Frjáls verslun - 01.07.1971, Qupperneq 41
tekið eftir því að þeir voru
eins. Þetta hafði haft í för með
sér mikinn og óþarfan auka-
kostnað.
GEC-Elliot, hefur notað hóp-
tækni við framleiðslu stjórnun-
ar-spjalda. Það er aðeins helm-
ingur verksmiðjunnar sem kom-
inn er undir kerfi, en fram-
leiðslutíminn hefur minnkað úr
63 dögum niður í 18 og óaf-
greiddar pantanir hafa minnkað
um 45%.
Ferodo er eitt bezta dæmið
um hagkvæmni hóptækni, sem
til er í Bretlandi. Ferodo fram-
leiðir bremsuborða, og hafði
miklar áhyggjur af kostnaði. O-
afgreidd verkefni voru alltof
mikil, og það sem. alvarlegra
var, fyrirtækið átti í erfiðleik-
um með að afgreiða nógu fljótt
pantanir til bifreiðaiðnaðarins.
íhugað var að byggja sérstaka
verksmiðju til að stytta af-
greiðslutímann, en í stað þess
var ákveðið að reyna hóptækni,
og hún gaf svo góða raun að
öll framleiðsla var sett undir
það kerfi.
Ferodo hafði 25 mismunandi
hráefnablöndur og 150 mismun-
andi radiusa á bremsuborðum.
Úr þessu voru skorin 3.500
grundvallarsnið, sem gerðu
samtals 17000 skráðar stærðir,
og gerðir. Teikningin af verk-
smiðjunni áður en hóptækni
var tekin upp, sýnir hvaða leið
dæmigerður bremsuborði fór
áður en hann komst á markað-
inn. Teikningin sýnir líka leið-
ina sem fimm aðrar gerðir
borða (valdir af handahófi)
fóru. Megnið af gólfrýminu í
þessum tveim verksmiðjum fór
undir verkefni-í-augnablikinu,
sem söfnuðust við vélarnar.
Niðurröðun vélanna var reynd-
ar ekki alveg eins hlægileg og
hún lítur út fyrir að vera. Þeim
var raðað eftir gerðum þeirra:
Allar borvélar saman, allar möl-
unarvélar saman o.s.frv. En eft-
ir að hafa skipað öllum vöru-
flokkum sínum í fiölskyldur og
gefið þeim nafnnúmer, gat Fer-
odo breytt niðurröðun vélanna.
Það var gert þannig að fjórtán
vélar voru í hverri samstæðu,
og hver einstök þeirra vann eitt-
hvað það verk sem þurfti til
að fullgera bremsuborðann.
Vélarnar voru tengdar með
færiböndum Efnið kemur inn
og gengur frá vél til vélar.
Vélasamstæðunni eða hópnum
væri líklefra réttara að segia,
fylcia auðvitað menn, og þeim
er skipt niður í sex manna hópa,
sem fara frá einni vél á aðra
eftir því sem verkið gengur,
því þeir hafa verið þjálfaðir í
meðferð þeirra allra, Hver hóp-
ur skilar sínu verkefni fullfrá-
gengnu.
Fjármagnið sem bundið er í
verkefnum-í-augnablikinu, hef-
ur minnkað um sjö áttundu, og
pantanir eru afgreiddar á ein-
um áttunda þess tíma sem það
áður tók. Vegna þess að skjót-
ur afgreiðslutími var nauðsyn-
legur, var beinu starfsliði ekki
fækkað, en hins vegar þurfti
færri eftirlitsmenn og færri
skrifstofumenn.
Eftir að hafa le.yst þetta meg-
invandamál, fór Ferodo að
hyggja að öðrum liðum fram-
leiðslunnar, og koma hóptækn-
inni í gagnið þar, t.d. við
vinnslu hráefnanna og árangur-
inn varð hinn sami.
Alls staðar þar sem það var
hægt, voru notaðar þær vélar
sem til voru fyrir, en þó þurfti
óhjákvæmilega að fjárfesta í
nýjum vélum. Niðurstaðan varð
sú að á þeim 18 mánuðum sem
það tók að koma hóptækninni
á, var fjárfestin í vélum einum
þriðja meiri en hún hefði ann-
ars verið. En verkefni-í-augna-
blikinu, minnkuðu margfalt um
leið og það gerði meira en vega
upp á móti fjárfestingunni.
Það urðu óhjákvæmilega
nokkrir árekstrar við verk-
smiðjufólkið. Þegar fyrsta hóp-
tækni-lina verksmiðjunnar var
sett upp, var fengið sérstakt
fólk til að manna hana og það
var launamismunur og bónus-
mismunur milli þess og starfs-
liðsins sem fyrir var. Ferodo
hélt fundi með starfsliði sínu,
og útskýrði fyrir því hvað var
að gerast. Fólkið sannfærðist
um að hvorki kaup þess né at-
vinna væri í hættu, og sættir
tókust. Það hefur verið sannað
að hóptækni bætir lygilega all-
an rekstur fyrirtækja í mörg-
um og mismunandi greinum.
Svo fremi sem aðrir framleið-
endur hætta að blekkja sjálfa
sig með því að þeir noti nú þeg-
ar eitthvað því líkt, á hóptækni
mikla framtíð fyrir sér og líka
mörg fyrirtæki sem annars yrðu
kannske að leggja upp laupana.
FV 7 1971
39