Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.08.1971, Qupperneq 19
Sýnendur Við sýnum nýjungar í tiskiðnaoi. ,,Af því, sem við sýnum og kynnum á vörusýningunni, tel ég athyglisverðast nýtt kerfi til framleiðslu á fiskblokkum, sem er aðalframleiðsluvara frysti- húsanna. Aðalvandamálið í framleiðslu fiskblokka hefur verið að fá blokkina jafna á alla kanta, lengd, breidd og þykkt og einnig að fá yfirþorð blokkanna holulaust og slétt.“ „Margir hafa unnið að lausn þessa vanda bæði hér á landi og erlendis, en með misjöfnum árangri. Við fréttum af norsk- um verkfræðingi, Leif Knut- rud, sem hefur náð mjög at- hyglisverðum árangri á þessu sviði, með nýju blokkarfram- leiðslukerfi, sem óhætt er að segja að auka muni nýtingu blokkanna um 3-4%. _Við erum nú fulltrúar hans á íslandi og í Færeyjum.“ „Fyrir skömmu spurði ég frystihúseiganda, sem rekur nokkuð stórt frystihús, hvaða fjárhagslega þýðingu það mundi hafa fyrir rekstur hans, ef hann fengi 3% betri nýt- ingu í blokkarframleiðslu sinni. Taldi hann, að nýtingaraukn- ingin mundi þýða um fimm milljón króna tekjuaukningu.“ „Reynslan af nýja kerfinu gefur til kynna, að með því vinnist fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi er um að ræða sparnað í yfirvigt, sem nemur allt að 80%. í öðru lagi ætti enginn afskurður að koma til greina, þegar unnið er úr blokkinni, þar sem lögun henn- ar á alla kanta er nákvæm, yfirborð slétt og holulaust. — Því miður getum við aðeins sýnt grundvallaratriði kerfisins á vörusýningunni, en í október- mánuði munum við verða bún- ir að setja kerfið upp til sýn- ingar í einu frystihúsi hér- lendis. Ef dæma skal eftir áhuga þeirra frystihúsamanna, sem við höfum kynnt kerfið, þá má búast við, að fjölmennt verði, þegar við bjóðum frysti- húsamönnum að sjá kerfið í vinnslu.“ Þetta sagði Arni Ólafsson fiskiðnaðarverkfræðingur, sem rokur fyrirtækið Árni Ólafsson & Co., og hefur unnið mikið við vélvæðingu í sjávarútvegi og gerð íslenzkra véla fyrir fisk- iðnaðinn. Árni: „I.W.I. er merkileg nýjung." FV: Aðrar nýjungar? AÓ: Já, við sýnum nýja hraðflokkunar- og þvottavél fyrir humar, sem nota má hvort sem er í frystihúsum eða um borð í bátum. Auk mikilla af- kasta í flokkun humarsins, þá sameinar vélin tvo framleiðslu- þætti, flokkun og þvott. Með tilkomu þessarar vélar, þá höf- um við nú á boðstólum mjög fullkomna vélvæðingu í humar- framleiðslu. Nýja vélin býður upp á þrí- þættar framfarir. í fyrsta lagi aðskilur hún ,,scampi“-stærð- irnar frá „lobster tail“-stærð- unum. Þetta þýðir, að þar sem scampi-stærðirnar eru ekki al- mennt garndregnar, þá eru það eingöngu lobster tail-stærðirn- ar, sem settar eru gegnum garnaúrtökusamstæðu okkar. Við sýnum einnig nýjustu ár- gerð af garnaúrtöku — fín- flokkunarsamstæðu okkar á sýningunni. í öðru lagi sam- einar nýja vélin þvott og for- flokkun og ætti að hljótast hagræðing af því. í þriðja lagi ætti tilkoma hinnar nýju vélar að auka nýtingu, þar sem hum- arinn kemur nú forflokkaður að garnaúrtökuvélunum og er því hægt að nota stútastærð við garndráttinn, sem bezt hæf- ir hverjum flokki og ætti því lítið sem ekkert humarhold að fara forgörðum við garndrátt- inn. Ég þori ekki að segja með neinni vissu, hve mikið nýting- arspursmál þetta er, en þó hér væri aðeins um 3/4-1% nýt- ingaraukningu að ræða, þá er það ekkert smáræði þegar markaðsverð á stærri humarn- um er allt að 700,00 kr. kílóið. Vélin er einföld í sniðum og með tilkomu hennar má segja, að við höfum nú á boðstólnum fullkomna vélvæðingu í öllum aðalstigum humarframleiðsl- unnar, þegar humarpillunarvél- arnar eru meðtaldar. Við sýnum allt okkar hum- arvinnslukerfi á sýningunni og þá að sjálfsögðu nýjustu ár- gerðirnar, því skoðun okkar er, að engin vél sé svo fullkomin, að ekki megi bæta hana bæði að vinnsluhæfni, afköstum og endingu. Vélsmiðja Haraldar Einarssonar í Kópavogi fram- leiðir humarvinnsluvélarnar og ber hita og þunga af þróun og framförum á humarvinnslu- kerfi okkar. FV: Hvað sýnið þið auk nýj- unganna á sviði blokkarfram- leiðsju og humarvinnslu? ÁÓ: Þar álít ég, að rækju- FV 8 1971 — FYLGIRIT 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.