Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.07.1971, Qupperneq 29
breidd, mesta halla, minnstu beygjur og ákveðin gæði yfir- borðslagsins, en láti verktök- um eftir að finna út, hvar veg- urinn á að liggja til þess að ódýrasta heildarniðurstaða fá- ist. Það er mín skoðun, að miklu líklegra sé, að verktaki fylgist vel með öllum nýjungum í vegagerð en opinber stofnun. Þegar verktakar fara að keppa um verkin, þá verða þeir að notfæra sér nýjustu og beztu tækni og aðferðir, eigi þeir að vera samkeppnisfærir. í opin- berri stofnun er hætta á, að talsverðrar tregðu gæti gagn- vart nýjungum, ekki vegna þess, að stofnunin fylgist ekki með tækninýjungum, heldur vegna þess, að allar mjög stór- ar opinberar stofnanir eru svifaseinar og auk þess háðar fjárlögum og löngum athugun- um margra aðila utan stofnun- arinnar.“ 2/3 OLÍUMÖL Við spyrjum Birgi Frímanns- son nánar um framtíð vega- gerðar. „Mér sýnist það vera olíumölin, sem nú er að ,,slá í gegn“ í íslenzkri vegagerð,“ segir hann. „Nú er unnið að gerð hraðbrauta frá Elliðaám til Selfoss, sem er um 53 kíló- metrar, og frá Reykjavík til Kollafjarðar, sem er um 16 kílómetrar. Af þessum 69 kíló- metrum verða tveir þriðju hlutar lagðir olíumöl.“ Tölur um skiptingu: Steinsteypa 5 km Asfalt 20 km Olíumöl 44 km „Nú eru nýkomin til lands- ins ný og mjög fullkomin tæki frá Svíþjóð til blöndunar á olíumöl, sem sveitarfélögin á Reykjanesi og þrír verktakar hafa keypt. Eins og oft áður eru það hér verktakar, sem hafa haft frumkvæðið um nýjungar. Fyrirtækið Véltækni h.f. byrjaði tilraunir með olíumöl á árunum 1965-66 og hefur safnað þeirri reynzlu við ís- lenzkar aðstæður, sem nú er byggt á. Almenna byggingaf élagið h.f. mun fyrst hafa beitt nýjustu tækni og jarðýtum og mokst- ursskóflum við lagningu hluta Sóleyjargötu. Þessi undirbygg- ing hefur reynzt svo vel, að Sóleyjargatan er enn ein bezta asfaltgata borgarinnar. Þegar hafizt var handa við AÐEINS FLUGVELIN FÆR BETRI ÞJONUSTU EN FARÞEGARNIR SÍMl 11422 CUDO GLER FV 7 1971 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.