Frjáls verslun - 01.07.1971, Page 17
gleyma ekki né vanrækja heima
markaðinn, þó að hlutur okkar
þar sé mjög stór. Við megum
aldrei láta það henda okkur
að gleyma að vín er okkar
stærsti keppinautur. Aðild okk-
ar að EBE mun hafa það í för
með sér að velreknu fyrirtæk-
in stækka og dafna og þau sem
eru illa rekin munu fá tilhlýði-
ieg endalok."
Alsír
Vaxandi vestræn
tækniaðstoð
Bandaríkjamenn og aðrar
vestrænar þjóðir veita nú í
vaxandi mæli tækniaðstoð í
Alsír með það fyrir augum að
bæta efnahag landsins og auka
viðskiptasambönd þess, en
þjóðnýting tveggja franskra
olíufyrirtækja hefur orðið Al-
sírbúum hvatning til þess að
leita víðar eftir viðskiptasam-
böndum og vinna þannig að
efnahagslegu sjálfstæði lands-
ins. Lokun franskra markaða
kom við kaunin á Alsírbúum,
en þeir reyna að bera sig vel
og haft er eftir fjármálasér-
fræðingi ríkisins að þeir megi
vera Frökkum þakklátir fyrir
að verða til þess að neyða þá
til að endurskoða efnahag
þjóðarinnar og markaði henn-
ar. Alsír er ekki lengur einka-
forðabúr Frakka.
Ferðamenn, sem koma til
Alsír, veita því athygli, að mik-
il áherzla er lögð á þróun iðn-
aðar í landinu og hefur verið
gerð fjögurra ára áætlun um
mikla iðnvæðingu, sem byggist
á nýtingu oliu, gass og málma.
Áætlun þessi er framkvæmd
af ungum sérfræðingum, sem
lært hafa erlendis og láta sig
stjórnmál engu skipta.
Alsír virðist hafa snúið sér
að andkommúnistiskum lönd-
um og alls staðar um olíu- og
gassvæðin má finna menn frá
Bandaríkj unum, Frakklandi,
Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi,
Ítalíu, Belgíu og Japan að
störfum. Þó eru einnig sérfræð-
ingar frá Rússlandi, Austur-
Evrópu og Kína að störfum í
Alsír, en þeir verkfræðingar og
tæknifræðingar, sem hafa yfir-
umsjón með höndum eru frá
Vestur-Evrópu.
Miklir samningar um sölu á
jarðgasi hafa orðið til mikils
góðs, bæði hvað snertir efna-
hag landsins og sjálfsálit þess.
Þessir samningar sýna það, að
Alsír kemst af án Frakklands.
Tákn tímanna er, að enska
er nú kennd í sjónvarpinu í
Alsír. Franska er þó enn ann-
annað mest talaða málið í
Alsír, en á tæknisviðinu virðist
franskan á undanhaldi fyrir
enskunni.
Japan
Kapífalisfi með
kenningar IVIaos
að leiðarEjósi
Isao Nakauchi er yfirfram-
kvæmdastjóri stærsta vöru-
markaðahrings í Japan, sem í
rauninni er ekki í frásögur
færandi. Það sem kannski er
í frásögur færandi er, að Isao
er kapítalisti og íhaldssamur
í stjórnmálum, en mikill aðdá-
andi Mao Tse-tungs og í upp-
byggingu fyrirtækisins hefur
hann haft kenningar Maos að
leiðarljósi, eða réttara sagt
hernaðarkænsku hans.
Fyrirtæki Isaos er fjórtán
ára gamalt, en á nú 63 verzl-
anir, sem seldu fyrir um 415
milljónir dollara á sl. ári og í
ár er gert ráð fyrir um 32%
Isao á eftirlitsferð.
aukningu, þannig að fyrirtæki
hans verður orðið hið stærsta
sinnar tegundar í Japan.
Verzlunarháttum Isaos hefur
verið líkt við byltingu í jap-
önsku viðskiptalífi, sem löng-
um hefur verið rígbundið i
hefðbundnum viðjum, þar sem
fyrirtækin hafa staðið saman
og haldið verðlaginu nægilega
háu til að komast af. Flestar
verzlanir og þjónustufyrirtæki
í Japan eru með smáu sniði og
veltan því lítil. Isao telur aftur
á móti að neytendurnir eigi að
vera kóngar, en smásöluverzl-
anirnar þegnarnir, sem þókn-
ist kóngunum með því að selja
þeim vörurnar á sem lægstu
verði. Þannig túlkar hann
eina af grundvallarkenningum
Maos. Isao innleiddi vöru-
markaði með bandarísku sniði
í Japan fyrir 14 árum, hug-
myndin féll í góðan jarðveg og
fyrirtækið hefur vaxið ár frá
ári. Á þessu ári verða opnaðar
17 nýjar verzlanir, þannig að
þær verða orðnar 80 í árslok.
Flestar verzlanirnar eru í út-
hverfum japanskra borga og
meðalstórum borgum og þar
hefur hann enn eina af grund-
vallarkenningum Maos að leið-
arljósi. Fyrst á að taka litlu og
meðalstóru borgirnar, en stór-
borgirnar síðast.
Isao hefur farið eigin leiðir
í Japan, sem oft hefur mælzt
illa fyrir í landi sólarinnar, þar
sem hefðbundnar venjur tröll-
ríða þjóðfélaginu, Hann hefur
í trássi við ráðamenn landbún-
aðar í Japan keypt kjöt er-
lendis frá, þar sem hann hefur
fengið það ódýrast, t. d. frá
Ástralíu, appelsínur og greip-
aldin frá Bandaríkjunum og
ýmsar matartegundir víðsvegar
að úr heiminum, svo eitthvað
sé nefnt.
Isao segist gera sér grein fyr-
ir því, að það muni taka lang-
an tíma að rjúfa hina hefð-
bundnu verndarmúra, en her-
för Maos hafi líka tekið langan
tíma. Hann lítur á viðskipti
sem stríð og segir að forráða-
menn fyrirtækja verði að vera
kaldrifjaðir og svífast einskis
til að sigra í samkeppninni. En
Isao er ekki alltaf svo kald-
rifjaður, og á dögunum, er
hann hlustaði á hljóðið í pen-
ingakassa í einni verzlun sinni,
varð honum að orði: „Þetta er
yndislegasta hljóð á jarðríki“.
Líklega er Mao ekki á sama
máli þar.
FV 7 1971
15