Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 23

Frjáls verslun - 01.05.1965, Síða 23
Grænlandsveiðar valda verðfalli á íslenzkum laxi Ógna þær laxastofni landsins! Athygli fiskifræðinga þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins hefur að undanförnu mjög beinzt að laxveiðum Grænlendinga í sjó við SV-Grænland. Hér er urn að ræða veiðar, sem ekki hafa áður þekkzt, en hófust í smáum stíl 1!)5Í), er rúmlega 13 tonn af Atlantshafslaxi voru þar veidd i lagnet. 1 fyrra, 1964, nam aflamagnið 1450 tonnum, slægður fiskur með haus, eða 600.000 löxum. A ráðstefnu NV-Atlantshafsríkjanna, sem haldin var í Halifax, Nova Scotia, snemma á þessu surnri, voru veiðar þessar til umræðu, og létu ýmsir full- trúar í ljós ótta við, að þær kynnu að reynast laxa- stofni þjóðanna við N-Atlantshaf hætt.ulegar. Aðalfulltrúi Dana á ráðstefnunni, Paul M. Han- sen, rakti á fundinum hclztu ástæður veiðanna. Skýrði hann frá því, að á undanförnum árum hefði þorskur við Grænland flutt sig af grunnmiðum, og Grænlendingar, sem ekki hafa yfir sömu fiskibátum og veiðitækni og aðrar þjóðir að ráða, en veiddu aðallega á trillum, hefðu þá snúið sér að laxveiði. Þá hafði nýlega orðið vart við mikinn lax í sjó við SV-Grænland, nærri ströndinni. Athuganir á merktum laxi, sem þar hefur veiðzt, sýna, að allur merktur lax, sem veiðzt hefur, kemur úr ám Sví- þjóðar, Noregs, Bretlandseyja, Bandaríkjanna og Kanada. Myndi þessi lax snúa aftur til heimaáa sinna til hrygningar, fengi hann að hafast við óáreittur á átu- og uppvaxtarstöðvum sínum í sjó. í upphafi átti Grænlendingar erfitt með að nýta laxinn, þ. c. aðeins ein verkunaraðferð kom til greina um 1960, söltun. Saltaður lax er léleg verzl- unarvara, en heilfrystur lax hins vegar góð. Danska Grænlandsverzlunin, sem skipulcggur að mestu veiðar Grænlendinga, greip þá til þess ráðs að byggja frystihús á SV-ströndinni, þar eð ekki mun liafa þótt tiltækilegt að koma upp nauðsyn- legum flota til lianda Grænlendingum, svo að þeir gætu sótt þorskmið á hafinu. í ár er gert ráð fyrir, að mikil aukning verði á laxveiðunum við Grænland, og er þar fyrst og fremst byggt á upplýsingum Grænlandsverzlunar- innar um netasölu í Grænlandi. Bein afleiðing aukins framboðs á laxi í Evrópu hcfur leitt til þess að liann hefur á þessu ári lækkað mjög í verði, a. m. k. um 15%. Mun nú ganga erfiðlega að selja lax úr landi hér á ís- landi, og einstakir söluaðilar reikna með mun minna útflutningsmagni nú en í fyrra, allt að helm- ingi minna. Enn mun enginn íslenzkur lax, sem merktur hef- ur verið í ám hér við land, liafa veiðzt við Græn- land. Kemur þar til, að merkingar á laxi hér eru ófullkomnari en í öðrum löndum við N-Atlants- hafið, og auk þess að miklu lcvti framkvæmdar á annan liátt. Sérstök plastmerki, með upplýsingum um aldur og uppruna, eru notuð erlendis, en hér er að mestu sá háttur hafður á, að fiskarnir eru uggaklipptir. Er því e. t. v. ekki að undra, þótt laxi, sem merktur er á þennan hátt, sé ekki veitt eftirtekt við Grænland. Allt bendir þó til þess, að okkar lax hagi sér á sama hátt og lax, sem á uppruna sinn í ám ná- grannalandanna, þ. e. leiti á uppvaxtarskeiði eftir átu við Grænland. Það hefur komið fram, m. a. af ummælum Paul M. Hansen, að engar beinar tölur liggja fvrir um stærð stofns Atlantshafslaxins, og því erfitt að fella nokkurn skynsamlcgan dóm um, hve víðtækar veið- ar má stunda við Grænland, án þess, að hætta stafi af. Bretar hafa borið fram mótmæli við dönsku stjórnina, vegna veiðanna, og hcfur ])að sjónarmið m. a. komið fram, að laxinn, sem vcrður að dveljast hluta af æviskeiði sínu í sjó, sé sameign þjóðanna, sem margar halda uppi laxastofni sinum með kostn- aðarsömu klaki. Þá hefur verið á það bent. að lax er nú útdauður í Danmörku, og sækir aðeins í eina á á Grænlandi. t byrjun október hófst í Rómaborg ráðstefna fiskifræðinga ýmissa landa. fslendingar eiga þar sína fulltrúa. Vonandi verður af hálfu íslenzkra stjórnar- valda fylgzt náið með því, sem þar kemur fram, og framvindu þessa máls í heild. Það er í sjálfu sér alvarlegt mál, að veiðarnar skuli þegar hafa valdið miklu verðfalli, en hitt væri ekki síður hörmulegt, ef veiðarnar við Grænland reyndust rányrkja, sem ætti eftir að draga mjög úr laxagöngum, bæði hér við land og annars staðar á næstu árum. FRJÁLS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.