Frjáls verslun - 01.08.1971, Qupperneq 12
Þessar stúlkur eru sýningargestum til aðstoðar.
þá smærri sýningar, en ekki
stóra sýningu fyrr en árið 1973
og sennilega alþjóðlega sýn-
ingu 1975. Það er greinilega
mikill áhugi hér á landi á sýn-
ingum, enda hafa þær verið
góð tilbreyting í hversdagsleik-
anum. Það þætti gott, ef 50
þúsund manns kæmu á vöru-
sýningu erlendis, til dæmis í
Danmörku.
BEINT SAMBAND VIÐ
NEYTENDUR
FV: Hvað borgið þið í leigu
fyrir sýningahöllina?
G: Leigan er um 1100 þús-
undir króna. Knstnaðurinn
miklu meiri, til dæmis greiðir
sýningarstjórnin hálfa milljón
í auglýsingar, meðan sýningin
stendur, svo að aðeins einn lið-
ur sé nefndur af fjölmörgum,
sem sumir hverjir skiptahundr-
uðum þúsunda.
Kostnaðurinn, sem fvrirtæk-
in sjálf greiða fyrir þáttttöku
sína, er ekki ýkja mikill, ef
tillit er tekið til þess, að sýn-
endur hafa möguleika á því að
komast í persónulegt samband
við bann mikla fjölda, er sækir
sýninguna og koma þannig á
framfæri beint þeim hlutum,
sem máli skipta. Það má auð-
veldlega geta sér þess til, að
til þess að ná svipuðum árangri
í hinum venjulegu auglýsinga-
miðlum þvrfti stórum hærri
upphæð. Við leggjum hins veg-
ar áherzlu á, að fyrirtækin,
sem sýna, auglýsi jafnframt í
blöðum, hljóðvarpi og sjón-
varpi og veki athygli á sýn-
ingardeildum sínum til að nýta
sem bezt þetta tækifæri sitt.
Þau verða að tengja sem bezt
alla þætti sölustarfsins, ef ár-
angurinn á að verða eins góður
og kostur er.
STARFSFÓLK ER AÐ VERÐA
VEL ÞJÁLFAÐ
FV: Þið farið að kunna til
verka við sýningarhald.
G: Starfsfólkið er smám sam-
an að verða vel þjálfað. Hér
starfa ýmsir menn, sem hafa
unnið við margar sýningar áð-
ur. Við vorum á undan áætlun,
og allt hefur gengið fljótt fram
að þessu,
Það væri þó æskilegra, að
sýnendur væru fyrr á ferðinni.
Fyrirtækin hafa tíu daga, áður
en sýningin hefst, til að koma
sér fyrir í sínum deildum. í
fyrra voru þó aðeins tvö eða
þrjú byrjuð fyrsta daginn, og
furðu margir lögðu í mikla
næturvinnu á elleftu stundu.
Óþarft ætti að vera að minna
á, hve mikið þetta kostar fyr-
irtækin. Þeir peningar væru
vafalaust betur notaðir á öðr-
um sviðum.
Við munum hafa tiu stúlk-
ur í sérstökum búningum á
svæðinu. Þær eiga að vera auð-
þekkjanlegar og þeirra hlut-
verk er að aðstoða fólk og vísa
því veg. Annars verður grunn-
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMIÐUR
LAUGAVEGI 39
REYKJAVÍK
mynd af svæðinu við inngang-
inn, og á öllu svæðinu er sam-
tengt hátalarakerfi, þar sem
fólki verður bent á ýmislegt á
svæðinu.
,,Á þessum sýningum kem-
ur alltaf fram mikið af nýjung-
um,.“ segir Gísli B. Björnsson
að lokum. „Markmiðið er að
kynna þær, og um leið kemur
fram, hvort þær standa fyrir
sínu.“
Austurstræti 14 — Sími 12345
Laugavegi 66 — Simi 12322
10
FV 8 1971 — FYLGIRIT