Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 9
gagnvart samkeppni við vöru-
bifreiðar, t. d. í þjónustu eins
og að sækja vörur og skila
þeim. Á heildina litið, virðist
i verulegum atriðum skorta
á, að fylgt sé eftir endurnýj-
un skipakostsins með viðeig-
andi breytingum á þjónustu-
háttum, í þeim tilgangi að nýta
mikla fjárfestingu til að gera
þjónustuna sem bezta og sam-
keppnishæfnina sömuleiðis,
þannig að reksturinn standi
undir sér svo sem nokkur kost-
ur er. Skipin eru það dýrasta
í rekstri Skipaútgerðarinnar,
og þá verður að ætlast til að
þau séu nýtt með öllum hugs-
anlegum ráðum, sem samræm-
ast tilgangi útgerðarinnar.
Höfirs í Hornafiröi
Þar er mestur uppgangur og
aEEt á kafi í athafnasemi
Þegar minnzt hefur verið á
Höfn í Hornafirði undaniarin
ár, hefur ósjálfrátt hvarflað að
mönnum ævintýri, þetta dul-
úðarfulla, en óneitanlega oft-
ast skemmtilega hugtak. Það er
heldur enginn vafi á því, að á
Höfn er nú mestur uppgangur
á íslandi, þar sem bær rís í
tiltölulegri einangrun og til-
tölulega á eigin spýtur — af
eigin afli og útsjónarsemi, sem
nýta mikia möguleika. Einn
Hafnarbúi talaði á dögunum
við FV um „vinnuþrælkun",
ekki þó þannig, að fólk væri
í ánauð, heldur að það yrði að
leggja svo hart að sér til að
rísa undir umsvifunum. Og allt
byggist þetta á fiskinum, þorsk-
fiski og humri, sem hvor
tveggja leggja leiðir sínar við
bæjardyr Hornfirðinga, og því,
að fiskurinn er nýttur af virð-
ingu, sem matvara og lostæti.
Fiskur frá Höfn er drjúg tekju-
lind þjóðarbús og gjaldeyris-
sjóða, bæði fyrir magn og gæði
— og þá ekki sízt sérstök gæði,
sem hlotið hafa viðurkenningu
matvandra kaupenda um víða
veröld.
„Það er óhætt að segja, að
hér sé og hafi verið síðasta ára-
tug allt í uppbyggingu,“ sagði
Sigurður Hjaltason, oddviti
Hafnarhrepps í spjalli við FV.
„Það má stikla á stóru. í fyrra
var lokið við byggingu húss
fyrir Póst og síma og sjálfvirk
símstöð tekin í notkun í desem-
ber 1970. í vetur var lokið
við byggingu verksmiðju og
þróa fyrir Fiskimjölsverk-
smiðju Hornafjarðar hf., sem
stofnuð var fyrir fáeinum miss-
erum, en hlutafé þess félags er
7 milljónir, þar af 40% í eigu
Kaupfélags Austur-Skaftfell-
inga. Þá var einnig lokið fyrir
nokkrum mánuðum byggingu
húss fyrir Veiðarfæragerð
Hornafjarðar hf., og vinnur
það fyrirtæki nú ýmis veiðar-
færi fyrir bátana hér eystra.
Nýlokið er helmings stækkun
gistirýmis hótelsins, og getur
Hótel Höfn nú hýst 60-70
manns og veitir ekki af, bæði
vegna síaukins íerðamanna-
straums og húsnæðisskorts fyr-
ir aðkomið vinnuafl, sem er hér
nú orðið að heita má allt árið
meira og minna. Um þessar
mundir er verið að leggja loka-
hönd á byggingu Landsbank-
ans, útibússtjórinn, Jón Júlíus-
son, er kominn hingað, og úti-
búið verður opnað á næstunni.
Þá er í byggingu ráðhús, þar
sem verða skrifstofur hrepps-
ins, lögreglustöð og héraðs-
bókasafn. Standa vonir til að
allt húsið verði fokhelt fyrir
veturinn. Hafin er bygging nýs
frystihúss KAS og nýrrar
mjólkurstöðvar og á döfinni er
að byggja stórt verkstæðishús,
þar sem þrjú vélaverkstæði
sameinast um eitt deildaskipt
verkstæði og með þátttöku
fleiri aðila, og loks er unnið
að undirbúningi skólabygging-
ar, gagnfræðaskóla og íþrótta-
Hafnargerð í Höfn 1967-68. Nú er framundan nýtt átak á sama sviði.
FV 7 1971
7