Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.1971, Síða 25
Birgir: Það er draumur okkar, að vegamálasjórn bjóði út vegi milli ákveðinna staða, en verktak- arnir skipuleggi sjálfir framkvœmdirnar. Sá tími hlýtur að koma. inn af stjórnvöldum. Aðstaða þeirra sé verri en erlendra starfsbræðra þeirra. „Ég hika ekki við að fullyrða,“ segir Birgir, ,,að stjórnmálamenn hafi átt erfitt með að vera ekki með fingurna í spilinu, þegar kom að stóru verkefnunum. „Það hefur til dæmis ekki alltaf verið tryggt, að verktaki fengi verkið, þótt hann hafi haft lægsta tilboðið að flestra dómi. Að minnsta kosti er óhætt að segja, að það hafi verið ákaflega „skiptar skoðan- ir“ í þessum efnum. Erlendir verktakar hafa verið látnir flæða yfir landið, þegar ís- lenzkir verktakar hefðu getað unnið verkin jafn vel og betur en þeir. Stjórnvöld hafa gengið þannig frá málum, að erlendir verktakar hafa síðustu ár feng- ið mörg verkefni, sem íslenzkir verktakar hefðu tvímælalaust getað unnið.“ LOGAR í MÁLAFERLUM „Ég vil nefna Straumsvíkur- höfn, byggingu álverksmiðj- unnar og lagningu háspennu- línunnar frá Búrfelli." Eins og kunnugt er, var sænskt fyrir- tæki við gerð Sundahafnar, þýzkt við Straumsvíkurhöfn, sænskt fyrirtæki við byggingu 1. hluta álversins og franskt við lagningu háspennulínunn- ar. Birgir viðurkennir hins vegar, að Búrfellsvirkjun hefði ekki verið á færi íslenzkra verktaka einna, meðal annars vegna þess, að krafizt var bankatryggingar fyrir verkinu, sem nam fimm milljónum doll- ara, eða 440 milljónum króna með núverandi gengi. „Af þessum fjórum verkefn- um er Sundahöfn hið eina, sem virðist hafa skilað verktakan- um einhverjum ágóða,“ segir Birgir, „en við það verk áttu íslenzkir verkfræðingar og verktakar einnig myndarlegan þátt. Öll hin verkin, og Búr- fellsvirkjun einnig, virðast hafa verið framkvæmd með tapi. Hið alvarlegasta er þó, að um sum þessi verk standa nú málaferli. Þegar íslenzkir verk- takar hafa tekið að sér verk- efni, virðast þeir hins vegar undantekningarlítið hafa getað unnið þau án þess að krefjast stórra fjárhæða af verkkaup- anum fyrir dómstólum.“ Almenningur kannast við flest þessi málaferli og kröfu- gerð erlendra verktaka af blaðafregnum. Að undanförnu hefur verið á döfinni mál þýzka verktakans „Hochtief“ vegna Straumsvíkurhafnar, þar sem þeir telja, að verkið hafi verið óframkvæmanlegt eins og boðið var út. Vegna breyttra aðstæðna hefði þurft að nota önnur tæki, meðal annars risa- stóran flotkrana, sem lokaðist inni í Súezskurðinum. í sam- bandi við hin verkin hafa verk- takar gert kröfur um miklar bætur og umframgreiðslur. Birgir telur sannað, að í Búr- fellsvirkjun hafi verktakinn fengið umframgreiðslur, sem nemi um 480 milljónum króna. Af þeim hafi um 142 milljónir þó sennilega verið óhjákvæmi- legar. Þessi reynsla af erlend- um verktökum sé mjög frá- brugðin því, sem menn eigi að venjast af íslenzkum verktök- um. „Sviss Aluminium hefur reynt það og staðfest,“ segir Birgir Frímannsson, „að það er hagkvæmara og ódýrara að nota íslenzka verktaka. í fram- haldi af fyrri reynslu álfélags- ins af íslenzkum verktökum var afráðið, að stækkun ál- verksmiðjunnar, sem nú er framkvæmd, yrði aðallega unn- in af íslenzkum verktökum og undir stjórn íslenzkra verk- fræðinga. Þessar framkvæmd- ir hafa staðizt tímaáætlanir, og þær hafa enn verið unnar und- ir kostnaðaráætlun.“ ERLENDIR HAFA BETRI AÐSTÖÐU „Auk þess, að beinlínis hef- ur verið gengið fram hjá ís- lenzkum verktökum um stóru verkefnin, þá eru íslenzkir verktakar af öðrum ástæðum ver settir en erlendir. Erlendi verktakinn hefur ýmsa möguleika á fjármagni, sem íslenzk bankalöggjöf leyf- ir ekki innlendum verktaka. Auk þess hafa erlendir verk- takar á undanförnum árum notið töluverðra fríðinda gagn- vart tolli. Þá hefur það skipt miklu, að fari eitthvað í verkinu öðruvísi en ætlað var, þá hefur erlendi verktakinn oft getað skotið sér undan ábyrgð, en sá íslenzki FV 7 1971 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.