Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 11

Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 11
húss, en lauslega má áætla að fyrstu tveir áfangarnir kosti um 50 milljónir. ítsúðarhús eru mörg í smíðum, á 4. tug, þar á meðal er dýralæknisbústaður, sem ljúka á við á þessu ári. Við höfum hér einnig einn mannalækni, en vantar sjúkra- skýli, og ríkir mikill áhugi á að koma því upp hið fyrsta, enda mikil og vaxandi þörf fyr- ir það. Á árunum 1967-68 var gert hér stórt átak í hafnarmálum, byggð ný hafskipabryggja og mikið dýpkað. í sumar á að endurbyggja gömlu hafskipa- bryggjuna og dýpka meira, ef tæki fæst til þess, og fram- undan er einnig að bæta við viðlegukant, svo og að byggja bryggju við nýja frystihúsið, þegar þar að kemur. Þá er gatnagerð ótalin. Á undanförnum árum höfum við Rafreiknar smátt og smátt verið að steypa aðalgötuna hér á Höfn, Hafnar- braut, og er búið að steypa um hálfan kílómetra. í sumar var ætlunin að steypa 375 metra til viðbótar og ljúka að mestu við götuna. Óvíst er, hvcrt það tekst, þar sem eng- inn hefur enn fengizt til að annast verkið; það var boðið út, en enginn bauð, og við höf- um ekki aflögu mannskap.“ — Ykkur vantar fólk til starfa? „Já, það fer ekki á milli mála, sérstaklega vantar okk- ur iðnaðarmenn í byggingar- iðnaðinn, eins og stendur. Það dugir ekki til, þótt hér fjölgi um 30-40 manns á ári. Á síð- asta manntali taldist hér 901 íbúi, og þeir verða því væntan- lega crðnir 1000 á næsta eða þar næsta ári. Fólki myndi íjölga örar, ef við gætum boð- ið húsnæði, og það er fyrir hendi áhugi á að nýta löggjöf- ina um byggingarfélög verka- manna og byggja fjölbýlishús, ef þá eitthvert vinnuafl fæst til þess. Við gætum án efa fyllt slíkt hús á klukkutíma, ef það stæði hér einn daginn. Og það er einnig hagsmuna- mál hreppsins, að byggðin þétt- ist, það er dýrt að leggja göt- ur og lagnir eingöngu fyrir einbýlishús, og hér eru heldur engin gatnagerðargjöld inn- heimt enn sem komið er.“ — Hvernig er skipulag á vegi statt? „Staðfest skipulag er til frá 1961, en það er þegar farið að byggja inn fyrir það og á upp- fyllingu, sem síðan hefur verið gerð. Það er bess vegna orðin b~ýn þörf á að fá nýtt heildar- skipulag, svo að ekki fari allt úr skorðum." Rekstur, sem kostar 100 mill- jónir á ári, samræming og mótun framtíðarstefnu nauðsyn í hugskoti almúgafólks eru rafreiknar nokkuð, sem hulið er í magnaðri tækniþoku aldar- farsins og ögrandi framtíðar- áformum mannkynsins. Raf- reiknarnir eru vissulega stór- fenglegar vélar, þær leysa af hólmi reiknistokk og pírum- pár, líkt og 20 tonna véiskófla rekuna. En þeir eru þó ekki heldur meira en það, sem mönn- unum hefur tekizt að finna upp. Það var bví ofgert, þegar mál- snillingar tóku upp á þvi að kalla rafreiknana vélheila á ár- dögum hér. Svo slæmir eru þeir ekki og ómannlegir. 100 MIILJÓNA REKSTUR. Nýlega var haldin ráðstefna um rafreiknamál hér á landi. Raíreiknar: Leysa mannshugann undan ýmsu erfiðinu, jafnvel mannshöndina líka. Hér er vöru- geymslu stjórnað með rafreikni. FV 7 1971 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.