Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 32
Offsetprentun skapar skilyrði fyrir breytt útlit blaða.
milljón frá hverju dagblaði.
Félagið hefur aflað sér 20 millj-
ón króna ríkisábyrgðar, en
reiknað er með að kostnaður
við vélakaup og uppsetningu
muni nema tuttugu og þrem
milljónum króna. Lán eru til
fimm, tíu og fimmtán ára. Auk
þessa hafa verið fest kaup á
600 fermetra húsnæði í Síðu-
múla 14. Sérstakt hlutafélag
verður myndað um húsnæðið.
í þessu sambandi má geta þess
að Reykjaprent h.f., útgefandi
Vísis, hefur keypt hluta af sama
húsi fyrir starfsemi ritstjórnar
o. fl. Skrifstofustjóri Blaða-
prents h.f. hefur verið ráðinn
Ólafur Eyjólfsson, en aðalverk-
stjóri í prentsmiðju Óðinn Rögn
valdsson og aðstoðarverkstjóri
Ólafur Ingi Jónsson. Fyrstu
stjóm Blaðaprents h.f. skipa
Jónas Kristjánsson, formaður,
Ásgeir Jóhanness., Helgi Bergs
og Eiður Bergmann. en vara-
stjórn skipa Sveinn R. Eyjólfs-
son, Sigurður Ingimundarson,
Kristján Benediktsson og Ingi
R. Helgason. Skrifstofustjórinn
mun annast allan daglegan
rekstur, en fyrst um sinn er
stjórninni ætlað að vera mjög
virk í stjórn fyrirtækisins. For-
maður gegnir störfum eitt ár
í senn. Tækin, sem keypt hafa
verið eða pöntuð til hinnar
nýju offsetprentsmiðju eru að-
allega frá Bandaríkjunum, en
ýmis smærri tæki eru norsk.
Offsetprentvélin er af svo-
nefndri Goss-Community-gerð
frá Bandaríkjunum. Hún getur
prentað 40 síður í einu. Setning
verður svonefnd filmusetning.
Setningarvélarnar eru ekki ó-
svipaðar ritvélum. Þær fram-
leiða strimla með götum, en
tölva tekur við og les á striml-
ana og breytir efni þeirra í
filmu, sem síðan er framköll-
uð. eins og venjuleg filma.
Starfsmenn prentsmiðjunnar
eru í kringum fjörutíu talsins
og vinna þeir á vöktum og er
sennilegt að unnið verði í prent-
smiðjunni nær allan sólarhring-
inn. Blaðaprent h.f. stendur í
viðræðum við Hið íslenzka
prentarafélag og Offsetprent-
arafélag íslands um stéttar-
lega stöðu og kjör starfsmanna.
Þar sem prentsmiðjur dagblað-
anna leggjast að mestu leyti
niður verður reynt að nýta
starfskrafta þeirra í hinni nýju
prentsmiðju. í Noregi var
reynslan sú, að vel tókst að
nýta eldri starfskrafta til nýrra
starfa við breyttar aðstæður.
Þetta mál er nokkuð viðkvæmt
fyrir alla aðila, þar sem unnt
er að hagnýta stúlkur við
filmusetninguna í stað setjara,
sem eru dýrari starfskraftur.
Verður reynt að finna viðun-
andi lausn á þessu máli í við-
ræðum aðila.
Uppsetning tækja verður
framkvæmd af sérfræðingum
frá framleiðendum og eru þau
flest komin til landsins. Hins
vegar hefur uppsetning tafizt
og líklegt að prentsmiðjan taki
ekki til starfa fyrr en um það
bil mánuði síðar en upphaflega
hafði verið ráðgert. En um leið
á sér stað bylting í íslenakri
dagblaðaútgáfu. Það er ekki nóg
með að tæknilegir möguleikar
breytist og aukist, heldur er
með þessu opnaður möguleiki
fyrir enn víðtækara samstarf
dagblaðanna fjögurra t.d. um
sameiginlega blaðadreifingu og
fleira. Þær hugmyndir eru þó
enn á óformlegu umræðustigi.
ÓBEINN HAGNAÐUR.
Þessi samvinna mun ekki
hafa í för með sér sparnað í
prentun dagblaðanna a. m. k.
fyrst um sinn, enda þótt hún
hafi gjörbreytt möguleikum
dagblaðanna, að vísu mismun-
andi mikið. til að endurnýja
prenttækjakost sinn á viðun-
andi hátt. Fyrir eitt blaðið verð-
ur prentunin dýrari en hingað
til, en fyrir annað getur hún
ef til vill skapað sparnað a.m.k.
þegar til lengdar lætur. Þessi
mismunur skapast af mismun-
andi aðstæðum í núverandi
prentsmiðjum dagblaðanna og
því sem lagt er í prentunina.
Það má því segja að hin nýja
samvinna breyti ekki miklu um
fjárhag blaðanna, sem hefur æ-
tíð verið þröngur. En verri hefði
hann getað orðið, ef þessi sam-
vinna hefði ekki tekizt og hvert
blað hefði orðið að endurnýja
hjá sér upp á eigin spýtur. Þá
hefði aðstaða þessara blaða til
samkeppni við Morgunblaðið ef
til vill versnað til muna, ef
Morgunblaðinu hefði tekizt að
fullkomna prentun sína, án þess
að hin blöðin gætu stigið hlið-
stæð skref. Samkeppnislegir yf-
irburðir Morgunblaðsins eru
32
FV 8 1971