Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 34
Morgunblaðið á möguleika á því að selja auglýsingasíður sín- ar raunhæfu verði. Hin blöðin reka mismunandi afsláttarpóli- tík og einstaka verða að selja auglýsingaplássið langt undir kostnaðarverði. En þótt auglýs- ingamagnið og upplögin hafi aukizt þegar á heildina er lit- ið. þá hefur kostnaður einnig farið vaxandi ekki sízt launa- kostnaður. Síðasta ár var eitt hið erfiðasta sem komið hefur. Orsakir blaðadauða erlendis hafa að mjög verulegu leyti verið raktar til aukins launa- kostnaðar. en hann hefur ekki sízt haft þýðingu í rekstri blað- anna, vegna þeirrar til- hneigingar að afla frétta án til- Ölafur blaðasali í Austur- strœti. lits til kostnaðar. Blaðadauði hefur enginn verið hér, þótt stundum hafi munað mjóu. Tap blaðanna sem gefin eru út af stjórnmálaflokkum hefur verið greitt af flokkunum í krafti fjárframlaga, frá einstaklingum og fyrirtækjum, en einnig hjálp ar aðstaða blaðanna til lánsfjár- öflunar nokkuð upp á sakirnar. Blöðin hafa í sumum tilfellum reynzt næstum óbærilegur baggi á flokkunum og tapið komið harkalega niður á allri annarri flokksstarfsemi. En þótt hér sé talað um tap í rekstri blaðanna, má auðvitað CUDO GLER Verð mjög hagstætt. HEILDSALA: DYNJANDI SF. Skeifunni 3 — Sími 82670 Höfuð- og heyrnarhlífar viðurkenndar af Oryggiseftirliti ríkisins HEYRNARHUFAR HLIFÐARHJALMUR 34 FV 8 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.