Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 16

Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 16
UTLOIXID Húsbúnaður er stolt Dana í útflutningi . . . og bjórinn er jú betri en hér! Danmörk iðnaðurinn við- búinn inngöngu i EBE Ljóst mun nú að Bretar, Danir, Norðmenn og írar muni ganga í EBE, eftir að samingum Breta við bandalagið er lokið með fullkomnu samkomulagi. Að vísu eiga eftir að fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur í Dan- mörku og Noregi um aðiid, en flestir telja líklegt að aðildin verði samþykkt. Allar þjóðirn- ar hefja nú umfangsmikinn undirbúning og úttekt á at- vinnuvegum sínum til að vera tilbúnar er aðildin verður form- leg. Nú fyrir skömmu var hald- inn fundur í iðnaðarráði Dan- merkur og að honum loknum ræddi formaður ráðsins Arnth- Jensen við fréttamenn þar sem hann sagði m. a.: „Danskur iðnaður er tilbúinn til inngöngu í EBE, en þarf á meira fjármagni að halda. Tekj- ur okkar eru of litlar og eigin' fjármögnunargeta ekki nægí- lega stígandi. Lán eru okkur of dýr vegna hárra vaxta og þess vegna teljum við nauðsynlegt að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir því að það er rangt að takmarka tekjugetu iðnaðarins. Tæknilega séð stöndum við fyllilega jafnfætis öðrum Ev- rópuþjóðum, þannig að okkur á ekki að þurfa að vera neitt að vanbúnaði..“ Jensen sagði að hjá EBE ríkti góður skilningur á aðstöðu og vandamálum umsækjendaland- anna og að vilji værifyrirhendi að koma til móts við bau. Hann saeði og að gengju Bretar í EBE væri það óhjákvæmilegt fvrir Dani að fylgja á eftir. ef iðnaður þar í landi ætti að fá tækifæri til að þróast áfram. Hann saaði einnig: .Aðild Dana að EBE hefur í för með sér áhættu og erfiðleika, en möguleikarnir til frekari iðn- þróunar eru langtum mikilvæg- ari og bvngri á metunum. Hugs- nm okkur bara þann 300 millj- óna manna markað, sem opnast með aðild að EBE. Viðhorfin verða ný, en að mörgu leyti verður um að ræða áframhald þróunarinnar þau 10 ár, sem við höfum verið aðilar að EFTA. Danir telja það mikið nauð- synjamál, að hin Norðurlöndin og EFTA-löndin nái viðunandi sátnningum við EBE, þótt ekki þannig að þau viðskipta- bönd, sem stofnað hefur ver- ið til gegnum EFTA, rofni. Svo virðist sem EBE skilji þetta og hætta á tolla- og við- skiptamúrum er því vart fyrir hendi.“ Að lokum kom það fram hjá Arnth-Jensen að á sl. ári fluttu Danir út vörur til EBE-land- anna f.yrir 3,1 milljarð danskra króna, þar af fyrir 1,7 milljarð til V-Þýzkalands. ... og danski bjórinn eignast nýja vini Hans Öström, framkvæmda- stjóri Tuborg verksmiðjanna sagði í viðtali fyrir skömmu, að danskir bjórframleiðendur hefðu enga ástæðu til að óttast samkeppnina, sem aðild Dana að EBE kemur til með að hafa í för með sér. Þvert á móti, að með aðildinni opnuðust nýj- ir möguleikar, markaðir og nýj- ar leiðir til að auka fjölbreytni framleiðslunnar. Öström sagði að nauðsynlegt væri að halda sífellt áfram að leita að einhverju nýju og að starfið á ransóknarstofúhum þyrfti að miðast við 20 ár fram í tímann. „Hjá okkur í Tuborg bíða stærstu verkefnin okkar á erlenda markaðnum, en við gætum okkar einnig vel að 14 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.