Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 11
Stangaveiði
40-60 milljónir
fyrir veiðileyfi
Eins og kunnugt er, nýtum
við íslendingar nú orðið flestar
laxveiðiár með stangaveiði, það
er aðeins á tveim vatnasvæð-
um, sem netaveiði er iðkuð að
marki ennþá. Talið er að nú
séu til ráðstöfunar í laxveiði
15-20 þúsund stangardagar á
ári. Útilokað er að fá geinar-
góðar upplýsingar um hvað
greitt er fyrir öll þessi leyfi, en
gróflega til getið eru það 40-60
milljónir króna. Heildarupp-
hæðin er að mestu greidd 1
peningum. en þó nokkur hluti
með öðrum hætti, eins og með
sjálfboðavinnu við klak. Það
igefur auga leið, að veiðináttúra
íslendinga er rík, og svo efnin
góð, að geta leyft sér slíka
eyðslu. en mest af þeirri upp-
hæð sem um er að tefla, greiða
fslendingar sjálfir. Við verð
veiðileyfanna má svo bæta
margvíslegum kostnaði, sem ó-
hjákvæmilegur er, eins og út-
halds- og ferðakostnaður. Má
geta sér til, að sá kostnaður sé
hátt upp í að jafnast á við upp-
hæðina fyrir veiðileyfin sjálf.
Þó nökkuð margir útlending-
ar koma reyndar hingað og
deila þessum kostnaði öllum
með okkur eyjarskeggjum. Það
eru þá yfirleitt vel stæðir menn,
sem greiða að jafnaði 100 doll-
ara á dag fyrir að fá að koma
hingað og stunda laxveiði. En
fargjöld milli landa eru þar
vitanlega drjúgur liður. Þessir
gestir okkar eyða þó flestir
einhverju meiru en þessum 100
dollurum fyrir laxveiðidaginn,
og er þess getið til, að tæplega
skilji þeir eftir minna en 1000
dollara eftir vikuna, flestir
hverjir. Þannig er fijótt að safn-
ast í dágóðar gjaldeyristekjur
af laxveiði. beint og óbeint, og
síðan seljum við út mikið af
þeim laxi, sem við veiðum sjálf-
ir.
Fyrir utan það keppikefli að
fá veiðináttúrunni útrás þrátt
fyrir töluverðan kostnað er því
greinilega eftirsóknarvert að
geta boðið útlendingum við-
skipti af þessu tagi. Eftir því,
sem veiðimálastjóri, Þór Guð-
jónsson, hefur tjáð FV, horfir
svo, að unnt verði að fjölga
stangardögum í laxveiði um
helming þar til 1980, og má
þannig ætla að við getum_hald-
ið áfram að gera hvort tveggja
í senn; að veiða sjálfir lax og
selja útlendingum veiðileyfi og
þjónustu í sambandi við lax-
veiðina. Alla vega má reikna
með, að laxveiðin og það sem
í kringum hana er, hlaupi á
hundruðum milljóna í tiltölu-
lega náinni framtið.
Þá er það ótalið, að fjöldi
silunga er enn meiri en fjöldi
laxa í ám og vötnum, og rækt-
unarskilyrði ekki síðri. Þar eru
því viðbótarmöguleikar og um-
talsverðar upphæðir á ferðinni,
sem tiltölulega lítið notast af
enn sem komið er. Veiðimála-
stjóri skýrði FV frá því, að
enda þctt skilningur á notagildi
silungsins með tilliti til stanga-
veiði hefði stóraukizt síðustu
árin, færi silungsveiði yfirleitt
ennþá óskipulega fram, og
ræktun sömuleiðis. Hann kvað
nauðsynlegt að menn gerðu sér
grein fyrir því, að sömu grund-
vallarlögmál giltu um nýtingu
silungsveiði og laxveiði, það
yrði að vinna skipulega að
hvoru tveggja og laga sig að
þeim kröfum. sem uppi væru
meðal stangaveiðimanna um
framkvæmd veiða og aðbúð.
Veiðimálastjóri sagði það skoð-
un sína, að silungsveiðin væri
ekki síður en laxveiðin þýðing-
armikill liður fyrir veiðiréttar-
eigendur og þjóðarbúið í heild.
Það væri því full ástæða til að
hvetja menn til að horfast í
augu við nauðsyn þess að taka
silungsveiðina jafn föstum tök-
um og laxveiðina hvað nýt-
ingu snerti.
Bændur eiga bróðurpartinn
af veiðirétti í ám og vötnum,
enda þótt nokkuð hafi verið um
það. að aðrir keyptu eða eign-
uðust réttinn. Það er því tví-
mælalaust bændastéttin sem á
mest í húfi, að möguleikar í lax-
og silungsveiði verði nýttir sem
bezt. Að öllu athuguðu má full-
yrða, að í þessum efnum megi
tala um hreinar gullnámur við
bæjardyr hundraða bænda,
sem bíða eftir því að eigendurn-
ir sameinist um að feta í fót-
spor þeirra stéttarbræðra sinna,
sem nú þegar drýgja tekjur sín-
ar með svo nauða einföldum
hætti og að standa saman um
að græða peninga.
Margir laxarnir hafa fengizt í sumar. Hér er borgarstjóri, Geir
Hallgrímsson, ásamt fleirum, við Elliðaárnar.
11