Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Page 25

Frjáls verslun - 01.08.1971, Page 25
Unga fólkið er dugmikið eg áreiðanlegt Veggfóðrarinn h.f. heldur há- tíðlegt 40 ára afmæli um þess- ar mundir. Það voru iðnaðar- menn, sem stofnuðu fyrirtæk- ið, veggfóðrarameistarar, sem tóku sig saman um þessa þjón- ustu við heimilin. Unnur framkv.stj. er ánægð með þær vörusýningar, sem hér hafa verið haldnar, og henni finnast þær um margt standa framar sambærilegum sýningum, sem hún hefur séð erlendis, ekki sízt um snyrti- legan frágang og hreinlæti á sýningarsvæðinu. „Hjá okkur hefur salan greinilega aukizt eftir sýningar," segir hún, „enda eiga okkar vörur fyrst og fremst erindi til hins al- menna neytanda, svo að æski- legt er að fá þannig tækifæri til að kynna þær á sýningum, sem mikið fjölmenni sækir.“ Veggfóðrarinn sýnir vegg- fóður og veggklæðningar margs konar, ýmiss konar gólfklæðn- ingar, teppi og flísar, linoleum plastdúka, nylonteppi o. fl. Unnur Ágústsdóttir. Veggfóður ryður sér nú til rúms í vaxandi mæli, ekki sízt á heimilum unga fólksins, enda á Veggfóðrarinn mikil sam- skipti við það. Við spyrjum Unni, hvernig reynsla fyrir- tækisins af viðskiptum við unga fólkið hafi verið. Unnur segir, að það sé athyglisvert, að unga fólkið standi undantekningar- laust við skuldbindingar sínar og standi hinum eldri sízt að baki um skilvísi og áreiðanleik. „Það hafa engin dæmi verið um óáreiðanleik ungs fólks í viðskiptum við okkur undanfar- in ár, og það er vissulega at- hyglisvert, með tilliti til alls fjöldans, sem á viðskipti við okkur,“ segir Unnur. Meðal þess, sem Veggfóðrar- inn h.f. sýnir á vörusýning- unni er vinyl-dúkurinn, sem ryður sér til rúms um þessar mundir, enda mjög sterkur. Þessir dúkar hafa að sögn Unn- ar selzt geysimikið, og salan er vaxandi. Birgðastöð fyrir málm- og byggingariðnaðinn Framleiðsla húsgagna úr stáli og tré. Vélsmiðja — Verktakar í málmiðnaði. FV 8 1971 — FYLGIRIT 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.