Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Side 18

Frjáls verslun - 01.05.1965, Side 18
Dr. Jón Gíslason, skólastióri: r Verzlunarskóli Islands sextíu ára 1905-1965 Verzlunarskóli íslands varð sextuyur á þessu ári. í því tilejni er hér birt rœða dr. Jóns Gíslasonar, skólastjóra, er hann jlutti við sctningu skólans í haust. Verzlunarskóli íslands var, sem kunnugt er, stofn- aður árið 1905. Verður hann því sextugur á þessu ári. Skólastarfið hófst 12. október 1905. Fimmtugsafmælis skólans var minnzt á svo veg- legan og myndarlegan hátt árið 1955, að það mætti ofrausn kalla, ef efnt væri til sérstakra hátíða- halda nú, aðeins að 10 árum liðnum. Þá var m. a. gefið út allstórt minningarrit, hátíðleg setningar- athöfn fór fram í Þjóðleikhúsinu, lagðir Aroru blóm- sveigar á leiði látinna skólastjóra og sérstök út- varpsdagskrá var skólanum helguð um kvöldið, auk þess sem athöfninni í Þjóðleikhúsinu var útvarpað sérstaklega. Að kveldi hátíðadagsins, sem var laug- ardagurinn 15. október, voru veizlur haldnar að Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu. Þóttu öll þessi hátíðahöld hafa farið fram með miklum myndar- brag. Nú, á sextugsafmæli skólans, mun samt engan veginn þykja óviðeigandi að árna honum heilla, þó að í fáum orðum sé. Var raunar þessara tímamóta að nokkru getið við skólaslit í vor. Er vér erum staddir í áfanga sem þessum, gefst. oss einnig færi á að líta um öxl til liðinna daga og jafnvel getur oss stundum órað fyrir hinu ókomna, sem framtíð- in ber í skauti. Þegar þjóð vor hafði loks öðlazt hið langþráða verzlunarfrelsi, kom brátt í ljós, að landsmenn voru ærið varbúnir að hagnýta sér það, af því að þá brast þekking á verzlun og viðskiptum. Illu heilli liðu svo margir áratugir, að eigi var hafizt handa um að ráða hér bót á með innlendum skóla. Mun sá dráttur hafa orðið þjóðinni ærið dýr. Um aldamótin 1900 fer loks að rofa til. Þá er gerð tilraun til að halda uppi kveldskóla í verzl- unargreinum hér í Reykjavík. Forvígismaður þess- arar hreyfingar var Þorlákur O. Johnsen, kaup- maður, sem um margt var á undan sinni samtíð. Fyrir sameiginlegt átak Kaupmannafélagsins og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur var Verzlunar- skóla íslands loks komið á laggirnar árið 1905. Skólinn var í fyrstu tveggja ára skóli, sem skipt- ist í efri og neðri deild. Auk þess var starfrækt við hann undirbúningsdeild. Fyrstu nemendur skólans voru brautskráðir árið 1907. Aðalnámsgreinir skól- ans voru íslenzka, erlend tungumál, reikningur og bókfærsla. Á þessum grundvelli starfaði skólinn til ársins 1926. Þá var námið lengt um einn vetur. Verzlunar- skólinn var þá orðin þriggja ára skóli, auk undir- búningsdeildar, sem var kvöldskóli. Enn var skólinn Iengdur um einn vetur árið 1935, gerður að fjögurra vetra skóla, auk undir- búningsdeildar. Var framhaldsdeild einnig starf- rækt um tíma fyrir þá, sem lokið höfðu burtfarar- prófi úr 4. bekk. Er viðskiptadeild var stofnuð við Háskóla fs- lands, þótt einsætt, að góðir nemendur úr Verzl- unarskóla íslands yrðu að fá þar tækifæri til fram- haldsnáms, enda væru engir nemendur í landinu betur undir slíkt nám búnir. Leiddi þessi þróun til stofnunar lærdómsdeildar við Verzlunarskóla ís- lands með réttindum til að brautskrá stúdenta. Var reglugerð um st.ofnun lærdómsdeildar gefin út árið 1942. Tók deildin til starfa haustið 1943. Braut- skráðust fyrstu stúdentar frá Verzlunarskóla Is- lands vorið 1945. Var það því tuttugasti árgangur 18 FRJÁLS VBRZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.