Frjáls verslun - 01.07.1971, Side 14
Gróðureyðing
mætti því segja, að við yrðum
1000 ár að græða upp þessa
30 þús. íerkílómetra — þ.e.a.s.
ef það væri svo vel, að við
værum núna komnir fyrir
gróðureyðinguna. En sannleik-
urinn er sá, að landgræðslan í
ár hrekkur ekki að neinu ráði
umfram það að halda í horf-
inu,“ sagði Árni Reynisson
framkvæmdastjóri Landvernd-
ar í viðtali við FV. ,,Það þarf
því augljóslega að gera mikið
átak í mörgum greinum til
þess að bæta það tjón, sem
orðið er. Er margs að gæta í
því efni, bæði verður að taka
skepnuhald til gagngerðrar
endurskcðunar í samræmi við
reynzluna og auka landgræðslu
stórlega.“
Sau.ðfé gengur á afréttar-
löndum, sem víða eru orðin of-
beitt. Gróðursvæði afréttanna
þarf að auka, en jafnframt
þarf að auka frjósemi sauðfjár-
ins í þeim tilgangi að fækka
lambám, þar sem hver lambá
étur á við 7 lömb. Þá þarf
e. t. v. að færa sauðfjárrækt-
ina hreinlega til í landinu í
einstökum tilfellum. Loks þarf
að draga úr hrossarækt, og
og landgrœðsla.
leggja hana niður þar sem hún
er stunduð í að því er virðist
algeru tilgangsleysi. Það er út-
breidd skoðun, að sveitarfélög-
in eigi að taka landgræðsluna
í sínar hendur, en að ríkið eigi
hins vegar að reka þjónustu-
miðstöð vegna beinna fram-
kvæmda við áburðardreifingu
t. d. Talið er, að allra brýn-
ustu verkefni í landgræðslu,
verkefni, sem ekki þola bið,
kosti um 200 milljónir króna.
Og mun það bó ekki hrökkva
nema til þess að hefja eigin-
legt landgræðslustarf, þ. e. að
komast frá þeirri varnarbar-
áttu, sem nú er háð í mikilli
tvísýnu. Sú upphæð mun jafn-
vel ekki verða að verulegu
gagni, nema annars sé gætt
um leið, eins og breytinga í
skepnuhaldi.
„Það er vaknandi skilningur
á nauðsyn landgræðslunnar,“
sagði Árni Reynisson, ,,við höf-
um í ár fengið í lið með okk-
ur á 4. þúsund manns, sem
gefur eitt eða fleiri dagsverk.
Og ekkert getur fremur ráðið
úrslitum en skilningur og af-
staða borgaranna, hvers og
eins.“
Blönduós
Vaxandi atvinnu-
rekstur, örari
fólksfjölgun
Blönduósingar hafa meira að
segja tekið upp útgerð 1 leit
að nýjum atvinnugreinum, svo
segja má, að talsvert fari fyrir
þeirri leit, en árangurinn er
líka sá, að fólki fjölgar nú örar
á Blönduósi en um langt ára-
bil, þó hefur því fjölgað hægt
og bítandi. Útgerðin, sem tekin
var upp á Blönduósi, var fólg-
in í öflun skelfisks, og var
fenginn á leigu bátur til veið-
anna, en aðstaða í Sláturhúsi
KH til vinnslunnar. Nú stend-
ur yfir endurbygging Slátur-
hússins, í færibandahús, og
hefur útgerðin því stöðvazt í
bili. Á hinn bóginn hafa tvö
ný iðnfyrirtæki skotið upp koll-
inum, annars vegar plastgerð,
en trefjaplastgerð var fyrir, og
hins vegar prjónastofa.
Aukinn atvinnurekstur og
fólksfjölgun hafa kallað á nýj-
ar byggingarframkvæmdir,
bæði viðbætur við þjónustu-
húsnæði ríkis og hrepps og
byggingu íbúðarhúsnæðis. Hafa
byggingar fyrirtæki ærinn
starfa.
Þá er Blönduóshreppur að
hefja varanlega gerð gatna, og
á að leggja slitlag á Húna-
braut, sem er aðalgatan utan
eða austan Blöndu, þar sem
uppbyggingin á Blönduósi und-
anfarin ár hefur mestmegnis
átt sér stað.
Freyr
Fær aðeins
ritstjóralaunin
Fyrir skömmu var sagt frá
því hér í FV, að nokkur blöð
og timarit fengju styrki frá
ríkinu í einu og öðru formi,
eða væru keypt í verulegum
mæli til ríkisins. Þar var bún-
aðarblaðið Freyr sagt efst á
blaði. Búnaðarmálastjóri, Hall-
dór Pálsson, hefur nú beðið um
leiðréttingu, og er hún sú, að
Freyr fái ekki annan styrk en
sem svari einum ritstjóralaun-
um. — Vegna uppsetningar í
fjárlögum, var hins vegar ekki
annað að sjá, en styrkur þessi
næmi tæplega 1.7 millj.
19
FV 7 1971