Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 35
Blaðaprent innréttar nú húsnœði sitt að Síðumúla 14.
alltaí spyrja hvað sé tap, þegar
bilið er brúað með aukavinnu
í prentsmiðju, aukarekstri til
hliðar við sjálfan reksturinn,
ellegar fjárframlögum fyrir-
tækja, sem eru bókfærð sem
auglýsingatekjur. Þannig hefur
Þjóðviljinn talsverðar tekjur af
vasabókaútgáfunni Fjölvís,
Tíminn fær fjárframlög frá
samvinnusamtökunum, sem
flokkast undir auglýsingar, og
Alþýðublaðið. sem sennilega
tapar mestu allra blaðanna, nýt-
ur þess að vera í tengslum við
ýmis fyrirtæki Alþýðuflokks-
ins og auk þess í nánast eigin
húsnæði, Alþýðuhúsinu.
OPINBER AÐSTOÐ.
Blöðin nutu um skeið beinna
fjárframlaga úr ríkissjóði, en
þeim styrk var breytt í styrk
til stjórnmálaflokkanna. Ríkið
hefur þó skuldbundið sig til að
kaupa 300 eintök af hverju dag-
blaðanna mánaðarlega og eru
þessi eintök send inn á skrif-
stofur ríkisins og sjúkrahús. Þá
njóta blöðin nokkurra skatt-
fríðinda. Þau eru t.d. undan-
þegin aðstöðugjaldi og sölu-
skatti. Ríkisútvarpið greiðir
smáþóknun fyrir birtingu út-
varps- og sjónvarpsdagskrár.
Póststjórnin greiðir um 20 þús-
und á mánuði til baka af póst-
kostnaði. Hin svonefndu blaða-
mannasamtöl, sem eru til efnis-
öflunar, eru ódýrari en venju-
leg samtöl. Pappír í dagblöðin
er tollfrjáls.
80 BLAÐAMENN.
Við biöðin starfa nú tæplega
80 blaðamenn. Starfsaðstaða
þeirra hefur þegar á heildina
er litið stórlega batnað á liðn-
um árum. Húsakynni blaðanna
hafa víðast verið bætt til muna
sl. áratug. Sérhæfing hefur auk-
izt, og það segir sig sjálft. að
slíkt hefur stuðlað að bættu
efni blaðanna og léttari vinnu-
brögðum. Blöðin hafa styrkt
fréttamannakerfi sitt úti um
land, komið sér upp hjálpar-
kokkum í ýmsum greinum efn-
isöflunar og þau fá til sín
meira magn erlends efnis en
nokkru sinni áður. Kjaralega
séð standa blaðamenn betur að
vígi en fyrir tíu árum. Þeir
hafa nú fastan vinnutíma, en
hann var áður nánast óbundinn.
Er nú greitt aukalega fyrir alla
yfirvinnu. Þá hafa föst laun
þeirra batnað mjög á tímabil-
inu. í samanburði við þær stétt-
ir, sem blaðamenn bera sig að-
allega saman við þegar um
launamál er að ræða, en það
eru einkum menntaskólakenn-
arar og fulltrúar. Þá hefur
menntun blaðamannastéttar-
innar batnað mikið þegar á
heildina er litið. Stúdents-
menntun er nánast lágmarks-
menntun og svo virðist sem
háskólamenntuðum blaðamönn-
um fjölgi hlutfallslega, bæði
vegna þess að framboð á há-
skólamenntuðu fólki hefur auk-
izt og svo vegna þess að blöð-
in sækjast gjarnan eftir há-
skólamenntuðu fólki núorðið.
80 f PRENTSMIÐJUM.
Þá hefur skipulag í prent-
smiðjum farið batnandi. Af-
köstin hafa aukizt bæði vegna
betri nýtingar á starfskröftum
og svo vegna betri hjálpar-
tækja, fullkomnari setjaravéla,
nýrra leturgerða o.s.frv. Nú
vinna um 80 manns í prent-
smiðjum blaðanna, en sumt er
það ófaglært aðstoðarfólk. Um-
brot er ekki jafn tilviljanakennt
og það var löngum og aðstreymi
efnis í prentsmiðjurnar er reglu
bundnara en það hefur löngum
verið.
BETRI AÐSTAÐA, BETRI
VINNA, BETRI BLÖÐ.
Blöðin hafa í viðleitni sinni
til að draga úr útgjöldum sín-
um sett ýmsar hömlur á starfs-
fólk sitt þegar um útgjöld er
að ræða. Ekki verður séð að
þessar hömlur hafi á nokkurn
hátt dregið úr fréttaöflun. þótt
ef til vill sé ekki gott að full-
yrða um, þar sem blaðamönn-
um hefur farið fjölgandi, auk
þess sem aðkeypt efni í blöðun-
um hefur aukizt. Þá hafa kröf-
ur um reglusemi og ástundun
orðið meiri á ritstjórnum dag-
blaðanna. Blaðamenn, einkum
blaðamenn flokksblaðanna,
kvarta helzt undan þeim höml-
um sem skyldur blaðanna við
þá stjórnmálaflokka er þau
styðia, leggja starfsfólkinu á
herðar.
Þó er augljóst að frjálslyndi
og umburðarlyndi blaðanna hef-
ur á vissan hátt aukizt. Þau eru
opnari fyrir skoðunum, sem
flokkar þeira gætu seint fallizt
á. Það er sjaldgæfara en áður
að blöðin neiti beinlínis um
birtingu greina, sem innihalda
skoðanir sem blaðstjórnirnar
fallast ekki á fyrir sitt leyti.
Þetta umburðarlyndi er ekki
aðeins afleiðing af breyttum
tímum heldur sprettur það ekki
síður af harðri samkeppni, sem
gerir þær kröfur til blaðanna
að þau komi sem víðast við.
Þetta er þróun, sem samhliða
hinni tæknilegu þróun, hefur
gert það að verkum að segja
má að bylting hafi orðið í
skipulagi. starfsháttum, tækni-
legum og faglegum viðhorfum
sl. áratug. Án efa heldur þessi
þróun áfram, því offsetprentun
skapar skilyrði fyrir algjörlega
breyttu útliti blaðanna, en það
gæti jafnframt haft áhrif á
efni þeirra. Auk þess koma nýj-
ir siðir með nýjum mönnum og
um þetta leyti eru kynslóða-
skipti meðal blaðamanna að ná
hámarki. Þegar þar við bætast
tæknileg tímamót, getur allt
gerzt i blaðaheiminum. Það eru
því forvitnilegir tímar framund
an á þeim vettvangi.
FV 8 1971
35