Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 21
Iðjulaus flutningaskip undan ströndum Grikklands. Japan Samdráttur í efnahagslífi minnkar flutningaþörf og lækkar farmgiöld Þegar 6 daga stríðinu lauk ár- ið 1967 hófst nýtt blómaskeið fyrir skipaeigendur og miðlara. Farmgjöld hækkuðu upp úröllu valdi og vart var hægt að full- nægja eftirspurn eftir skipum. Gömul skip, sem lagt hafði ver- ið fyrir löngu voru ryðbarin, máluð og send til hafs og þau mokuðu inn peningum fyrir eig- endurna og margir urðu millj- ónamæringar svo til á einni nóttu. En Adam var ekki lengi í Paradís, í janúar sl. byrjaði að halla undan fæti og á sl. 8 mán- uðum hafa farmgjöld lækkað niður úr öllu valdi og eru lægri en þau hafa nokkru sinni verið frá því 1957. Þúsundum skipa hefur verið lagt undanfarið og t. d. liggja nú 250 flutninga- skip fyrir utan hafnarborgina Piraeus í Grikklandi með gal- tómar lestar og ryðið er farið að verða áberandi. Ástæðan fyrir þessu er of- framboð á flutningsrými í heim- inum og alþjóðaskipaflutningar eru nátengdir efnahagslífi Jap- ans og nú er Japanir eiga fyrir höndum samdrátt í efnahagslíf- inu kemur það fyrst fram í minnkandi flutningsþörf og lækkandi farmgjöldum. Það eru stálmyllur Japana, sem hér skipta mestu máli. Japan er þriðji stærsti stálframleiðandi heims og frá 1965 hefur inn- flutningur á kolum og járn- grýti aukizt um 11% á ári að meðaltali. Japanir gátu sjálfir ekki annað öllum flutningunum og urðu því að taka skip á leigu frá erlendum skipaeigend- um. Afleiðingarnar urðu þær að farmgjöld hækkuðu upp úr öllu valdi. Árið 1969 leigðu japönsk fyrirtæki norsk og hollenzk skip til að flytja kol frá Bandaríkjunum til Japan fvrir verð, sem gaf eigendunum allt að 10.000 dollara hagnað á dag fyrir skipin. Þá datt engum í hug að Jap- anir myndu draga saman seglin á næstu árum. En skyndilega kom að því að japanskir stál- framleiðendur fengu mótbyr, einkum vegna skorts á fjárfest- ingarfjármagni og hærri vaxta. Eftir að hafa endurskoðað áætl- anir var ákveðið að engin fram- leiðsluaukning skyldi eiga sér stað 1971 og 1972. Þetta var í janúar. Samdægurs sátu skipa- félögin uppi með milljpnir um- framlesta af leiguskipum, sem þau gátu ekkert gert við. Farm- gjöld byrjuðu að hrapa og hafa lækkað næstum með hverri vik- unni sem liðið hefur og betri tímar virðast ekki á næsta leiti. Nú mun svo komið að hægt er að fá skip leigð fyrir 123 kr. ísl. á lest í heilan mánuð. Skipaeigendur búast við að þetta ástand muni haldast út árið 1972, en þá muni fara að rofa til, því að miklum fjölda skipa verði lagt fyrir þnn tíma. Á meðan, er hægt að fá nóg af flutningaskipum á leigu, næst- um með meðgjöf. FV 8 1971 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.