Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 13
Ríkið Þœr fœra ríkisbókhaldið ennþá, unz það fer f ,,tölvu". Ríkisreikraingur- inn endurbættur 196B Undanfarið hefur mönnum orðið tíðrætt um reiknings- hald hins opinbera, og eru ekki á eitt sáttir um ágæti þess. í sambandi við þessar umræður, er ekki úr vegi að minna á, að ríkisreikningurinn var endur- bættur í veigamiklum atriðum 1968, þ. e. settur upp í nýtt form og inn í hann teknar all- ar ríkisstofnanir utan peninga- stofnanir, og má því finna þar yfirborðsupplýsingar um svo til allan ríkisreksturinn. Þessi fyrsti endurbætti ríkisreikn- ingur kom út sl. vetur, en reikningurinn fyx-ir 1969 er ekki enn tilbúinn. Hann er vissulega allt of seint á ferð- inni, því langur dráttur á birt- ingu dregur stórlega úr eða eyðir gildi hans fyrir hina al- mennu borgara, vilji þeir iíta eftir hlutunum. Hins vegar skil- aði ríkisbókhaldið reikningn- um 1969 í september 1970, en þá tóku við honum þrír yfir- skoðunarmenn kosnir af Al- þingi. Þeir hafa lokið sínum störfum, en nú stendur á prent- un. Að sögn Grétars Áss Sig- urðssonar ríkisbókara stendur fyrir dyrum að endurbæta reikningshald ríkisins með því að taka upp nýri'i tækni og færa bókhaldið í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkui'boi'gar. Jafnframt er gert ráð fyrir, að ríkisbókhaldið taki að sér reikningshald fyrir ýmsar stofnanir hins opinbera í aukn- um mæli, auk reikningshalds- ins fyrir sjálfan ríkissjóð. Hins vegar eru nokkrar stofnananna það stórar, að þær munu hafa bókhald sitt í eigin höndum áfram. Þá sagði Gi’étar Áss, að tím- anlegri skil stofnana á árs- reikningum sfnum, ásamt tæknivæðingu í ríkisbókhald- inu, myndi flýta birtingu ríkis- reiknings, en þó mætti búast við, að jafnframt yrði að bæta starfsaðstöðu yfirskoðunar- manna, Samgöngur „1 úrisfaskip66 á ströndina? ,,Ég hef reynt að halda vak- andi hugmyndinni um nýtt far- þegaskip,“ sagði Guðjón Teits- son, forstjóri Skipaútgerðai'- innar, í viðtali við FV. „en við höfum fest mikið fé í skipum og tilheyrandi undanfarið, og nauðsynlegt er að ráða bót á afgreiðsluaðstöðunni í Reykja- vík, svo að ekki er víst, að far- þegaskip verði smíðað fyrir okkur á næstunni.“ „Það er skoðun, sem ég hef látið uppi, að sterkar líkur bendi til tiltölulega hagkvæms rekstrar einhliða fai'þegaskips, svona 150 manna skips, sem yrði notað á sumrin til ferða, sem henta ferðamönnum, og á veturna til að halda uppi traustum og örum ferðum til Vestfjarða og Austfjai'ða. Ég hef hugsað mér skip, sem yrði um tvo og hálfan dag í ferð til ísafjarðar með viðkomu á öllum stöðum, og um þrjá og hálfan dag í ferð til Seyðis- fjarðar, einnig með viðkomu. Þetta yrði örugglega til mik- illa bóta fyrir þá staði, sem örðugast samband eiga við önnur byggðarlög á veturna, að fá vikulegar ferðir og sleppa við alla bið, sem fylgir vöru- flutningum. Að mínu mati, yrði um að ræða skip af svokölluðum „túr- istaklassa“, gert fyrir stuttar ferðir en þægilegar. hei’bergin yrðu tiltölulega einföld, en með steypiböðum, og salir góðir með þægindum og vínveiting- um, eins konar fljótandi „túi'- istahótel“. Hins vegar tel ég ekki grundvöll fyrir að gera ráð fyrir bílaflutningum um leið. Þetta yrði ekki stórt skip, en ég tel að nýting á því gæti oi’ðið góð með því að samræma þessa tvenns konar þjónustu," sagði Guðjón Teitsson. Landgræðsia Verðum við 1000 ár að puða við landgræðsluina ? Talið er, að nálægt 15 þús. ferkílómetrar íslands séu grón- ir, af rúmlega 100 þús. ferkíló- metrum, og að um 30 þús. fer- kílómetrar hafi blásið upp eða eyðzt með öðrum hætti frá landnámsöld. Það er viðfangs- efni okkar að rækta upp gróð- ur á þessum 30 þús. ferkiló- metrum, eins og auðna hrekk- ur til, en jafnframt að stöðva gróðureyðinguna. „Það verða rúmar 20 millj. króna til ráðstöfunar í land- græðslu á þessu ári, og ráð- gert er að gi'æða upp um 30 ferkílómetra fyrir þessa upp- hæð. Með sama áframhaldi FV 7 1971 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.