Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Side 36

Frjáls verslun - 01.07.1971, Side 36
Telex Mauðsynlegt og hagkvæmt þjón ustutæki hverju stórfyrirtæki Fátt er mikilvægara í milli- ríkjaviðskiptum en gott fjar- skiptasamband, og fyrir stórt fyrirtæki, sem rekur umfangs- mikla verzlunarstarfsemi við önnur lönd, getur það haft úr- slitaþýðingu við að gera eða ná í samninga. Síma- og skeyta- þjónusta er auðvitað mikið not- uð, en í mörgum tilfellum þyk- ir hún ekki nægja og öll stór- fyrirtæki og stofnanir erlend- is nota telex til að fylla upp í skarðið. Auk þess að flýta mjög mikið fyrir, er líka mikill sparnaður að því að nota telex, því það er miklu ódýrara en símtöl eða skeyti. Við snerum okkur fyrst til Sverris Norland framkvæmda- stjóra, en Smith & Norland hf. hefur umboð fyrir Siemens telex móttökutækin, sem mest eru notuð hér á landi. Stofnkostnaður við telex er að vísu nokkur, en hjá fyrir- tæki eða stofnun, sem þarf að hafa mikið og gott samband við útlönd, er það ekki lengi að borga sig. Telex mínútan er margfalt ódýrari en síma mín- útan og auk þess er hægt að segja miklu meira á einni mín- útu með telex en í síma, og síðan kerfið varð sjálfvirkt 12. júní 1970 erum við margfalt fljótári að ná sambandi með telex en ef við þurfum t. d. að nota síma. Nú þarf ekki nema slá númer þess aðila, sem við viljum tala við, á letur- borðið og þá erum við komin í samband, hvar sem sá aðili er staðsettur í heiminum. Við getum á augabragði náð sam- bandi við hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum, sagði Sverrir Norland, Með telex eru líka hjálpar- tæki, sem spara tíma og pen- inga. Það er t. d. innbyggður endurgati og sendir. Endurgat- inn er þannig, að vélritunar- stúlkan getur í ró og næði skrifað inn á gatastrimil þá skýrslu eða orðsendingu, sem á að senda. Þegar hún er búin að því, er tækið sett í gang, strimillinn rennur í gegn og orðin streyma út viðstöðulaust með miklu meiri hraða en manneskja gæti vélritað þau inn á. Góðar vélritunarstúlkur geta að vísu skrifað nokkurn veginn jafn hratt, en ef það er langt mál, sem senda þarf, sparast tími, því það er engin hætta á, að vélin verði þreytt. En þið getið líka talað sam- an? Já, að sjálfsögðu, þótt ekki sé gert mikið af því að jafn- aði. En ef t. d. tíminn er naum- ur og ég þarf að ráðfæra mig við einhvern mann erlendis getum við staðið við telexana hver í sínu landi og „rabbað saman“ með þeim. Það er hægt að nefna óteljandi dæmi um notagildi telex. Við getum tek- ið sem dæmi mann, sem er í markaðskönnun erlendis. Hann þarf að koma skýrslu sinni heim í snatri. Þá þarf hann ekki annað en fara á næstu telexstöð, láta stúlkurnar þar skrifa skýrsluna inn á gata- strimil og svo er hún send til fyrirtækis hans á augabragði. Það yrði margfalt dýrara fyrir þennan mann að nota síma, auk þess sem skýrslan væri þá ekki nema töluð orð. Með því að nota telex er skýrslan fengin skrifleg, svart á hvítu, og það getur oft haft mikla þýðingu. Við getum tekið annað dæmi. Segjum sem svo að þú hafir Það eru núna 20.000 ár síðan Homo Heidelbergensis prentuðu fyrstu fótsóla sína á leir- inn á Rínarbökkum. Þetta var seinlegt. Fyrir 119 árum byrjuðu þeir svo að framleiða prentvélar (þær beztu í heimi) og núna í desember síðastliðnum voru þeir búnir að framleiða 220.000 vélar — og tilkynna yður það bér með. HEIDELBERGER DRUCKMASCHINEN AG. STURLAUGUR JQNSSON & CO. 34 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.