

Frjáls verslun - 01.05.1965, Page 17
á afniæli stúkunnar. Og Páll stóð við sitt og hafði opið þennan dag. Ekki man ég hvort verzlun var ýkja mikil, en hann var ekki vanur að láta sitja við orðin tóm. Var fyrirtæki hans víst það eina, sem opið var í bænum þennan dag. Var þetta mikið umrætt í bænum, og úr þessu var hann oft kall- aður „Páll Stefánsson sem ekki lokar frá Þverá“. Sama ár og þetta gerðist var gerður grínbragur um menn og málefni í borginni, og var þessi nafngift í einni hendingu hans, og varð bx-átt fleyg. En Páli var fyllsta alvara með þessu öllu. — Páll gekk til vinnu meðan hann gat staðið. Hann var xnjög bakveikur á seinni árum, en samt gekk hann til vinnu til hins síðasta. Hann lét ekki í minni pokann í þessu fremur en öðru, sagði Björn Hallgrímsson að lokum. Egil Guttormsson, stórkaupmann, hittum við stundarkorn að máli í skrifstofu hans að Vonar- stræti 4, en Egill kynntist Páli Stefánssyni í störf- um sínum fyrir Verzlunarráð. — Páll Stefánsson var um rnargt maður sérkenni- legur, sagði Egill. — Á fyrstu árum verzlunar sinn- ar hér í Iteykjavík ók hann t. d. vörum sínum milli vöniafgreiðslu, verzlunar sinnar og pakkhúss á handvagni. Sumum þótti þetta skrítið, en Páll kippti sér ekki upp við það. Hann var sveitamaður í húð og hár og fór ekki troðnar slóðir. — Sem dærni má nefna, að á árum heimsstyrj- aldarinnar fyrri fór hann í verzlunarerindum til Ameríku. Þótti ýmsum það harla einkennilegt, því Piíll kunni litið í ensku og var ekki læi'ður maður. En hann bjargaði sér samt í Vestui-heimi, og gerði þau viðskipti þar, sem hann ætlaði. Á þessum sömu styrjaldarárum sló hann í sundur alla umbúðakassa sem verzlun hans fékk, nagldró þá og hirti naglana. Nú, þar kom að landið varð gjörsamlega saumlaust, en þá átti Páll t.vær tunnur af saumi af ýmsum stærðum, sem hann mun hafa gefið mönnum, sem á þurftu að halda. Þetta sýnir vel nýtni hans og fyrirhyggju. Hann notaði ekki tímann í slark og skemmtanir, heldur varði hann frítíma sínum á kvöldin til þessa, enda vanur því úr sveitinni að tína hagalagða og gjörnýta hlutina. — Kynni mín af Páli Stefánssyni voru einkum í gegnum Verzlunarráðið. Ég vann þá í frístundum fyrir Verzlunarráð og Verzlunarskólann, og safnaði m. a. fé til þess að standa straum af hallanum á skólarekstrinum. Mér er það minnisstætt að á fund- um Verzlunarráðs var Páll Stefánsson ávallt fyrstur til að leggja fram fé, og var þá ósínkur, ef hann taldi vei'zlunai-stéttina þurfa á því að halda. Verzl- unai'stéttina bar hanix rnjög fyrir brjósti eins og arfleiðsluskrá hans ber ljóslega með sér. — Segja má, að Páll hafi verið dáiítið einrænn í aðra röndina, en annars vorum við jafnan góðir vinir, enda báðir að norðan, og ekki með öllu laust við að hægt væri að finna með okkur skyldleika langt aftur í ættum. En hann var fastur fyrir, og ekki hægt að þoka honum ef svo stóð á. Á fundum Verzlunarráðs flutti hann aldrei í'æður, en greip e. t. v. inn í umræður og sagði skoðanir sínar i einni eða tveimur setningum, og síðan stóð það. Hann var ekki langorður maður. — Páll xnun hafa verið fyrsti maðurinn, sem fékk hingað til lands erlendan sérfræðing í bíla- viðgerðum, og stai-faði sá maður í töluverðan tíma hjá honum við viðgerðir á Fordbílum. — Páll þótti sérkennilegur um margt, og m. a. vakti höfuðfat hans athygli margra. Hann gekk jafnan með brúnt kaskeiti, en aldrei með hatt. Vissulega setti hann svip sinn á bæinn, sagði Egill Guttormsson. Biskupinn af Graz sendi nýverið út hirðisbréf, þar sem hann ræddi m. a. um hina tíðu hjónaskiln- aði. í bréfinu segir m. a.: — I heilagri ritningu stendur, að menn skuli elska náungann. Þetta gildir einnig fyrir þá sem eru giftir. ★ Presturinn var að hugga urn ekkjumanninn. — Þér skuluð hugsa um, að kona yðar slær nú hörpu með englum. — 0, ég gæti betur ti'úað að hún slái englana með hörpunni. ★ Ólafur var mikill háðfugl. Er hann kom á dög- unum inn í veitingahús í Kaupmannahöfn, sem auglýsir „Allt í smurbrauði", kallaði hann á þjón- inn og sagði: — Ég vil gjarnan fá franskbrauðssneið með ástr- ölskuxn strút í kavíar. — Sjálfsagt, svaraði þjónninn og hvai'f fram í eldhús eins og ekkert hefði í skorizt. Tíu mínútum síðar kom hann aftur tómhentur. — Því miður, herra minn. Franskbrauðið er búið! FHJÁLS VERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.