Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.08.1971, Blaðsíða 39
Luxemburg er fallegt um að litast. Þar er einnig öflugur iðnaður. irvöldum. Lausnin var Luxem- burg. Luxemburg var þegar miðstöð alþjóðlegra verðbréfa- viðskipta og þar gengur skrán- ing verðbréfa fyrir sig á mjög einfaldan hátt. Önnur ástæðan var sú að í Luxemburg geta verðbréf skipt um eigendur án hinnar miklu skriffinnsku, sem tíðkast í mörgum fjármálamið- stöðvum. Bandarísku fyrirtæk- in gátu sem sagt, með því að setja upp einhvers konar fjár- málaskrifstofu í Luxemburg, velt stórum fjárhæðum án þess að þær rýrnuðu við skattlagn- ingu. Fyrsta fyrirtækið sem fór þessa leið var Mobil Oil, þá komu fyrirtæki eins og US Rubber, Standard Oil, Du Pont, Honeywell og fjöldi annarra þekktra bandarískra fyrirtækja Miðstöðvar fyrirtækjanna í Luxemburg voru í umsjá banka þar í landi, sem annaðist milli- göngu pósts og skipulagði ár- lega fundi. Framkvæmdastjór- arnir flugu svo árlega til Lux- emburgar, ræddu við umboðs- menn bankans, borðuðu síðan hádegisverð með þeim og á- kváðu annan fund að ári liðnu. Síðar komu fram nýir straumar í fjármálaviðskiptum. í ljós kom að Holland var jafn hagstætt hvað sköttum viðkom. Bandarískir fjármálasérfræð- ingar uppgötvuðu að þeir gætu fært sér í nyt þarlend lög, sem heimila fyrirtækjum að losna undan skatti, ef þau gerðust er- lend fyrirtæki. Margir, sem ráku viðskipti utanlands notfærðu sér þessi lög. Einnig uppgötv- uðu brezk fyrirtæki nýja hlið á lántökum, sem komu í veg fyrir að ríkið gæti skattlagt þau. En þrátt fyrir allt þetta hafði Luxemburg áfram næg verkefni og freistaði fjármála- manna á ýmsan hátt. Leynd, ef með þarf. Margir þessara fjármála- manna eru stórríkir aðilar, sem kjósa að stunda viðskipti sín á laun. Bankar þeirra 1 Luxemburg fara með öll þeirra viðskipti og til þess að þóknast þessum góðu viðskiptavinum láta bankarnir þar ekkert uppi um hverjir þeir eru. Meðal þessara auðjöfra eru olíukóng- ar, skipaeigendur, suður-amer- ískir margmilljónerar, svo eitt- hvað sé nefnt. Á þessu sviði hefur Luxemburg ennþá sér- stöðu og annast bankar þar stór- felld viðskipti fyrir þessa auð- ugu skjólstæðinga án þess að nöfn skjólstæðinga blandist nokkurn tíma í málið. Fjárfestingarfyrirtæki. Einnig hafa mörg fjárfesting- arfyrirtæki verið stofnuð í Luxemburg. Vegna hinna sér- stöku aðstöðu þar geta fyrir- tækin greitt hluthöfum sínum arð, sem yfirvöld viðkomandi landa fá aldrei vitneskju um. Bankar í Luxemburg veita einnig sérstök lán til lítilla fyr- irtækja og stærri fyrirtækja, sem ekki vilja láta það komast í hámæli að þau þurfi á lánum að halda. Flestir bankarnir í eigu út- Iendinga. Flestir bankarnir í Luxem- burg eru í eigu erlendra aðila eða stjórnað af erlendum aðil- um. Banque Lambert á þar úti- bú, sem kallast Bank Europé- enne du Luxemburg. Banque de Bruxelles rekur útibúið Banque Internationale í Lux- emburg, en umsvifamesti bank- inn er Luxemburg’s Krediet- bank sem er útibú frá belgíska bankanum. Sá banki hefur haft umboð fyrir mjög mörg fyrir- tæki og vann brautryðjanda- starf fyrir Mobil Oil. Luxemborgarar öfundaðir. Mikil gagnrýni hefur komið frá ýmsum stöðum yfir því að þessi starfsemi í Luxemburg væri truflun á gjaldeyrismark- aðnum. Sérstaklega hafa Frakk- ar kvartað, en það er vegna þess að þeir ætluðu að gera París að fjármálamiðstöð Ev- rópu og þoldu ekki þessa mót- stöðu frá Luxemburg. Slíkar á- sakanir eru þó eingöngu póli- tískar, en hafa ekki tæknilegt gildi. í viðtali við yfirmann banka- eftirlitsins í Luxemburg sagði hann: „Mai'gir hafa kvartað yf- ir því að fyrirtæki njóti ekki nægjanlegs trausts í Frakklandi og Þýzkalandi. Þar hafa verið sett ströng lög um innheimtu skatta. Slíkt gerist ekki hér í Luxemburg. Hér er fyrirtækj- um sýnt traust og því koma þau til okkar. Einnig benti yf- irmaður bankaeftirlitsins á það, að Luxemburg er ekki eina skattaskjólið í heiminum. Milli Sviss og Austurríkis blómstrar Liechtenstein og við Karabiska hafið er fullt af löndum þar sem fyrirtæki borga lága skatta af tekjum sínum. T.d. eru Pan- ama og Bahama-eyjar vel þekkt- ar á þessu sviði. Nýlega fór Gíbraltar inn á þetta svið vegna efnahagserfiðleika og eru fyrirtæki hvött til að setja þar upp „nafnskiltisskrifsofur“. Enginn er hrifinn af því að greiða skatta, og ef Luxemburg væri ekki fyrir hendi gegndi eitthvert annað land hlutverki þess á fjármálasviðinu. FV 8 1971 39

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.